Umbætur í Hafnarfirði Rósa Guðbjartsdóttir og Guðlaug Kristjánsdóttir skrifar 28. október 2015 10:38 Niðurstöður ítarlegrar greiningar á fjárhag og rekstri stofnana Hafnarfjarðarbæjar liggja nú fyrir. Það var eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn að fá óháða ráðgjafa til þess verks. Ráðgjafarnir lögðu fram hundruð tillagna um hvernig bæta mætti reksturinn, ná fram meiri skilvirkni í kerfinu og almennt ráðstafa betur fjármunum bæjarbúa með betri nýtingu innviða í huga og án þess að skerða þjónustu til íbúanna. Nokkrar tillagnanna, einkum þær er lutu að breytingum á stjórnkerfinu, hafa þegar komið til framkvæmda. Meðal annars hefur rekstrar-, fjármála- og lögfræðistarf bæjarins verið styrkt. Aðrar tillögur hafa verið lagðar fram og eru til lýðræðislegrar umfjöllunar í viðeigandi ráðum, nefndum og/eða hjá stjórnsýslu bæjarins. Næðu allar tillögur ráðgjafanna fram að ganga er talið að árleg útgjöld gætu minnkað um allt að 600 milljónir króna. Hafnarfjarðarbær hefur um árabil verið í hópi allra skuldsettustu sveitarfélaga landsins. Fyrstu verk meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks voru því að ráða bæjarstjóra með sterkan grunn í rekstri og fjármálum sveitarfélaga og greina síðan tækifæri bæjarins til úrbóta á markvissan og ítarlegan hátt með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í aðdraganda síðustu kosninga lá fyrir að brýnt væri að gera breytingar við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins. Fyrir lá að sveitarfélagið hefði einfaldlega ekki borð fyrir báru kæmi til mikilla óvæntra útgjalda, vegna þungrar skuldastöðu. Nýlegar og fyrirsjáanlegar launahækkanir og auknar lífeyrisskuldbindingar eru því mikil áskorun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Nýr meirihluti gerði sér grein fyrir því að viðsnúningur í fjárhag bæjarins yrði eitt af stóru verkefnunum á kjörtímabilinu. Nú er hins vegar ljóst að róðurinn er mun þyngri en áætlanir á síðasta kjörtímabili gerðu ráð fyrir. Öll sveitarfélög takast nú á við aukinn kostnað í kjölfar kjarasamningsbreytinga og skuldsetning fyrri ára er íþyngjandi í þeirri glímu. Rekstrargreining bæjarins, eitt af forgangsverkefnum nýs meirihluta, er mikill styrkur í þeirri áskorun sem fram undan er. Nú þarf að taka höndum saman við að rétta fjárhaginn til framtíðar með markvissum hætti, snúa vörn í sókn og efla bæjarfélagið. Fjölmörg umbótaverkefni hafa þegar farið af stað og önnur eru í undirbúningi í ráðum og nefndum bæjarins. Við ætlum að koma Hafnarfirði í fremstu röð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Rósa Guðbjartsdóttir Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Niðurstöður ítarlegrar greiningar á fjárhag og rekstri stofnana Hafnarfjarðarbæjar liggja nú fyrir. Það var eitt af fyrstu verkefnum nýs meirihluta Sjálfstæðisflokks og Bjartrar framtíðar í bæjarstjórn að fá óháða ráðgjafa til þess verks. Ráðgjafarnir lögðu fram hundruð tillagna um hvernig bæta mætti reksturinn, ná fram meiri skilvirkni í kerfinu og almennt ráðstafa betur fjármunum bæjarbúa með betri nýtingu innviða í huga og án þess að skerða þjónustu til íbúanna. Nokkrar tillagnanna, einkum þær er lutu að breytingum á stjórnkerfinu, hafa þegar komið til framkvæmda. Meðal annars hefur rekstrar-, fjármála- og lögfræðistarf bæjarins verið styrkt. Aðrar tillögur hafa verið lagðar fram og eru til lýðræðislegrar umfjöllunar í viðeigandi ráðum, nefndum og/eða hjá stjórnsýslu bæjarins. Næðu allar tillögur ráðgjafanna fram að ganga er talið að árleg útgjöld gætu minnkað um allt að 600 milljónir króna. Hafnarfjarðarbær hefur um árabil verið í hópi allra skuldsettustu sveitarfélaga landsins. Fyrstu verk meirihluta Bjartrar framtíðar og Sjálfstæðisflokks voru því að ráða bæjarstjóra með sterkan grunn í rekstri og fjármálum sveitarfélaga og greina síðan tækifæri bæjarins til úrbóta á markvissan og ítarlegan hátt með aðstoð utanaðkomandi sérfræðinga. Í aðdraganda síðustu kosninga lá fyrir að brýnt væri að gera breytingar við stjórnun og rekstur sveitarfélagsins. Fyrir lá að sveitarfélagið hefði einfaldlega ekki borð fyrir báru kæmi til mikilla óvæntra útgjalda, vegna þungrar skuldastöðu. Nýlegar og fyrirsjáanlegar launahækkanir og auknar lífeyrisskuldbindingar eru því mikil áskorun fyrir Hafnarfjarðarbæ. Nýr meirihluti gerði sér grein fyrir því að viðsnúningur í fjárhag bæjarins yrði eitt af stóru verkefnunum á kjörtímabilinu. Nú er hins vegar ljóst að róðurinn er mun þyngri en áætlanir á síðasta kjörtímabili gerðu ráð fyrir. Öll sveitarfélög takast nú á við aukinn kostnað í kjölfar kjarasamningsbreytinga og skuldsetning fyrri ára er íþyngjandi í þeirri glímu. Rekstrargreining bæjarins, eitt af forgangsverkefnum nýs meirihluta, er mikill styrkur í þeirri áskorun sem fram undan er. Nú þarf að taka höndum saman við að rétta fjárhaginn til framtíðar með markvissum hætti, snúa vörn í sókn og efla bæjarfélagið. Fjölmörg umbótaverkefni hafa þegar farið af stað og önnur eru í undirbúningi í ráðum og nefndum bæjarins. Við ætlum að koma Hafnarfirði í fremstu röð.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar