„Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín?“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 28. október 2015 18:00 Sýrlenska stúlkan Julia sem hefur verið á flótta næstum hálfa ævi sína. mynd/kinan kadouni Þórunn Ólafsdóttir, sem starfaði sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos þangað sem flóttamenn hafa streymt síðustu misseri, deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á Facebook-síðu sinni í gær. Fjallað hefur verið um mál þeirra Wael Aliyadah, Feryal Aldahsah og dætra þeirra Jouli og Jönu í fjölmiðlum en þau sóttu um hæli hér fyrr á árinu. Útlendingastofnun hefur hins vegar synjað fjölskyldunni um málsmeðferð þar sem þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í færslu sinni segir Þórunn frá því að hún hafi hitt fjölskylduna á dögunum en stúlkurnar tvær eru byrjaðar í aðlögun á leikskóla. „Mamma þeirra ljómaði þegar hún sagði mér á ótrúlega góðri íslensku að þær hefðu verið að byrja í leiksóla. Á því rúma ári sem fjölskyldan dvaldi í Grikklandi, eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi, bauðst þeim ekki einu sinni þak yfir höfuðið og skólaganga fyrir börnin var ansi fjarlægur draumur. Þar áttu þau fullt í fangi með áhyggjur sínar af næstu máltíð,“ segir Þórunn meðal annars. Þá segir hún jafnframt frá fordómum sem fjölskyldan mætti í Grikklandi. Faðirinn, Wael, hafi meðal annars oft farið í kirkjuna og beðið um mat en hann fékk oft að heyra það fyrir að vera múslimi. Auk þess var algengt að fólk leyfði ekki börnunum sínum að leika við þær Jönu og Jouli af því að þær eru flóttamenn."Þetta er ég" sagði Jana brosandi og sýndi okkur Kinan myndina af sér. Hælisleitandi. Flóttabarn. Neðst í kerfinu,...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, 27 October 2015Þórunn Ólafsdóttir„Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis?“ Þórunn furðar sig á því afstöðu Útlendingastofnunar til hælisumsóknar fjölskyldunnar: „Hér á Íslandi hefur fjölskyldan mætt góðmennsku og velvilja, að eigin sögn. Allra nema Útlendingastofnunnar. Það á nefnilega að senda þau aftur í helvítið í Grikklandi, þar sem þeirra bíður ekkert nema eymdin. „Ef engin önnur lausn finnst, viltu þá kanna hvort að þau geti amk leyft börnunum að vera hérna? Ef ég neyðist til að fara, þá veit ég að þær eru öruggari á Íslandi.“ Spyr faðir þeirra mig, ókunnuga konu sem situr og drekkur te í stofunni þeirra. Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín? Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis? Er Útlendingastofnun gjörsamlega gengin af göflunum?“ Í þessu samhengi má svo benda á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur sagt að Grikkland sé ekki öruggur staður fyrir flóttamenn og því ekki að senda fólk aftur þangað. Þá sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að hún vildi skoða mál sýrlensku fjölskyldunnar sérstaklega. Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00 Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Þórunn Ólafsdóttir, sem starfaði sem sjálfboðaliði á grísku eyjunni Lesbos þangað sem flóttamenn hafa streymt síðustu misseri, deilir sögu sýrlenskrar fjölskyldu á Facebook-síðu sinni í gær. Fjallað hefur verið um mál þeirra Wael Aliyadah, Feryal Aldahsah og dætra þeirra Jouli og Jönu í fjölmiðlum en þau sóttu um hæli hér fyrr á árinu. Útlendingastofnun hefur hins vegar synjað fjölskyldunni um málsmeðferð þar sem þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi. Í færslu sinni segir Þórunn frá því að hún hafi hitt fjölskylduna á dögunum en stúlkurnar tvær eru byrjaðar í aðlögun á leikskóla. „Mamma þeirra ljómaði þegar hún sagði mér á ótrúlega góðri íslensku að þær hefðu verið að byrja í leiksóla. Á því rúma ári sem fjölskyldan dvaldi í Grikklandi, eftir að hafa flúið stríðið í Sýrlandi, bauðst þeim ekki einu sinni þak yfir höfuðið og skólaganga fyrir börnin var ansi fjarlægur draumur. Þar áttu þau fullt í fangi með áhyggjur sínar af næstu máltíð,“ segir Þórunn meðal annars. Þá segir hún jafnframt frá fordómum sem fjölskyldan mætti í Grikklandi. Faðirinn, Wael, hafi meðal annars oft farið í kirkjuna og beðið um mat en hann fékk oft að heyra það fyrir að vera múslimi. Auk þess var algengt að fólk leyfði ekki börnunum sínum að leika við þær Jönu og Jouli af því að þær eru flóttamenn."Þetta er ég" sagði Jana brosandi og sýndi okkur Kinan myndina af sér. Hælisleitandi. Flóttabarn. Neðst í kerfinu,...Posted by Þórunn Ólafsdóttir on Tuesday, 27 October 2015Þórunn Ólafsdóttir„Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis?“ Þórunn furðar sig á því afstöðu Útlendingastofnunar til hælisumsóknar fjölskyldunnar: „Hér á Íslandi hefur fjölskyldan mætt góðmennsku og velvilja, að eigin sögn. Allra nema Útlendingastofnunnar. Það á nefnilega að senda þau aftur í helvítið í Grikklandi, þar sem þeirra bíður ekkert nema eymdin. „Ef engin önnur lausn finnst, viltu þá kanna hvort að þau geti amk leyft börnunum að vera hérna? Ef ég neyðist til að fara, þá veit ég að þær eru öruggari á Íslandi.“ Spyr faðir þeirra mig, ókunnuga konu sem situr og drekkur te í stofunni þeirra. Er til meiri örvænting en að biðja ókunnugt fólk fyrir börnin sín? Er til meiri mannvonska en að senda fólk á flótta til helvítis? Er Útlendingastofnun gjörsamlega gengin af göflunum?“ Í þessu samhengi má svo benda á að Ólöf Nordal, innanríkisráðherra, hefur sagt að Grikkland sé ekki öruggur staður fyrir flóttamenn og því ekki að senda fólk aftur þangað. Þá sagði Unnur Brá Konráðsdóttir, formaður allsherjarnefndar, að hún vildi skoða mál sýrlensku fjölskyldunnar sérstaklega.
Flóttamenn Tengdar fréttir Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15 Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00 Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45 „Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Dráttarvéladagur er á Blikastöðum í dag Beiðni Oscars hafnað: „Það bíður hans engin birta, það er enginn þarna“ Nýr meirihluti komi ekki til greina Umsókn Oscars um landvistarleyfi hafnað og nýr meirihluti útilokaður Þrjár erlendar stúlkur með hæstu einkunn í FÁ Sjá meira
Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Formaður allsherjarnefndar telur að endurskoða eigi þá ákvörðun að vísa sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn úr landi. 18. október 2015 20:15
Flóttamaður frá Íran: Komið fram við mig eins og glæpamann Prédikun í Laugarneskirkju í morgun var að hluta til tileinkuð tveimur hælisleitendum frá Íran sem vísað hefur verið frá Íslandi. 18. október 2015 20:00
Tæplega 8000 Íslendingar krefjast hælis fyrir Telati fjölskylduna Ákvörðun Útlendingastofnunar um að synja albönsku fjölskyldunni um hæli hér á landi hefur vakið gríðarlega viðbrögð eins og dagsgömul undirskriftasöfnun ber með sér. 18. október 2015 22:45
„Sameinast um að gera líf hælisleitenda á Íslandi að lifandi helvíti“ Benjamín Julian, talsmaður samtakanna Ekki fleiri brottvísanir, segir niðurdrepandi að reyna að hjálpa flóttamönnum að fá hæli á Íslandi. 20. október 2015 18:02