Þórður glímdi við áfengi og vímuefni: Mætti fullur á æfingu Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2015 17:53 Þórður Ingason. Vísir Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Þórður Ingason, markvörður Fjölnis, segir frá baráttu sinni við áfengis- og vímuefnaneyslu í ítarlegu viðtali við Fótbolta.net í dag. Þórður missti sæti sitt í byrjunarliði Fjölnis í byrjun september og var settur í agabann út tímabilið í Pepsi-deild karla. Ástæðan var ei nföld. „Ég mætti eiginlega fullur á æfingu,“ sagði Þórður sem hafði verið drukkinn tvö kvöld í röð og sofið í aðeins klukkutíma áður en hann mætti á æfinguna á laugardegi. „Ég man án gríns lítið eftir þessari æfingu,“ sagði Þórður sem missti sætið strax sætið sitt. Þetta var þó ekki einsdæmi því Þórður lýsir í viðtalinu hvernig hann hefur barist við bakkus undanfarin ár.Sjá einnig: Agabann Þórðar nær út tímabilið | Óvíst með framtíðina Meðal þess sem hann nefnir er sumarið 2010 þegar hann var varamarkvörður Lars Ivar Moldskred hjá KR. Þegar líða tók á tímabilið fór hann út á lífið um helgar þó svo að það væri verið að spila á sunnudögum. „Maður var þunnur á bekknum í leikjum og vonaði að þurfa ekki að koma inn á. Hann var alltaf að láta næstum því reka sig út af þessi Norðmaður í markinu. Ég hugsaði bara „fokk“ á bekknum og óttaðist að þurfa að koma inn á. Ég var bara 22 ára og þetta var of stórt fyrir mig.“ Hann segir að streitan og feluleikirnir hafi farið illa með sig í gegnum árin og þó svo að hann hafi getað hætt að neyta áfengis í skamman tíma var næsta fyllerí alltaf planð. Hann er nýkominn úr meðferð og þessi 27 ára markvörður ætlar að halda áfram í boltanum - hvort sem er að það verður hjá Fjölni eða í öðru liði. „Ég vonast eftir að fá tækifæri. Ég get sagt hvað sem er. Ég get sitið hér og logið öllum fjandanum en ég þarf að sýna þetta í verki. Þau lið sem hafa áhuga á mér sjá vonandi að ég er að gera eitthvað róttækt í mínum málum. Ég er mjög ánægður með sjálfan mig núna að hafa tekið þetta skref. Þetta er eitthvað sem ég vildi gera því ég nenni ekki þessari vanlíðan sem fylgir þessu. Ég vil komast í andlegt jafnvægi og segja skilið við hitt,” sagði Þórður. Viðtalið má lesa í heild sinni á Fótbolta.net.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn Járnkona sundsins kveður Sport Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Djovokic segir að það hafi verið eitrað fyrir sér Sport HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira