Tekjur af ferðamönnum mun lægri en talið var Sveinn Arnarsson skrifar 29. október 2015 07:00 Ferðamönnum á Íslandi fer fjölgandi og talið að tekjur af komu erlendra ferðamanna verði um 350 milljarðar á þessu ári. Fréttablaðið/Pjetur Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira
Tekjur af erlendum ferðamönnum sem koma til Íslands eru stórlega ofmetnar að mati sérfræðinga við Rannsóknamiðstöð ferðamála. Tekjur af erlendum ferðamönnum eru aðeins tæp 60 prósent af þeim upphæðum sem gefnar hafa verið upp til þessa. Þannig eru bæði stóriðja og sjávarútvegur stærri útflutningsgreinar en ferðaþjónustan. Í nýjum Vegvísi í ferðaþjónustu er lögð áhersla á áreiðanleg gögn um stöðu ferðaþjónustunnar. Hefur verið talað um að tekjur af ferðaþjónustu geti numið um 1.000 milljörðum árið 2030. Í rauninni eru aðeins 60 prósent þessa tekjur af komu erlendra ferðamanna. Hin 40 prósentin verða til erlendis. Í vegvísinum er aðeins fjallað um innlenda þætti ferðaþjónustunnar.Edward HuijbensDr. Edward Hákon Huijbens og Dr. Cristi Frent segja í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag að heppilegra sé að ræða um tekjur af erlendum ferðamönnum í stað útflutningstekna ferðaþjónustu. Sú mynd sem sé sett upp sé villandi og samræmist ekki alþjóðlegum stöðlum. „Réttara væri að horfa á slíkan samanburð út frá neyslu erlendra ferðamanna sem koma hingað til lands og er það í takti við alþjóðlegar forskriftir, sem jafnframt skapa grunn til samanburðar við tekjur af ferðaþjónustu í öðrum löndum,“ segir í grein þeirra. „Við höfum verið að horfa upp á kapphlaup um að ferðaþjónustan sé stærst og best. Þannig fer hún áfram með stærstu mögulegu tölurnar í tekjum til þjóðarbúsins. Það getur þýtt í stóra samhenginu að menn fari í of miklar fjárfestingar því þeir telji meiri fjármuni í innlendri ferðaþjónustu en er í rauninni,“ segir Edward Hákon. „Við skiljum ekki af hverju stjórnstöð ferðamála setur þetta svona fram. Af hverju er þörf á því að vera með rangar tölur. Stjórnvöld vita að tölur þeirra eru ekki réttar. Að mínu mati er þetta ekki fölsun heldur skilningsleysi stjórnvalda.“Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri SAFHelga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar, segir þessar tölur ekki geta valdið ofþenslu eða offjárfestingu í greininni. „Innlendir fjárfestar skoða vel þær tölulegu upplýsingar og gögn sem fyrir liggja hverju sinni. Fjárfesting í hótelbyggingum fer til að mynda almennt eftir tölum og spám um fjölda erlendra ferðamanna á viðkomandi stað, upplýsingum um önnur hótel á því svæði og öðru slíku,“ segir Helga Árnadóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar. „Ég treysti markaðnum til að taka réttar ákvarðanir, en hins vegar hefur markaðurinn lengi kallað eftir frekari rannsóknum og framleiðslu tölfræðiupplýsinga til að byggja ákvarðanir sínar á.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Erlent Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Erlent Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Innlent Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Erlent Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Erlent Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Innlent Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Innlent Fleiri fréttir Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Lögreglurannsókn á banaslysi í Brúará „svo til“ lokið Nauðsynlegt að fólk fái úrræði til að vernda sig frá djúpfölsunum Enginn handtekinn eftir hópslagsmálin Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Sjá meira