Fréttastofan hefur áður greint frá máli Thuy Nguyen og eiginmanns hennar Van Hao en félagsráðgjafi á Landspítalanum lak persónuupplýsingum um þau til Útlendingastofnunnar eftir að hjónin leituðu til ráðgjafans.
Ólafur Baldursson, framkvæmdastjóri lækninga á Landspítalanum, telur leka á persónuupplýsingum hjónanna til Útlendingastofnunnar ekki vera merki um bresti í innra eftirliti sjúkrahússins. „Það er sem betur fer sjaldgæft að svona mál komi upp, enda tökum við þagnarskylduna mjög alvarlega. Hún er lögbundin og bundin í ráðningasamninga og siðareglur. Við erum með ákveðið eftirlit í gangi og það er rétt að minna á að það eru ákveðin viðurlög við því að svona gerist – bæði áminning og hugsanlega brottrekstur.“
Landspítalinn hefur kallað eftir gögnum frá Útlendingastofnun vegna málsins
"Svona atvik geta átt sér stað"

Tengdar fréttir

Víetnömsku hjónin íhuga að kæra Landspítalann til lögreglu
Landspítalinn lak upplýsingum til Útlendingastofnunar.

Víetnömsku hjónin stíga fram: „Þetta er sönn ást“
Víetnömsk hjón sem eru til rannsóknar vegna gruns um málamyndahjónaband segja málsmeðferðarlengd Útlendingastofnunar koma í veg fyrir að þau lifi eðlilegu lífi.

Félagsráðgjafi á LSH lak upplýsingunum
Grunur Útlendingastofnunar um málamyndahjónaband byggði á upplýsingum frá félagsráðgjafa sem hjónin leituðu til í tengslum við fæðingu dóttur þeirra.

Víetnömsku hjónin fá dvalarleyfi
Víetnömsk hjón, sem Útlendingastofnun óskaði eftir að lögregla rannsakaði vegna gruns um málamyndahjúskap, hafa fengið dvalarleyfi hér á landi. Þau kærðu Landspítalann í dag vegna leka á persónuupplýsingum til Útlendingastofnunar. Forstjóri persónuverndar segir slíka leka vera mannréttindabrot.