Pirelli dekk í Formúlu 1 til 2019 Finnur Thorlacius skrifar 12. október 2015 13:38 Formúlu 1 dekk Pirelli. Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips. Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent
Tilkynnt var um framhaldssamning við Pirelli dekkjaframleiðandann í Formúlu 1 samhliða kappakstrinum í Sochi í Rússlandi um helgina. Mun ítalski framleiðandinn útvega dekk fyrir alla keppnisbíla akstursraðarinnar til ársins 2019. Pirelli hefur útvegað dekkin undir Formúlu 1 bílana frá árinu 2011, en þá leysti Pirelli Bridgestone af sem eini framleiðandi dekkja fyrir Formúlu 1. Allt eins hafði verið búist við því að Michelin tæki við af Pirelli, en svo fór ekki að lokum. Helsta spurningin er nú hvort Pirelli mun breyta dekkjum sínum í samráði við keppnisliðin í Formúlu 1 eða útvega sömu dekk og áður. Pirelli dekkin hafa verið gagnrýnd af sumum keppnisliðunum fyrir áherslu á að endast vel á kostnað grips.
Mest lesið Ástæða fyrir því að genaumræðan hafi ekki náð mikilli útbreiðslu Innlent Veðurvaktin: Biðja fólk að halda sig heima í kvöld Veður Karlmaður lést í Bláa lóninu Innlent Hlýni á föstudag og snjórinn geti horfið í næstu viku Veður Færeyingar marka leið fyrir risastór neðansjávargöng Erlent Ráðgjafinn ráðinn tveimur dögum eftir að grennslast var fyrir um málið Innlent Stærsti fellibylur í sögu Jamaíka Erlent Ungur Miðflokksmaður gengst við rasisma og segir af sér Innlent Flugmaðurinn sem fórst millilenti oft í Reykjavík Innlent „Alvöru“ jólasveinn gisti á Hótel Rangá Innlent