Örfá orð um framlag okkar til Feneyjatvíæringsins Finnur Arnar og Áslaug Thorlacius skrifar 13. október 2015 07:00 Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Thorlacius Feneyjatvíæringurinn Mest lesið Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Samstarf er lykill að framtíðinni Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæði? Dagur B. Eggertsson skrifar Sjá meira
Um daginn brugðum við hjónin okkur til Feneyja til að skoða myndlist. Feneyjatvíæringinn er einn stærsti myndlistarviðburður í heiminum en hann er haldinn annað hvert ár, stendur þá í u.þ.b. sex mánuði og dregur á þeim tíma til sín yfir 300.000 gesti. Þungamiðjan er annars vegar sýning í tveimur hlutum sem stjórnað er af listrænum stjórnanda og hins vegar þjóðarskálar sem eru á ábyrgð yfirvalda menningarmála í viðkomandi landi. Að auki er síðan fjöldi sjálfstæðra viðburða, ýmist undir hatti hátíðarinnar eða algjörlega óháðir. Við vorum að frá morgni til kvölds og giskum á að á fjórum dögum höfum við séð verk eftir 3-400 listamenn á hátt á annað hundrað sýningum. Verkin voru allskonar, sum höfðuðu ekki til okkar, mörg voru góð og nokkur algjörlega stórkostleg. Myndlist er öflugur tjáningarmiðill sem varpar allt annarskonar ljósi á viðfangsefnið en tungumálið. Hún er sem slík mjög mikilvæg því hún víkkar sýn okkar á tilveruna og dýpkar skilning okkar á lífinu. Skilaboð myndlistarinnar geta höfðað til ýmissa skilningarvita, þau geta verið vitræn og tilfinningaleg en upplifun sem áhorfandi verður fyrir er sjaldnast hægt að lýsa til fulls með orðum. Á tvíæringnum að þessu sinni fjalla fjölmörg verk um þau erfiðu mál sem hæst ber í samtímanum; fólk á flótta, stríð, landamæri, fordóma og mismunun af ýmsu tagi. Efnistökin eru jafn ólík og verkin eru mörg en framlag Íslands að þessu sinni, telst tvímælalaust til þessa hóps verka. Við getum sannarlega verið stolt af okkar framlagi en Moska Christofs Büchels er gríðarlega áhrifaríkt og marglaga verk. Hugmyndin er einföld í stærð sinni og útfærslan óaðfinnanleg. Verkið er hápólitískt en líka friðsælt og fallegt. Það felur ekki í sér neina predikun en vekur upp fjölmargar spurningar og kveikir sterkar tilfinningar. Við erum þeirrar skoðunar að verkið sé á slíkum skala að ekki sé hægt að bera það saman við nokkurt annað verk á hátíðinni. xxx Látum ekki þagga niður í okkur Við vorum svo lánsöm að komast inn í Moskuna en eins og flestir vita var henni lokað fljótlega eftir að tvíæringurinn hófst. Sú staðreynd hefur fengið undarlega litla umræðu. Það er sérlega áhugavert frá tveimur sjónarhornum. Annars vegar því að yfirstjórn tvíæringsins sem á að heita helsti vettvangur framsækinnar myndlistar í heiminum skuli sætta sig við að fordómar íhaldsafla í borgarstjórn Feneyja stjórni því hvað þar er sýnt og hvað ekki. Það eitt er ótrúlegt og fáránlegt! Hitt er að við Íslendingar skulum ekki mótmæla þessari yfirgangsfullu ritskoðun af meiri krafti. Hvað myndum við gera ef sett yrði bann á framlag okkar til Eurovision eða Bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs? Hvað erum við eiginlega að hugsa? Viljum við ekki einmitt gera okkur sem mest gildandi á alþjóðavettvangi? Vorum við ekki t.d. að sækjast eftir sæti í Öryggisráði SÞ fyrir stuttu? Það vantar ekki áhugann meðal sýningargesta. Þrátt fyrir að þessi gamla afhelgaða kirkja sé töluvert utan alfaraleiðar var stöðugur straumur fólks sem vildi skoða Moskuna. Við viljum ekki trúa því að áhugaleysi okkar Íslendinga tengdist þeirri staðreynd að íslenski listamaðurinn, Christof Büchel, er aðfluttur. Við skorum á yfirvöld menningarmála að krefjast þess að sýningarskáli Íslands í Feneyjum verði opnaður almenningi á ný. Tvíæringurinn stendur til 22. nóvember þannig að enn ætti töluverður fjöldi gesta möguleika á að sjá okkar framlag. Stöndum með þessu glæsilega verki. Látum ekki þagga svona auðveldlega niður í okkur!
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar
Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson Skoðun