Segir sölu Arion banka á hlutum í Símanum dæmi um „spilavítiskapítalisma“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. október 2015 13:47 Össur Skarphéðinsson. vísir/vilhelm Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Össur segir að bankarnir séu saman að innleiða hér það sem hann kallar „spilavítiskapítalisma“ og segir fyrsta dæmið útboð Arion banka á hlutabréfum í Símanum. „Þar hyglaði Arion sérvöldum viðskiptavinum og útvöldum starfsmönnum með því að leyfa þeim að kaupa hluti í Símanum á lægri gengi en útboðsgengið var. Þannig fengu gæðingar á silfurfati 720 milljónir. Þetta eru fullkomlega óeðlilegir viðskiptahættir.“Sjá einnig:Guðlaugur Þór: „Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Að mati Össurar er þarna verið að innleiða svipaða viðskiptahætti „og áttu stóran þátt í hruni föllnu bankanna. Þegar hrunadansinn stóð sem hæst völdu bankarnir út fjárfestahópa sem fengu lán úr bönkunum gegn veði í hlutabréfum. Bankinn fjárfesti svo með þeim og þeir með bankanum. Lykilstarfsmenn fengu hlutdeild í öllum kaupum með afslætti. Áður en varði var komin fjórföld til áttföld gírun í pýramídana.“Vill kljúfa bankana í viðskiptabanka og fjárfestingabanka Þetta hugnast þingmanninum ekki en telur að Arion banki sé mögulega að bregðast við samkeppni frá bankanaum Kviku en hann varð til úr MP Straumi á dögunum. Össur gerir fréttatilkynningu bankans að umtalsefni. „Kvika lýsti yfir að bankinn hyggðist innleiða nýja fjárfestingastefnu sem snýr að „samvinnu bankans og viðskiptavinarins” sbr. fréttatilkynningu frá Kviku. Á mæltu máli þýðir þetta að eigendum, starfsmönnum og viðskiptavinum er þvælt saman í eina bendu. Þeir verða allir áhættufjárfestar, án aðgreiningar eða armslengdar sjónarmiða. Bankinn fjárfestir með viðskiptavinum og útvaldir viðskiptavinir með bankanum. Sérvaldir starfsmenn fá að dansa með til að ýta undir frumkvæði og framtak – og það stigmagnar áhættuna. Þegar vel gengur græða allir en þegar blæs á móti tapa allir..“ Össur telur að aðrar fjármálastofnanir munu leiðast inn á sömu braut. Hann vill því kljúfa banka í almenna viðskiptabanka og svo fjárfestingabanka: „Í því ljósi, og eitraðrar reynslu af samskonar gróðrabralli í aðdraganda hrunsins, ætti að vera skýlaus og ófrávíkjanleg krafa að kljúfa bankana í almenna viðskiptabanka og fjárfestingarbanka áður en gjaldeyrishöftum verður aflétt og bankarnir komast aftur á alþjóðlega fjárfestinga- og lánamarkaði. Almenningi verður ekki boðið á það ball. Hann mun hins vegar sitja uppi með afleiðingarnar - fyrr eða síðar.“Arion og Kvika endurreisa spilavítiskapítalismannArion banki og nýi bankinn, Kvika, sem til varð úr MP banka og...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, 13 October 2015 Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Össur Skarphéðinsson, þingmaður Samfylkingarinnar, vandar Kviku og Arion banka ekki kveðjurnar í nýrri færslu á Facebook-síðu sinni. Össur segir að bankarnir séu saman að innleiða hér það sem hann kallar „spilavítiskapítalisma“ og segir fyrsta dæmið útboð Arion banka á hlutabréfum í Símanum. „Þar hyglaði Arion sérvöldum viðskiptavinum og útvöldum starfsmönnum með því að leyfa þeim að kaupa hluti í Símanum á lægri gengi en útboðsgengið var. Þannig fengu gæðingar á silfurfati 720 milljónir. Þetta eru fullkomlega óeðlilegir viðskiptahættir.“Sjá einnig:Guðlaugur Þór: „Geta tæplega verið heilbrigðir og eðlilegir viðskiptahættir“ Að mati Össurar er þarna verið að innleiða svipaða viðskiptahætti „og áttu stóran þátt í hruni föllnu bankanna. Þegar hrunadansinn stóð sem hæst völdu bankarnir út fjárfestahópa sem fengu lán úr bönkunum gegn veði í hlutabréfum. Bankinn fjárfesti svo með þeim og þeir með bankanum. Lykilstarfsmenn fengu hlutdeild í öllum kaupum með afslætti. Áður en varði var komin fjórföld til áttföld gírun í pýramídana.“Vill kljúfa bankana í viðskiptabanka og fjárfestingabanka Þetta hugnast þingmanninum ekki en telur að Arion banki sé mögulega að bregðast við samkeppni frá bankanaum Kviku en hann varð til úr MP Straumi á dögunum. Össur gerir fréttatilkynningu bankans að umtalsefni. „Kvika lýsti yfir að bankinn hyggðist innleiða nýja fjárfestingastefnu sem snýr að „samvinnu bankans og viðskiptavinarins” sbr. fréttatilkynningu frá Kviku. Á mæltu máli þýðir þetta að eigendum, starfsmönnum og viðskiptavinum er þvælt saman í eina bendu. Þeir verða allir áhættufjárfestar, án aðgreiningar eða armslengdar sjónarmiða. Bankinn fjárfestir með viðskiptavinum og útvaldir viðskiptavinir með bankanum. Sérvaldir starfsmenn fá að dansa með til að ýta undir frumkvæði og framtak – og það stigmagnar áhættuna. Þegar vel gengur græða allir en þegar blæs á móti tapa allir..“ Össur telur að aðrar fjármálastofnanir munu leiðast inn á sömu braut. Hann vill því kljúfa banka í almenna viðskiptabanka og svo fjárfestingabanka: „Í því ljósi, og eitraðrar reynslu af samskonar gróðrabralli í aðdraganda hrunsins, ætti að vera skýlaus og ófrávíkjanleg krafa að kljúfa bankana í almenna viðskiptabanka og fjárfestingarbanka áður en gjaldeyrishöftum verður aflétt og bankarnir komast aftur á alþjóðlega fjárfestinga- og lánamarkaði. Almenningi verður ekki boðið á það ball. Hann mun hins vegar sitja uppi með afleiðingarnar - fyrr eða síðar.“Arion og Kvika endurreisa spilavítiskapítalismannArion banki og nýi bankinn, Kvika, sem til varð úr MP banka og...Posted by Össur Skarphéðinsson on Tuesday, 13 October 2015
Alþingi Tengdar fréttir Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27 „Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38 Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00 Mest lesið Heimsskortur á pistasíum vegna Dúbaí-súkkulaðis Viðskipti erlent Hvar er opið um páskana? Neytendur Elskar kaffi að ítölskum sið og línulega dagskrá Atvinnulíf Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Systkinin öll verið forsetar: „Tvö félög, tvöfalt stuð!“ Atvinnulíf Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Viðskipti innlent Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Viðskipti erlent Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf „Tek góða bæn, þakka fyrir daginn og sofna á núll einni“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Bréf í Símanum seld á þriðjungi hærra gengi en fjárfestar og forstjórinn keyptu á Hlutur fjárfestanna hefur hækkað um 440 milljónir króna síðan í ágúst. 8. október 2015 10:27
„Markmið okkar var einfaldlega að ná fram góðu verði fyrir bankann“ Höskuldur Ólafsson bankastjóri Arion banka segir að bankinn sé alltaf tilbúinn að endurskoða þá aðferðarfræði sem er notuð við hlutabréfaútboð. 12. október 2015 18:38
Arion óttaðist lægra verð yrði allt selt í einu Arion banki óttaðist að lægra verð fengist fyrir eignarhlut sinn í Símanum yrði 31 prósents eignarhlutur seldur í einu lagi. 10. október 2015 07:00