„Okkur finnst við sitja eftir“ Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 13. október 2015 21:42 Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli. Verkfall 2016 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira
Loka þarf deildum á Landspítalanum ef til verkfalls sjúkraliða og SFR kemur. Starfsmenn á leið í verkfall segjast tilbúnir í hörku þar sem ríkisstjórnin hlusti ekki á þá. Rétt tæpur sólarhringur er í að verkfallsaðgerðir fimm þúsund og fimm hundruð ríkisstarfsstarfsmanna í Sjúkraliðafélagi Íslands og SFR-stéttarfélagi í almannaþjónustu hefjist. Stór hluti þeirra starfa á Landspítalanum eða 1.600 manns. „Við höfum miklar áhyggjur af þessum verkföllum og teljum að þau muni hafa mjög truflandi áhrif strax frá upphafi,“ segir Páll Matthíasson forstjóri Landspítalans. Sjúkraliðar starfa víða á spítalanum og það sama á við um SFR félagsmenn. Þeir sinna meðal annars flutningum sjúklinga, starfa í eldhúsi spítalans og þvottahúsi. „Við munum þurfa að loka einhverjum deildum en reynum að komast hjá því eins og mest er hægt. Þetta mun hafa truflandi áhrif á aðgerðir,“ segir Páll og að biðlistar eftir skurðaðgerðum komi því til með að halda áfram að lengjast. Gísli Helgason hefur starfað á spítalanum í hátt í sautján ár en hann er félagi í SFR. Hann vinnur á flutningadeild spítalans sem meðal annars sér um að flytja sjúklinga, fer með sýni í rannsóknir og dreifir pósti. Hann er nú á leið í verkfall. „Eitthvað verður að gera. Ekki er hlustað á okkur. Ekki gerir ríkisstjórnin það,“ segir Gísli Helgason. Hann segir félagsmenn ósátta við kjör sín. „Við erum alveg á lægstu töxtum sem hægt er að finna hjá SFR,“ segir Gísli. Lægstu laun SFR félaga sem starfa á spítalanum er um 230 þúsund krónur fyrir skatta. Hann segir flesta í deildinni fá útborgað um 220 þúsund krónur eftir skatta. „Þeir eru búnir að semja við læknana, hjúkrunarfræðingana, röntgentæknana og allt svona þannig að okkur finnst við sitja eftir og eigum bara að sitja þar,“ segir Gísli.
Verkfall 2016 Mest lesið Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Innlent Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Björguðu dreng úr gjótu Innlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent „Það eru ekki skattahækkanir“ Innlent Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Innlent Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Innlent Friðrik Ólafsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Órói mældist við Torfajökul Oddviti ætlar ekki að hætta sem formaður Veiðifélags Þjórsár Sagði Sólveigu Önnu tala eins og Trump: „Horfðu í spegil!“ Sjá meira