Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 22:01 Jón Daði kom aftur inn í liðið eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, fékk harða tæklingu í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld sem tapaðist, 1-0. Selfyssingurinn var tæklaður fast aftan frá og fékk Tyrkinn sem hlóð í tæklinguna réttilega beint rautt spjald. „Ég var hræddur um hnéð því ég er búinn að vera tæpur í hnénu. Það var áhyggjuefnið fyrstu þrjár sekúndurnar en svo áttaði ég mig á að þetta var ekki eins vont og ég hélt þetta yrði,“ sagði Jón Daði við Vísi eftir leikinn. „Þetta var klárlega rautt. Hann var alltof seinn og fór virkilega hátt með löppina. Þetta var stórhættulegt sérstaklega þar sem hann tæklaði mig í fótinn sem ég stóð í.“ Jón Daði var, eins og aðrir leikmenn liðsins, ánægður með frammistöðuna og fannst að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og fínt lið sem við erum að spila á móti. Ég er ágætlega ánægður með frammistöðu okkar. Við spiluðum fínan bolta og beittum fínum skyndisóknum af og til. Í heildina getum við bara verið ánægður með frammistöðuna. Fótboltinn er svo ósanngjarn eins og sást með því að fá aukaspyrnu í samskeytin í lokin,“ sagði Jón Daði, en hvað með sóknarleik íslenska liðsins sem var ekki öflugur í kvöld. „Það var mikið af hálfærum hjá okkur og vantaði aðeins herslumuninn. Ég komst til dæmis einn inn fyrir og átti þar lélega snertingu. Engu að síður var fínt flæði í sóknarleiknum og við vorum sterkir varnarlega eins og alltaf.“ Framherjinn ungi sagði upplifunina að spila í Konya í kvöld vera magnaða en stemningin var svakaleg. „Þetta var geggjað. Þetta er það sem maður vill upplifa sem fótboltamaður: Að spila fyrir framan 40 þúsund manns í svona látum. Þetta var eins og stríð. Bara geðveikt gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, fékk harða tæklingu í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld sem tapaðist, 1-0. Selfyssingurinn var tæklaður fast aftan frá og fékk Tyrkinn sem hlóð í tæklinguna réttilega beint rautt spjald. „Ég var hræddur um hnéð því ég er búinn að vera tæpur í hnénu. Það var áhyggjuefnið fyrstu þrjár sekúndurnar en svo áttaði ég mig á að þetta var ekki eins vont og ég hélt þetta yrði,“ sagði Jón Daði við Vísi eftir leikinn. „Þetta var klárlega rautt. Hann var alltof seinn og fór virkilega hátt með löppina. Þetta var stórhættulegt sérstaklega þar sem hann tæklaði mig í fótinn sem ég stóð í.“ Jón Daði var, eins og aðrir leikmenn liðsins, ánægður með frammistöðuna og fannst að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og fínt lið sem við erum að spila á móti. Ég er ágætlega ánægður með frammistöðu okkar. Við spiluðum fínan bolta og beittum fínum skyndisóknum af og til. Í heildina getum við bara verið ánægður með frammistöðuna. Fótboltinn er svo ósanngjarn eins og sást með því að fá aukaspyrnu í samskeytin í lokin,“ sagði Jón Daði, en hvað með sóknarleik íslenska liðsins sem var ekki öflugur í kvöld. „Það var mikið af hálfærum hjá okkur og vantaði aðeins herslumuninn. Ég komst til dæmis einn inn fyrir og átti þar lélega snertingu. Engu að síður var fínt flæði í sóknarleiknum og við vorum sterkir varnarlega eins og alltaf.“ Framherjinn ungi sagði upplifunina að spila í Konya í kvöld vera magnaða en stemningin var svakaleg. „Þetta var geggjað. Þetta er það sem maður vill upplifa sem fótboltamaður: Að spila fyrir framan 40 þúsund manns í svona látum. Þetta var eins og stríð. Bara geðveikt gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Fótbolti Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Fótbolti „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Körfubolti Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Fótbolti Dagskráin í dag: Enski boltinn og margt fleira Sport Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Körfubolti Liverpool loks á sigurbraut á ný Enski boltinn Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Fótbolti Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Körfubolti Fleiri fréttir Vara við því að „töfradrykkur“ Haaland geti valið matareitrun Eins og á gamlárskvöldi á Íslandi inni á leikvanginum Ótrúleg varnartölfræði Arsenal í október Sjáðu brot af því besta úr enska boltanum í dag Juventus landaði sigri í fyrsta leik Spalletti Liverpool loks á sigurbraut á ný Valencia engin fyrirstaða fyrir Real Madrid Lánleysi Úlfanna algjört og Palace aftur á sigurbraut Pedro afgreiddi Tottenham Arsenal með sjö stiga forystu á toppnum Emelía innsiglaði sigurinn og liðið á toppnum Andri Lucas í beinni í Doc Zone: „Við setjum hann í skeytin“ Glódís Perla og félagar létu ekki áfall í byrjun stoppa sig Amad bjargaði stigi fyrir United Andri Lucas var kóngurinn á King Power í dag Diljá norskur meistari með Brann Alexandra skoraði en hræðilegur fyrri hálfleikur eyðilagði allt Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka Liverpool féll síðast þegar liðið tapaði fimm í röð Fyrrum þjálfari ársins notaði gervigreindina til að hjálpa sér „Ég er ekki Schmeichel í dulargervi“ FH-ingar kveðja Kjartan Henry Arne Slot: „Þetta er síðasta spurningin sem ég átti von á“ 149 tyrkneskir dómarar í bann vegna veðmála Segir sönginn um Jota á tuttugustu mínútu hafa áhrif á leik Liverpool Harma rasíska og transfóbíska grein liðsfélaga Sveindísar Kóngarnir í Færeyjum: Töpuðu ekki leik allt tímabilið Haaland fór sem Jókerinn að versla bleyjur Fullkomin þrenna kom Lampard úr sjöunda himni Jóladagskráin klár: Hefðin brotin og aðeins einn leikur annan í jólum Sjá meira
Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10
Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21