Jón Daði: Þetta var geðveikt skemmtilegt stríð Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 13. október 2015 22:01 Jón Daði kom aftur inn í liðið eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla. vísir/getty Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, fékk harða tæklingu í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld sem tapaðist, 1-0. Selfyssingurinn var tæklaður fast aftan frá og fékk Tyrkinn sem hlóð í tæklinguna réttilega beint rautt spjald. „Ég var hræddur um hnéð því ég er búinn að vera tæpur í hnénu. Það var áhyggjuefnið fyrstu þrjár sekúndurnar en svo áttaði ég mig á að þetta var ekki eins vont og ég hélt þetta yrði,“ sagði Jón Daði við Vísi eftir leikinn. „Þetta var klárlega rautt. Hann var alltof seinn og fór virkilega hátt með löppina. Þetta var stórhættulegt sérstaklega þar sem hann tæklaði mig í fótinn sem ég stóð í.“ Jón Daði var, eins og aðrir leikmenn liðsins, ánægður með frammistöðuna og fannst að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og fínt lið sem við erum að spila á móti. Ég er ágætlega ánægður með frammistöðu okkar. Við spiluðum fínan bolta og beittum fínum skyndisóknum af og til. Í heildina getum við bara verið ánægður með frammistöðuna. Fótboltinn er svo ósanngjarn eins og sást með því að fá aukaspyrnu í samskeytin í lokin,“ sagði Jón Daði, en hvað með sóknarleik íslenska liðsins sem var ekki öflugur í kvöld. „Það var mikið af hálfærum hjá okkur og vantaði aðeins herslumuninn. Ég komst til dæmis einn inn fyrir og átti þar lélega snertingu. Engu að síður var fínt flæði í sóknarleiknum og við vorum sterkir varnarlega eins og alltaf.“ Framherjinn ungi sagði upplifunina að spila í Konya í kvöld vera magnaða en stemningin var svakaleg. „Þetta var geggjað. Þetta er það sem maður vill upplifa sem fótboltamaður: Að spila fyrir framan 40 þúsund manns í svona látum. Þetta var eins og stríð. Bara geðveikt gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson. EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson, framherji Íslands, fékk harða tæklingu í leiknum gegn Tyrklandi í kvöld sem tapaðist, 1-0. Selfyssingurinn var tæklaður fast aftan frá og fékk Tyrkinn sem hlóð í tæklinguna réttilega beint rautt spjald. „Ég var hræddur um hnéð því ég er búinn að vera tæpur í hnénu. Það var áhyggjuefnið fyrstu þrjár sekúndurnar en svo áttaði ég mig á að þetta var ekki eins vont og ég hélt þetta yrði,“ sagði Jón Daði við Vísi eftir leikinn. „Þetta var klárlega rautt. Hann var alltof seinn og fór virkilega hátt með löppina. Þetta var stórhættulegt sérstaklega þar sem hann tæklaði mig í fótinn sem ég stóð í.“ Jón Daði var, eins og aðrir leikmenn liðsins, ánægður með frammistöðuna og fannst að íslenska liðið hefði getað fengið meira út úr leiknum. „Þetta er gríðarlega erfiður útivöllur og fínt lið sem við erum að spila á móti. Ég er ágætlega ánægður með frammistöðu okkar. Við spiluðum fínan bolta og beittum fínum skyndisóknum af og til. Í heildina getum við bara verið ánægður með frammistöðuna. Fótboltinn er svo ósanngjarn eins og sást með því að fá aukaspyrnu í samskeytin í lokin,“ sagði Jón Daði, en hvað með sóknarleik íslenska liðsins sem var ekki öflugur í kvöld. „Það var mikið af hálfærum hjá okkur og vantaði aðeins herslumuninn. Ég komst til dæmis einn inn fyrir og átti þar lélega snertingu. Engu að síður var fínt flæði í sóknarleiknum og við vorum sterkir varnarlega eins og alltaf.“ Framherjinn ungi sagði upplifunina að spila í Konya í kvöld vera magnaða en stemningin var svakaleg. „Þetta var geggjað. Þetta er það sem maður vill upplifa sem fótboltamaður: Að spila fyrir framan 40 þúsund manns í svona látum. Þetta var eins og stríð. Bara geðveikt gaman,“ sagði Jón Daði Böðvarsson.
EM 2016 í Frakklandi Tengdar fréttir Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20 Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49 Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41 Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10 Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21 Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Handbolti Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti Fleiri fréttir Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Aston Villa mistókst að höggva í forskot Arsenal Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Karólína skoraði í sigri á Juventus Albert kom að marki í þriðja leiknum í röð Útivallarófarir Newcastle halda áfram „Ekki hrifinn af bauli eigin stuðningsmanna“ Genoa ekki tapað í fjórum leikjum í röð Íhuga að reka Glasner eftir reiðikastið Sjáðu hvernig United vann City og öll mörkin úr enska í gær Stefán Teitur sætti sig ekki við bekkjarsetu: „Það besta í stöðunni“ Mætti brjálaður í viðtal og hjólaði í stjórnina Pirrandi kvöld fyrir topplið Arsenal í Skírisskógi Salah klúðraði vítaspyrnu er Nígería tók þriðja sætið Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu Dagar Frank hjá Tottenham taldir? Benoný skoraði sigurmark Stockport Kærkominn sigur í fyrsta deildarleik Rosenior með Chelsea Víti í súginn í fjórða jafntefli Liverpool í röð Ísaki fórnað í langþráðum sigri Kölnar Birta hetja Genoa í frumrauninni Markaskorarinn Mbeumo: „Old Trafford var ótrúlegur í dag“ Mbappé á skotskónum í fyrsta sigrinum undir stjórn Arbeloa Draumabyrjun hjá Carrick KR fær tvo unga Ganverja „Stoltur að fá þetta tækifæri og tek því ekki sem sjálfsögðum hlut“ Alveg sama hvað Roy Keane hefur að segja Hákon horfði upp á tap er PSG tók toppsætið Líklegra að Vinícius Jr. framlengi við Real Madrid eftir brottför Xabi Alonso Sjá meira
Ragnar bestur í Konya | Einkunnir strákanna gegn Tyrklandi Miðverðirnir voru bestu menn vallarins í tapinu gegn Tyrklandi í lokaleik undankeppni EM 2016. 13. október 2015 21:20
Ragnar: Algjört kjaftæði Miðvörður Íslands var ekki ánægður með dóminn sem leiddi að sigurmarki Tyrklands í Konya í kvöld. 13. október 2015 20:49
Ögmundur: Létt að spila með frábærum miðvörðum eins og Kára og Ragga Markvörðurinn stóð sig ágætlega í Konya en þurfti að hirða boltann einu sinni úr netinu. 13. október 2015 21:41
Aron Einar: Kári vann einvígið heiðarlega Fyrirliðinn ánægður með leik íslenska liðsins en ósáttur við aukaspyrnuna. 13. október 2015 21:10
Svona var stemningin á vellinum hálftíma fyrir leik Magnað andrúmsloft að skapast á Torku Arena í Konya fyrir leik Tyrklands og Íslands. 13. október 2015 18:21