H&M kemur og fer Stjórnarmaðurinn skrifar 14. október 2015 09:30 Enn ein fréttin var skrifuð nú í gær um væntanlega komu sænska tískurisans H&M til Íslands. Í þetta skiptið var spjallað við framkvæmdastjóra Smáralindar sem staðfesti að hann hefði engar viðræður átt við forsvarsmenn H&M síðan árið 2011. Pælingar um yfirvofandi opnun á Íslandi væru því úr lausu lofti gripnar. Ekki er hægt að sjá í hendi sér hvers vegna H&M ætti að setja á forgangslistann að opna verslanir á Íslandi. Þótt Íslendingur láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að innkaupum er staðreyndin sú að Ísland er sannkallaður örmarkaður með sínar þrjú hundruð þúsund hræður. H&M starfar heldur ekki með sérleyfishöfum og því væri það talsverður höfuðverkur fyrir félagið að stofnsetja verslanir á Íslandi frá grunni án þess að njóta leiðsagnar og reynslu heimamanna. H&M hefur hreinlega stærri fiska að steikja svo gripið sé til beinnar þýðingar á slæmu ensku orðtæki. Stærsta ástæðan er þó sennilega sú að samkvæmt könnunum er H&M með um 30% markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar versla í H&M á ferðum sínum, og því væri félagið sennilega að færa tekjur úr einum vasa í annan með því að opna verslanir hér á landi. Við það má svo bæta öllum þeim kostnaði sem fylgir - svo sem leigu á húsnæði, kostnaði við starfsfólk, markaðsmál og svo mætti áfram telja. Reikningsdæmið er fljótt að súrna. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma gæti því verið að besta leiðin fyrir íslenska H&M aðdáendur til að fá forsvarsmenn félagsins til að opna verslun á Íslandi sé að hætta að versla hjá sænska risanum á ferðum sínum. Þá fyrst væri eftir einhverju að slægjast fyrir H&M enda vandséð að markaðshlutdeildin hér á landi geti risið mikið meira frá því sem nú er. Þetta hefði líka þau jákvæðu hliðaráhrif að styðja enn frekar undir íslenska hönnun og verslun, en af nógu er að taka í þeim efnum. Síðast en ekki síst myndi þetta, a.m.k. tímabundið, mögulega verða til þess að íslenska þjóðin færi að tjalda lengur en til einnar nætur í tískumálum, og velja gæði umfram magn. Ekki veitir af í íslenska vetrinum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira
Enn ein fréttin var skrifuð nú í gær um væntanlega komu sænska tískurisans H&M til Íslands. Í þetta skiptið var spjallað við framkvæmdastjóra Smáralindar sem staðfesti að hann hefði engar viðræður átt við forsvarsmenn H&M síðan árið 2011. Pælingar um yfirvofandi opnun á Íslandi væru því úr lausu lofti gripnar. Ekki er hægt að sjá í hendi sér hvers vegna H&M ætti að setja á forgangslistann að opna verslanir á Íslandi. Þótt Íslendingur láti ekki sitt eftir liggja þegar kemur að innkaupum er staðreyndin sú að Ísland er sannkallaður örmarkaður með sínar þrjú hundruð þúsund hræður. H&M starfar heldur ekki með sérleyfishöfum og því væri það talsverður höfuðverkur fyrir félagið að stofnsetja verslanir á Íslandi frá grunni án þess að njóta leiðsagnar og reynslu heimamanna. H&M hefur hreinlega stærri fiska að steikja svo gripið sé til beinnar þýðingar á slæmu ensku orðtæki. Stærsta ástæðan er þó sennilega sú að samkvæmt könnunum er H&M með um 30% markaðshlutdeild á íslenskum fatamarkaði án þess að starfrækja hér verslun. Íslendingar versla í H&M á ferðum sínum, og því væri félagið sennilega að færa tekjur úr einum vasa í annan með því að opna verslanir hér á landi. Við það má svo bæta öllum þeim kostnaði sem fylgir - svo sem leigu á húsnæði, kostnaði við starfsfólk, markaðsmál og svo mætti áfram telja. Reikningsdæmið er fljótt að súrna. Eins öfugsnúið og það kann að hljóma gæti því verið að besta leiðin fyrir íslenska H&M aðdáendur til að fá forsvarsmenn félagsins til að opna verslun á Íslandi sé að hætta að versla hjá sænska risanum á ferðum sínum. Þá fyrst væri eftir einhverju að slægjast fyrir H&M enda vandséð að markaðshlutdeildin hér á landi geti risið mikið meira frá því sem nú er. Þetta hefði líka þau jákvæðu hliðaráhrif að styðja enn frekar undir íslenska hönnun og verslun, en af nógu er að taka í þeim efnum. Síðast en ekki síst myndi þetta, a.m.k. tímabundið, mögulega verða til þess að íslenska þjóðin færi að tjalda lengur en til einnar nætur í tískumálum, og velja gæði umfram magn. Ekki veitir af í íslenska vetrinum.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Mest lesið Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Viðskipti innlent Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Viðskipti innlent Lemon stígur skrefið frá París til Akureyrar Viðskipti innlent Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Viðskipti innlent Fleiri fréttir Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Fyrrverandi aðstoðarmaður skellir sér aftur í auglýsingarnar Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Engin bráð hætta á „bíólausu Íslandi“ Skattar á áfengi hæstir á Íslandi Stefna á Coda stöð við Húsavík Góa tekur yfir framleiðslu á Omnom Önnur Airbus-þotan væntanleg á morgun Kaupin á TM gengin í gegn fyrir ríflega þrjátíu milljarða króna Tveir af hverjum þremur andvígir sameiningu bankanna Skella sér í sósur og ís fyrir fjóra milljarða Virða niðurstöðu Íslandsbanka „Við sem neytendur eigum ekki að sætta okkur við þetta“ Íslandsbanki afþakkar boð Arion um samrunaviðræður Forstjóri ÁTVR lætur af störfum Mátti greiða himinháan reikning korter í þrot eftir allt saman Misstu þrjá dróna í gosið við tökur á sýningunni Nýjar verðbólgutölur gefa von um hraðari lækkun vaxta Björn hvergi af baki dottinn í milljarðadeilu Verðbólga 4,2 prósent og ekki minni í fjögur ár Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri Sjá meira