Myndbandið minnir mjög á myndband sem ungliðar Svíþjóðardemókrata, öfgaflokks á hægri væng stjórnmálanna, sendi frá sér í maí á síðasta ári og er í raun svar UVG við því. Í því myndbandi beindu ungliðarnir kollega sína víða um Evrópu við áhrifum innflytjenda og að þau séu af kynslóðinni sem mun verja þjóð sýna fyrir skaðlegum erlendum áhrifum. Boðskapurinn er hins vegar allt annar.
Í útgáfu UVG tala átta meðlimir hreyfingarinnar. Þeir eru, í þeirri röð sem þeir birtast, Bjarki Þór Grönfeldt, Silja Snædal Pálsdóttir, Snæfríður Sól Elvira Thomasdóttir, Ragnar Auðun Árnason, Gísli Garðarsson, Viktoría Vasilynka, Johanna Brynja Ruminy og Jovana Pavlovic. Myndbandið má sjá hér að neðan.