Rasískum fúkyrðum rignir yfir meðlimi UVG Jóhann Óli Eiðsson skrifar 15. október 2015 23:35 Hluti þeirra ungmenna sem koma fram í myndbandinu. myndir/youtube Boðskapur UVG virðist hafa farið öfugt ofan í einhvern hluta heimsbyggðarinnar. Fyrir skemmstu sendu ungliðarnir frá sér myndband þar sem þeir buðu flóttamenn velkomna til Evrópu, líkt og sagt var frá á Vísi fyrr í kvöld, en nú hrannast rasísk ummæli inn á myndbandið á Youtube. Meðal ummæla sem hafa fallið má nefna „Aumingja heilaþvegnu krakkar. Njótið aukinna nauðganna og glæpa“, „Helvítis hommar, Ísland sýgur. Ég vona að sýrlenskir „flóttamenn“ nauðgi konunum ykkar og myrði ykkur öll, vinstri hommarnir ykkar“ og „Ég vona að hinn venjulegi Íslendingur sé gáfaðri en þessi einföldu börn.“ Ummælin virðast eiga rætur sínar að rekja til spjallborðs á 4chan en þar deilir Norðmaður myndbandinu og biður um aðstoð við að „dislike-a“ myndbandið og drekkja því í hatri. Fólk frá hinum ýmsu löndum taka undir skilaboðin en þar á meðal má nefna Bosníumenn, Ástrala, Bandaríkjamenn og Frakka. „Við verðum að drekkja þessu myndbandi á meðan það er nýtt,“ segir einn meðlima spjallborðsins. Séu myndbönd á Youtube nógu óvinsæl detta þau neðar í leit á síðunni og erfiðara verður að finna það á síðunni fyrir notendur hennar. Ummælin á spjallborðinu eru áþekk þeim sem finnast á Youtube. Þar má meðal annars lesa að það vanti fleiri „múlatta“ á Íslandi. Einn ungliða VG mælir á serbnesku í myndbandinu og er Serbi þar afar óánægður með hana. „Hún talar serbnesku eins og hún hafi fæðst hér. Það lætur mig hata hana enn meir.“ Það er ekki aðeins fólk í öðrum löndum sem úthúðar ungliðunum fyrir myndbandið en þar má einnig finna Íslendinga sem kalla þau föðurlandssvikara fyrir boðskapinn sem fram kemur í kveðjunni. „Þessi ofsafengnu viðbrögð kristalla einfaldlega mikilvægi boðskaparins. Þessa bylgju rasisma sem virðist vera að rýsa í Evrópu verður að taka alvarlega,“ segir Ragnar Auðun Árnason alþjóðaritari Ungra vinstri grænna. Flóttamenn Tengdar fréttir UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
Boðskapur UVG virðist hafa farið öfugt ofan í einhvern hluta heimsbyggðarinnar. Fyrir skemmstu sendu ungliðarnir frá sér myndband þar sem þeir buðu flóttamenn velkomna til Evrópu, líkt og sagt var frá á Vísi fyrr í kvöld, en nú hrannast rasísk ummæli inn á myndbandið á Youtube. Meðal ummæla sem hafa fallið má nefna „Aumingja heilaþvegnu krakkar. Njótið aukinna nauðganna og glæpa“, „Helvítis hommar, Ísland sýgur. Ég vona að sýrlenskir „flóttamenn“ nauðgi konunum ykkar og myrði ykkur öll, vinstri hommarnir ykkar“ og „Ég vona að hinn venjulegi Íslendingur sé gáfaðri en þessi einföldu börn.“ Ummælin virðast eiga rætur sínar að rekja til spjallborðs á 4chan en þar deilir Norðmaður myndbandinu og biður um aðstoð við að „dislike-a“ myndbandið og drekkja því í hatri. Fólk frá hinum ýmsu löndum taka undir skilaboðin en þar á meðal má nefna Bosníumenn, Ástrala, Bandaríkjamenn og Frakka. „Við verðum að drekkja þessu myndbandi á meðan það er nýtt,“ segir einn meðlima spjallborðsins. Séu myndbönd á Youtube nógu óvinsæl detta þau neðar í leit á síðunni og erfiðara verður að finna það á síðunni fyrir notendur hennar. Ummælin á spjallborðinu eru áþekk þeim sem finnast á Youtube. Þar má meðal annars lesa að það vanti fleiri „múlatta“ á Íslandi. Einn ungliða VG mælir á serbnesku í myndbandinu og er Serbi þar afar óánægður með hana. „Hún talar serbnesku eins og hún hafi fæðst hér. Það lætur mig hata hana enn meir.“ Það er ekki aðeins fólk í öðrum löndum sem úthúðar ungliðunum fyrir myndbandið en þar má einnig finna Íslendinga sem kalla þau föðurlandssvikara fyrir boðskapinn sem fram kemur í kveðjunni. „Þessi ofsafengnu viðbrögð kristalla einfaldlega mikilvægi boðskaparins. Þessa bylgju rasisma sem virðist vera að rýsa í Evrópu verður að taka alvarlega,“ segir Ragnar Auðun Árnason alþjóðaritari Ungra vinstri grænna.
Flóttamenn Tengdar fréttir UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42 Mest lesið Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Lögreglan fylgdist með grunnskólum Innlent Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Innlent Svakalegur lax á Snæfellsnesi Innlent Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Innlent Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Innlent Fleiri fréttir Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Borgin skaffar lóð fyrir stofnun Ingu Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Vill ekki að kjötkaupmaður tali fyrir hverfið allt Kveikt í Rice Krispies á Borg í Grímsnesi Sjá meira
UVG svara Svíþjóðardemókrötum og bjóða flóttamenn velkomna til Evrópu Meðlimir ungliðahreyfingar Vinstri grænna hafa sent frá sér myndband þar sem flóttamenn eru boðnir velkomnir til Evrópu á hinum ýmsu tungumálum. 15. október 2015 21:42