Versta mamma sögunnar Illugi Jökulsson skrifar 18. október 2015 12:00 Írena Fyrir viku fjallaði ég hér á þessum vettvangi um þá einu konu sem tók sér keisaratign í Rómaveldi hinu forna. Hún hét Úlpía Severína og eftir að eiginmaður hennar, Aurelíanus keisari, dó árið 275 lét hún slá mynt sem ekki verður skilin öðruvísi en að hún hafi ætlað sér keisaratignina í eigin nafni. Hún hugðist að minnsta kosti ekki vera ríkisstjóri fyrir ómyndugan son, eins og dæmi voru um, einfaldlega af því hún átti engan son. Því miður var sagnaritun Rómverja með allra versta móti um það leyti sem Aurelíanus og Úlpía voru á dögum, og við vitum þess vegna nánast ekkert um hana, hvorki hvað hún ætlaðist í rauninni fyrir né hvernig hún var kveðin í kútinn. En það var náttúrlega gert fljótlega og karl settur í hásætið. Rómaveldi var herskátt feðraveldi í sinni tærustu mynd og hlutverk keisarans var í eðli sínu fyrst og fremst að vera leiðtogi í stríði, svo ekki var talið koma til greina að kona gegndi því starfi.Gullkjaftar Býsansmanna Þeim mun merkilegri og viljasterkari hefur hún verið, Úlpía Severína, að láta sér detta í hug að hún gæti þetta, og þeim mun sorglegra að við skulum í rauninni ekki vita neitt um hana. Líklega hefur hún verið kerling í krapinu. Í þau tvö hundruð ár sem Rómaveldi átti eftir að skrimta fór engin kona að dæmi Úlpíu. Ríkið leystist upp árið 476 og var þá jafn kvenmannslaust og það hafði alltaf verið. En þá er að hyggja að einu. Í raun hrundi Rómaveldi aðeins í vestri, en austurhlutinn hélt velli í þúsund ár til viðbótar, austurrómverska ríkið með aðsetur í Miklagarði, nú oftar en ekki kallað Býsansríkið til aðgreiningar frá hinu gamla, sameinaða Rómarríki. Og nú vill svo til að þótt Býsansríkið væri sama feðraveldið og gamli Rómur, þá fór nú svo að þar komst til valda keisaraynja – en að vísu ekki fyrr en 520 árum eftir þá æsandi haustdaga þegar Úlpía I gerðist keisari á Tíberbökkum. Býsansmenn voru skrýtnir. Þeir elskuðu rökræður og gátu sér í lagi talað sig hása um guðfræði. Gott betur reyndar, því þeir stóðu beinlínis í slagsmálum og manndrápum um þá spurningu hvort Guð og Jesú hefðu báðir haft eðli, eða hvort annar þeirra hefði haft náttúru, og annað þvíumlíkt sem gullkjaftar þeirra gátu eytt tíma sínum í. En aldrei, ekki svo mikið sem eina mínútu, datt þeim í hug að ræða hvort kvenhelmingi mannkynsins bæru kannski sömu réttindi og karlkyninu. Og því sat þar stundum hver óhæfur karlinn á fætur öðrum, en miklu klárari konur urðu að láta sér nægja baktjaldamakk við hirðina og fjölskyldupot alls konar. En þá kom hún Írena frá Aþenu.IRENE BASILEOS Mynt sem Írena lét slá.„Athens got talent“ Á seinni hluta áttundu aldar var allt sem svona heldur kyrrum kjörum í Býsans. Arabar höfðu fyrir rúmri öld hrifsað Sýrland, Egiftaland og Norður-Afríku af hinum austrænu Rómverjum en Býsansmenn voru traustir í sessi í Litlu-Asíu og á Balkanskaga, ríkið var nokkuð stöndugt og auðugt og Mikligarður átti ekki sinn líka meðal borga. Nema hvað krónprinsinn Leó vantaði konu, og þá var haldin hæfileikakeppni í Miklagarði og sigurvegarinn varð hin sextán ára Írena frá Aþenuborg. Því miður hafa engar spólur varðveist frá keppninni svo við vitum ekki hvaða hæfileikar eða eiginleikar urðu til þess að hún vann, en þau Leó gengu altént í hjónaband og eignuðust einn son, en nokkru síðar fann Leó helgimynd eða íkon í rúmi konu sinnar, og af því sjálfur trúði hann að íkonar væru andstyggilegir og svívirða við guð, þá gekk hann ekki framar í ból Írenu og þau eignuðust ekki fleiri börn. Ég sagði ykkur að Býsansmenn væru gefnir fyrir að rífast um guð. En ekki skildi hann samt við konu sína þótt hann vildi ekki lengur ríða henni. Árið 775 varð Leó keisari er faðir hans dó, Konstantín kúkur var sá kallaður. Aðeins fimm árum síðar var Leó í stríðsför gegn Búlgörum og dó þá skyndilega, þær sögur fóru á kreik að Írena drottning hans hefði látið eitra fyrir honum. Sögurnar urðu þó ekki svæsnari en svo að Írena fékk sig umyrðalítið skipaða ríkisstjóra meðan sonur hennar og Leós væri barnungur, en hann var níu ára er faðir hans dó. Slíkt hafði komið fyrir áður en engin kona í þessari stöðu látið sér til hugar koma að kalla sig keisara. Það gerði Írena heldur ekki í þetta sinn. Hún þurfti reyndar að bæla niður tvær þrjár uppreisnir og samþykkti að borga kalífanum í Bagdad tíu þúsund silkikufla á ári og sand af gullpeningum til að losna við stríð, en annars fór allt svona heldur friðsamlega fram þau tólf ár sem hún taldist vera ríkisstjóri. Hún hafði mikinn áhuga á að komast í samband við Karlamagnús, langöflugasta valdamann í Vestur-Evrópu og skipulagði hjónaband sonar síns og Hróðríðar Magnúsdóttur en ekkert varð úr, og hefði þó vissulega verið ómaksins vert að sjá hvernig farið hefði ef Frankaríki Karlamagnúsar og Býsansríki Írenu hefðu gengið í náið bandalag. En altént: Írena var greinilega röggsamur stjórnandi og skörungur.MikilgarðurStrákur vill ráða En nema hvað. Haldiði ekki að strákurinn Írenuson hafi á endanum heimtað að fá að taka við keisaravöldunum? Hann hét náttúrlega Konstantín eins og flestallir karlmenn í þeirri ætt og þótt hann væri löngu orðinn myndugur í skilningi laga, þá fékk hann enn engu að ráða. Írena brást hart við öllum tilraunum hans til að taka völdin og lengi vel réð strákur ekkert við mömmu sína. En árið 792 fannst karlhyskinu við hirðina að það gengi ekki lengur að fullfrískur strákur gengi um aðgerðalaus meðan mamma hans sýslaði um ríkisstjórnina. Þegar Írena var farin að krefjast þess að embættismenn og hermenn skyldu framvegis sverja henni persónulegan eið, þá var hún sett til hliðar og Konstantín varð keisari, sá sjötti með því nafni. Írena fékk þó að halda nafnbót keisaraynju og halda til við hirðina. Næst gerðist það að Konstantín VI reyndist gjörsamlega óhæfur valdsherra, þótt strákur væri. Stríð töpuðust gegn bæði Búlgörum og Aröbum sem vakti úlfúð en Konstantín barði niður af grimmilegri hörku allt andóf gegn sér. Hinum guðhræddu Miklagarðsbúum blöskraði þó fyrst þegar Konstantín skildi við konu sína og gekk að eiga hjákonu sína, það fannst fólki ganga gegn ýmsum vilja guðs og varð nú allt vitlaust um skeið. Það er til marks um hvað Miklagarðsbúar höfðu þegar hér var komið þrotlausa trú á lymsku og samsærisfíkn Írenu að menn trúðu því í senn að Írena hefði hvatt son sinn til að skilja við sína lögformlegu ektafrú og um leið því að einmitt hún hefði skipulagt hneykslunarölduna sem nú reis gegn nýju hjónabandi keisarans unga. Altént var hann búinn að koma sínum málum í þvílíkan hnút að honum var steypt af stóli eftir sjö ára róstusaman valdaferil og í hans stað í hásætið settist … ja, engin önnur en mamma hans. Írena frá Aþenu var nú aftur komin í hásætið og nú tók hún sér svo ekki varð um villst ótvíræða tign keisara sem engin kona hafði gert í rómversku ríki síðan Úlpínu leið: basileios kallaði Írena sig að minnsta kosti stundum. Þetta valdarán Írenu þykir kannski allt í lagi í sjálfu sér og jafnvel næstum því bara til sóma, því af hverju skyldi kona ekki alveg eins ræna völdum og plagsiður var meðal metorðagjarnra karlmanna, sér í lagi úr því hún var augljóslega svona miklu hæfari stjórnandi en Konstantín?Það sem hún gerði drengnum Jú, látum svo vel. En nú fer að vandast málið. Fyrsta verk Írenu á þessari seinni og hátíðlegri stundu sem keisari var að láta fangelsa son sinn og svo voru rifin úr honum augun með svo groddalegum hætti að hann dó af sárum sínum tíu dögum seinna. Hvað á að segja um svona framkomu móður við son sinn, jafnvel þótt hann sé óþolandi? Versta mamma mannkynssögunnar? Guði var alla vega svo brugðið að hann lét koma sólmyrkva sem entist í sautján daga, en við Írenu varð samt ekki hróflað um sinn, hún sat sem fyrsta konan á keisarastóli Býsans í fimm ár. Þá var henni steypt af stóli, karlarnir þoldu kerlinguna ekki til lengdar, þeir vildu einn af sínu kyni í stólinn, en hafa sjálfsagt talið sér trú um að þeir vildu aðeins þann hæfasta. Arftaki Írenu reyndist svo náttúrlega óhæfur með öllu og fór með allt til andskotans en sjálf var hún send í útlegð til Lesbos og dró þar fram lífið sem spunakona. Flækjusaga Tengdar fréttir Sú fagra kemur Illugi skrifar um Nefertítar drottningu en í vikunni bárust fregnir af því að gröf hennar væri fundin. 4. október 2015 12:00 Keisaraynjan sem hvarf Illugi Jökulsson nefnir sögulegt dæmi um meinloku sem mennirnir eru haldnir. 10. október 2015 12:00 Hvað er með þessa Ungverja? Segir ekki þjóðarmýta okkar að hingað höfum við komið sem aðkomufólk í leit að betra lífi? Og margir verið beinlínis á flótta? 20. september 2015 09:00 Dýrlingurinn með hnútasvipuna Illugi Jökulsson veltir fyrir sér þeirri aðkallandi spurningu hvernig geimverur myndu líta á nýjasta dýrling kaþólsku kirkjunnar. 27. september 2015 09:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Fyrir viku fjallaði ég hér á þessum vettvangi um þá einu konu sem tók sér keisaratign í Rómaveldi hinu forna. Hún hét Úlpía Severína og eftir að eiginmaður hennar, Aurelíanus keisari, dó árið 275 lét hún slá mynt sem ekki verður skilin öðruvísi en að hún hafi ætlað sér keisaratignina í eigin nafni. Hún hugðist að minnsta kosti ekki vera ríkisstjóri fyrir ómyndugan son, eins og dæmi voru um, einfaldlega af því hún átti engan son. Því miður var sagnaritun Rómverja með allra versta móti um það leyti sem Aurelíanus og Úlpía voru á dögum, og við vitum þess vegna nánast ekkert um hana, hvorki hvað hún ætlaðist í rauninni fyrir né hvernig hún var kveðin í kútinn. En það var náttúrlega gert fljótlega og karl settur í hásætið. Rómaveldi var herskátt feðraveldi í sinni tærustu mynd og hlutverk keisarans var í eðli sínu fyrst og fremst að vera leiðtogi í stríði, svo ekki var talið koma til greina að kona gegndi því starfi.Gullkjaftar Býsansmanna Þeim mun merkilegri og viljasterkari hefur hún verið, Úlpía Severína, að láta sér detta í hug að hún gæti þetta, og þeim mun sorglegra að við skulum í rauninni ekki vita neitt um hana. Líklega hefur hún verið kerling í krapinu. Í þau tvö hundruð ár sem Rómaveldi átti eftir að skrimta fór engin kona að dæmi Úlpíu. Ríkið leystist upp árið 476 og var þá jafn kvenmannslaust og það hafði alltaf verið. En þá er að hyggja að einu. Í raun hrundi Rómaveldi aðeins í vestri, en austurhlutinn hélt velli í þúsund ár til viðbótar, austurrómverska ríkið með aðsetur í Miklagarði, nú oftar en ekki kallað Býsansríkið til aðgreiningar frá hinu gamla, sameinaða Rómarríki. Og nú vill svo til að þótt Býsansríkið væri sama feðraveldið og gamli Rómur, þá fór nú svo að þar komst til valda keisaraynja – en að vísu ekki fyrr en 520 árum eftir þá æsandi haustdaga þegar Úlpía I gerðist keisari á Tíberbökkum. Býsansmenn voru skrýtnir. Þeir elskuðu rökræður og gátu sér í lagi talað sig hása um guðfræði. Gott betur reyndar, því þeir stóðu beinlínis í slagsmálum og manndrápum um þá spurningu hvort Guð og Jesú hefðu báðir haft eðli, eða hvort annar þeirra hefði haft náttúru, og annað þvíumlíkt sem gullkjaftar þeirra gátu eytt tíma sínum í. En aldrei, ekki svo mikið sem eina mínútu, datt þeim í hug að ræða hvort kvenhelmingi mannkynsins bæru kannski sömu réttindi og karlkyninu. Og því sat þar stundum hver óhæfur karlinn á fætur öðrum, en miklu klárari konur urðu að láta sér nægja baktjaldamakk við hirðina og fjölskyldupot alls konar. En þá kom hún Írena frá Aþenu.IRENE BASILEOS Mynt sem Írena lét slá.„Athens got talent“ Á seinni hluta áttundu aldar var allt sem svona heldur kyrrum kjörum í Býsans. Arabar höfðu fyrir rúmri öld hrifsað Sýrland, Egiftaland og Norður-Afríku af hinum austrænu Rómverjum en Býsansmenn voru traustir í sessi í Litlu-Asíu og á Balkanskaga, ríkið var nokkuð stöndugt og auðugt og Mikligarður átti ekki sinn líka meðal borga. Nema hvað krónprinsinn Leó vantaði konu, og þá var haldin hæfileikakeppni í Miklagarði og sigurvegarinn varð hin sextán ára Írena frá Aþenuborg. Því miður hafa engar spólur varðveist frá keppninni svo við vitum ekki hvaða hæfileikar eða eiginleikar urðu til þess að hún vann, en þau Leó gengu altént í hjónaband og eignuðust einn son, en nokkru síðar fann Leó helgimynd eða íkon í rúmi konu sinnar, og af því sjálfur trúði hann að íkonar væru andstyggilegir og svívirða við guð, þá gekk hann ekki framar í ból Írenu og þau eignuðust ekki fleiri börn. Ég sagði ykkur að Býsansmenn væru gefnir fyrir að rífast um guð. En ekki skildi hann samt við konu sína þótt hann vildi ekki lengur ríða henni. Árið 775 varð Leó keisari er faðir hans dó, Konstantín kúkur var sá kallaður. Aðeins fimm árum síðar var Leó í stríðsför gegn Búlgörum og dó þá skyndilega, þær sögur fóru á kreik að Írena drottning hans hefði látið eitra fyrir honum. Sögurnar urðu þó ekki svæsnari en svo að Írena fékk sig umyrðalítið skipaða ríkisstjóra meðan sonur hennar og Leós væri barnungur, en hann var níu ára er faðir hans dó. Slíkt hafði komið fyrir áður en engin kona í þessari stöðu látið sér til hugar koma að kalla sig keisara. Það gerði Írena heldur ekki í þetta sinn. Hún þurfti reyndar að bæla niður tvær þrjár uppreisnir og samþykkti að borga kalífanum í Bagdad tíu þúsund silkikufla á ári og sand af gullpeningum til að losna við stríð, en annars fór allt svona heldur friðsamlega fram þau tólf ár sem hún taldist vera ríkisstjóri. Hún hafði mikinn áhuga á að komast í samband við Karlamagnús, langöflugasta valdamann í Vestur-Evrópu og skipulagði hjónaband sonar síns og Hróðríðar Magnúsdóttur en ekkert varð úr, og hefði þó vissulega verið ómaksins vert að sjá hvernig farið hefði ef Frankaríki Karlamagnúsar og Býsansríki Írenu hefðu gengið í náið bandalag. En altént: Írena var greinilega röggsamur stjórnandi og skörungur.MikilgarðurStrákur vill ráða En nema hvað. Haldiði ekki að strákurinn Írenuson hafi á endanum heimtað að fá að taka við keisaravöldunum? Hann hét náttúrlega Konstantín eins og flestallir karlmenn í þeirri ætt og þótt hann væri löngu orðinn myndugur í skilningi laga, þá fékk hann enn engu að ráða. Írena brást hart við öllum tilraunum hans til að taka völdin og lengi vel réð strákur ekkert við mömmu sína. En árið 792 fannst karlhyskinu við hirðina að það gengi ekki lengur að fullfrískur strákur gengi um aðgerðalaus meðan mamma hans sýslaði um ríkisstjórnina. Þegar Írena var farin að krefjast þess að embættismenn og hermenn skyldu framvegis sverja henni persónulegan eið, þá var hún sett til hliðar og Konstantín varð keisari, sá sjötti með því nafni. Írena fékk þó að halda nafnbót keisaraynju og halda til við hirðina. Næst gerðist það að Konstantín VI reyndist gjörsamlega óhæfur valdsherra, þótt strákur væri. Stríð töpuðust gegn bæði Búlgörum og Aröbum sem vakti úlfúð en Konstantín barði niður af grimmilegri hörku allt andóf gegn sér. Hinum guðhræddu Miklagarðsbúum blöskraði þó fyrst þegar Konstantín skildi við konu sína og gekk að eiga hjákonu sína, það fannst fólki ganga gegn ýmsum vilja guðs og varð nú allt vitlaust um skeið. Það er til marks um hvað Miklagarðsbúar höfðu þegar hér var komið þrotlausa trú á lymsku og samsærisfíkn Írenu að menn trúðu því í senn að Írena hefði hvatt son sinn til að skilja við sína lögformlegu ektafrú og um leið því að einmitt hún hefði skipulagt hneykslunarölduna sem nú reis gegn nýju hjónabandi keisarans unga. Altént var hann búinn að koma sínum málum í þvílíkan hnút að honum var steypt af stóli eftir sjö ára róstusaman valdaferil og í hans stað í hásætið settist … ja, engin önnur en mamma hans. Írena frá Aþenu var nú aftur komin í hásætið og nú tók hún sér svo ekki varð um villst ótvíræða tign keisara sem engin kona hafði gert í rómversku ríki síðan Úlpínu leið: basileios kallaði Írena sig að minnsta kosti stundum. Þetta valdarán Írenu þykir kannski allt í lagi í sjálfu sér og jafnvel næstum því bara til sóma, því af hverju skyldi kona ekki alveg eins ræna völdum og plagsiður var meðal metorðagjarnra karlmanna, sér í lagi úr því hún var augljóslega svona miklu hæfari stjórnandi en Konstantín?Það sem hún gerði drengnum Jú, látum svo vel. En nú fer að vandast málið. Fyrsta verk Írenu á þessari seinni og hátíðlegri stundu sem keisari var að láta fangelsa son sinn og svo voru rifin úr honum augun með svo groddalegum hætti að hann dó af sárum sínum tíu dögum seinna. Hvað á að segja um svona framkomu móður við son sinn, jafnvel þótt hann sé óþolandi? Versta mamma mannkynssögunnar? Guði var alla vega svo brugðið að hann lét koma sólmyrkva sem entist í sautján daga, en við Írenu varð samt ekki hróflað um sinn, hún sat sem fyrsta konan á keisarastóli Býsans í fimm ár. Þá var henni steypt af stóli, karlarnir þoldu kerlinguna ekki til lengdar, þeir vildu einn af sínu kyni í stólinn, en hafa sjálfsagt talið sér trú um að þeir vildu aðeins þann hæfasta. Arftaki Írenu reyndist svo náttúrlega óhæfur með öllu og fór með allt til andskotans en sjálf var hún send í útlegð til Lesbos og dró þar fram lífið sem spunakona.
Flækjusaga Tengdar fréttir Sú fagra kemur Illugi skrifar um Nefertítar drottningu en í vikunni bárust fregnir af því að gröf hennar væri fundin. 4. október 2015 12:00 Keisaraynjan sem hvarf Illugi Jökulsson nefnir sögulegt dæmi um meinloku sem mennirnir eru haldnir. 10. október 2015 12:00 Hvað er með þessa Ungverja? Segir ekki þjóðarmýta okkar að hingað höfum við komið sem aðkomufólk í leit að betra lífi? Og margir verið beinlínis á flótta? 20. september 2015 09:00 Dýrlingurinn með hnútasvipuna Illugi Jökulsson veltir fyrir sér þeirri aðkallandi spurningu hvernig geimverur myndu líta á nýjasta dýrling kaþólsku kirkjunnar. 27. september 2015 09:00 Mest lesið Dagbók móður: „Munum við fara fjárhagslega á hausinn?“ Áskorun Andrew Garfield á Íslandi Lífið Katrín Tanja trúlofuð Lífið Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Lífið Gefa bretti af flugeldum að verðmæti 300.000 króna Lífið samstarf Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Partyland í Holtagörðum hefur allt fyrir gamlárspartýið Lífið samstarf Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Fleiri fréttir Andrew Garfield á Íslandi Katrín Tanja trúlofuð Steven og Guðný Ósk eru nýtt par Fræga fólkið streymdi á hápunkt ársins í Þjóðleikhúsinu Sjáðu Sandler snúa aftur sem Happy Gilmore í nýrri kitlu Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Brúðkaup ársins 2024 Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Sjá meira
Sú fagra kemur Illugi skrifar um Nefertítar drottningu en í vikunni bárust fregnir af því að gröf hennar væri fundin. 4. október 2015 12:00
Keisaraynjan sem hvarf Illugi Jökulsson nefnir sögulegt dæmi um meinloku sem mennirnir eru haldnir. 10. október 2015 12:00
Hvað er með þessa Ungverja? Segir ekki þjóðarmýta okkar að hingað höfum við komið sem aðkomufólk í leit að betra lífi? Og margir verið beinlínis á flótta? 20. september 2015 09:00
Dýrlingurinn með hnútasvipuna Illugi Jökulsson veltir fyrir sér þeirri aðkallandi spurningu hvernig geimverur myndu líta á nýjasta dýrling kaþólsku kirkjunnar. 27. september 2015 09:00