Umfjöllun og viðtöl: ÍBV - Hapoel Ramat 31-22 | Öruggt hjá Eyjamönnum Guðmundur Tómas Sigfússon skrifar 18. október 2015 15:00 Einar Sverrisson og Grétar Þór Eyþórsson eru í stórum hlutverkum í liði ÍBV. vísir/vilhelm Eyjamenn unnu Hapoel Ramat Gan frá Ísrael nokkuð auðveldlega en seinni leik liðanna lauk með níu marka sigri, 31-22. Hákon Daði Styrmisson átti frábæra innkomu í síðari hálfleik en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum í síðari hálfleik. Fyrir einvígið átti það að vera leikur einn fyrir Eyjamenn að komast áfram í næstu umferð en sú var raunin. Samtals fór einvígið 56-43 en Eyjamenn áttu þó mikið inni. Byrjunin á leiknum í dag var allt öðruvísi en á föstudaginn, gestirnir frá Ísrael komust þremur mörkum yfir en þannig var staðan eftir átta mínútur. Á föstudaginn voru Eyjamenn átta mörkum yfir eftir átta mínútur. Eftir að Eyjamenn komust á strik sáu gestirnir að þeir áttu ekki séns. Á fjórtándu mínútu skoraði Andri Heimir sjötta mark Eyjamanna og kom þeim yfir í fyrsta skiptið. Andri átti frábærar upphafsmínútur þar sem hann var allt í öllu í leik Eyjamanna, samtals skoraði Andri fimm mörk í leiknum en hann átti helling af stoðsendingum. Bróðir Andra Heimis, Hákon Daði Styrmisson eignaði sér þó seinni hálfleikinn. Hann kom inn fyrir Grétar Þór Eyþórsson í upphafi síðari hálfleiks en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum. Fjögur þessara marka voru vippur yfir markverðina. Í stöðunni 22-19 tóku varamenn Eyjamanna við sér, þeir skoruðu níu mörk á móti þremur á lokakaflanum en þeir spiluðu síst verr heldur en byrjunarlið þeirra. Eyjamenn geta nú farið að einbeita sér að bikarnum næstu vikurnar áður en þeir halda til Portúgal.Arnar: Evrópu-Pálmi fer á fullt „Ég er miklu sáttari, ég er ánægður með strákana og leikinn. Við kláruðum þetta með sóma og erum komnir áfram,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir fínan sigur á Hapoel Ramat Gan. Arnar var ekki sáttur með fyrri leikinn á föstudaginn en var þó mjög sáttur með leikinn í dag. „Þetta klassíska vann leikinn, varnarleikur, markvarsla og hraðaupphlaup sem vinna þetta. Við vorum líka skynsamari fram á við og vorum bara flottir í dag.“ „Þeir eru seigir, drulluseigir. Þeir spila flotta vörn og fá fína markvörslu, svo eru þeir með þrælskemmtilegan örvhentan sem dregur vagninn fyrir þá,“ sagði Arnar en þá átti hann við Itzhak Halifi sem náði sér þó ekki á strik í leikjunum tveimur. „Við stigum þetta extra skref í vörninni, þetta vinnuskref, aukaskref sem þarf að vera til staðar.“ „Það var gulrótin í dag,“ sagði Arnar um leikinn við Benfica sem bíður í næstu umferð. Aðspurður hvort að báðir leikirnir verði spilaðir þar, segir Arnar að það sé ekki í hans höndum. „Nú fer Evrópu-Pálmi á fullt og setur sig í samband við Portúgalana. Við eigum eftir að sjá það hvernig þetta kemur út. Það er ekki óheillandi að vera að fara fimm daga til Portúgal í lok nóvember.“ „Við viljum líka sýna fólkinu hér heima alvöru leik, ef við ráðum við þetta heima og úti, peningalega séð, þá munum við hafa það þannig.“Kári Kristján: Sól og sandalar í næstu umferð „Þetta var mjög þægilegt, þetta var bras í byrjun en við náðum að slíta þá frá okkur,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Eyjamanna, eftir góðan Evrópusigur. „Í fyrri leiknum erum við að dreifa spilinu en vinnum samt þægilega. Það var margt sem við gátum bætt við gátum farið að dreifa á alla síðasta korterið í leiknum.“ „Við komumst nokkuð vel frá þessu, átta, níu mörk, það er mjög þægilegt.“ „Við vorum aggresívari varnarlega, tókum að meira frumkvæði, það skilaði þessu. Við duttum ekki eins mikið niður og við gerðum í fyrri leiknum.“ Portúgal bíður Eyjamanna í næstu umferð, er komin tilhlökkun fyrir því? „Það verður æðislegt, sól og sandalar og allir klárir.“ Handbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira
Eyjamenn unnu Hapoel Ramat Gan frá Ísrael nokkuð auðveldlega en seinni leik liðanna lauk með níu marka sigri, 31-22. Hákon Daði Styrmisson átti frábæra innkomu í síðari hálfleik en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum í síðari hálfleik. Fyrir einvígið átti það að vera leikur einn fyrir Eyjamenn að komast áfram í næstu umferð en sú var raunin. Samtals fór einvígið 56-43 en Eyjamenn áttu þó mikið inni. Byrjunin á leiknum í dag var allt öðruvísi en á föstudaginn, gestirnir frá Ísrael komust þremur mörkum yfir en þannig var staðan eftir átta mínútur. Á föstudaginn voru Eyjamenn átta mörkum yfir eftir átta mínútur. Eftir að Eyjamenn komust á strik sáu gestirnir að þeir áttu ekki séns. Á fjórtándu mínútu skoraði Andri Heimir sjötta mark Eyjamanna og kom þeim yfir í fyrsta skiptið. Andri átti frábærar upphafsmínútur þar sem hann var allt í öllu í leik Eyjamanna, samtals skoraði Andri fimm mörk í leiknum en hann átti helling af stoðsendingum. Bróðir Andra Heimis, Hákon Daði Styrmisson eignaði sér þó seinni hálfleikinn. Hann kom inn fyrir Grétar Þór Eyþórsson í upphafi síðari hálfleiks en hann skoraði sjö mörk úr átta skotum. Fjögur þessara marka voru vippur yfir markverðina. Í stöðunni 22-19 tóku varamenn Eyjamanna við sér, þeir skoruðu níu mörk á móti þremur á lokakaflanum en þeir spiluðu síst verr heldur en byrjunarlið þeirra. Eyjamenn geta nú farið að einbeita sér að bikarnum næstu vikurnar áður en þeir halda til Portúgal.Arnar: Evrópu-Pálmi fer á fullt „Ég er miklu sáttari, ég er ánægður með strákana og leikinn. Við kláruðum þetta með sóma og erum komnir áfram,“ sagði Arnar Pétursson, þjálfari Eyjamanna, eftir fínan sigur á Hapoel Ramat Gan. Arnar var ekki sáttur með fyrri leikinn á föstudaginn en var þó mjög sáttur með leikinn í dag. „Þetta klassíska vann leikinn, varnarleikur, markvarsla og hraðaupphlaup sem vinna þetta. Við vorum líka skynsamari fram á við og vorum bara flottir í dag.“ „Þeir eru seigir, drulluseigir. Þeir spila flotta vörn og fá fína markvörslu, svo eru þeir með þrælskemmtilegan örvhentan sem dregur vagninn fyrir þá,“ sagði Arnar en þá átti hann við Itzhak Halifi sem náði sér þó ekki á strik í leikjunum tveimur. „Við stigum þetta extra skref í vörninni, þetta vinnuskref, aukaskref sem þarf að vera til staðar.“ „Það var gulrótin í dag,“ sagði Arnar um leikinn við Benfica sem bíður í næstu umferð. Aðspurður hvort að báðir leikirnir verði spilaðir þar, segir Arnar að það sé ekki í hans höndum. „Nú fer Evrópu-Pálmi á fullt og setur sig í samband við Portúgalana. Við eigum eftir að sjá það hvernig þetta kemur út. Það er ekki óheillandi að vera að fara fimm daga til Portúgal í lok nóvember.“ „Við viljum líka sýna fólkinu hér heima alvöru leik, ef við ráðum við þetta heima og úti, peningalega séð, þá munum við hafa það þannig.“Kári Kristján: Sól og sandalar í næstu umferð „Þetta var mjög þægilegt, þetta var bras í byrjun en við náðum að slíta þá frá okkur,“ sagði Kári Kristján Kristjánsson, línumaður Eyjamanna, eftir góðan Evrópusigur. „Í fyrri leiknum erum við að dreifa spilinu en vinnum samt þægilega. Það var margt sem við gátum bætt við gátum farið að dreifa á alla síðasta korterið í leiknum.“ „Við komumst nokkuð vel frá þessu, átta, níu mörk, það er mjög þægilegt.“ „Við vorum aggresívari varnarlega, tókum að meira frumkvæði, það skilaði þessu. Við duttum ekki eins mikið niður og við gerðum í fyrri leiknum.“ Portúgal bíður Eyjamanna í næstu umferð, er komin tilhlökkun fyrir því? „Það verður æðislegt, sól og sandalar og allir klárir.“
Handbolti Mest lesið Heilsan ástæða þess að Árni lætur af störfum Körfubolti Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Enski boltinn Sló átta ára dóttur sína eftir tap Sport Pogba við það að rifta samningi sínum við Juventus Fótbolti Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Handbolti Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Enski boltinn Betur fór en horfði hjá Martin sem virtist illa meiddur Körfubolti Ótrúlegur endir sá til þess að meistararnir eru enn ósigraðir Sport Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Enski boltinn Í þriggja og hálfs árs fangelsi fyrir að kýla dómara Fótbolti Fleiri fréttir Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Fram flaug áfram í bikarnum Sjá meira