Unnur Brá: Trúi því að við sýnum þá mannúð að skoða þeirra mál sérstaklega Þóra Kristín Ásgeirsdóttir skrifar 18. október 2015 20:15 Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar. Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Unnur Brá Konráðsdóttir formaður allsherjarnefndar segist ekki trúa því að sýrlenskri fjölskyldu með tvö smábörn verði vísað aftur til Grikklands. Fjölskyldunni var synjað um efnislega meðferð á umsókn um hæli hér á landi á dögunum. Ástæðan er að þau eru nú þegar með hæli í Grikklandi og eiga því að snúa aftur þangað. „Ég vonast til að það verði horft til þess að hér er um að ræða Sýrlendinga sem eru með stöðu flóttamanna í ríki þar sem eru afskaplega margir flóttamenn og erfitt að vera. Og að við sýnum þá mannúð að skoða þetta tilfelli sérstaklega. Ég hef ekki trú á öðru.”Unnur Brá KonráðsdóttirVísir/VilhelmSváfu á götunni í GrikklandiWael Aliyadah og Feryal Aldahash flúðu frá Sýrlandi með börnin sín fyrir einu og hálfu ári. Þau voru handtekin af grískri lögreglu við tyrknesku landamærin og til að forðast fangavist, skrifuðu þau undir umsókn um hæli. Því fylgdi hinsvegar engin hjálp af hendi grískra yfirvalda, þegar féð gekk til þurrðar, máttu þau sofa á götunni með börnin sín. Þau flúðu frá Grikklandi og komu til Ísland fyrir þremur mánuðum.Krökkt af flóttamönnumÞau urðu bæði fyrir miklu áfalli þegar úrskurðurinn kom og óttast að lenda í því sama ef þau verða send til baka. Feryal segir að flóttamenn upplifi talsvert aðra mynd af Grikklandi en ferðamenn. Það sé krökkt af flóttamönnum í Grikklandi, miklu fleiri en landið ráði við og þar sé enga hjálp að fá. Þau hafi mætt mikilli hjálpsemi á Íslandi og góðvild á Íslandi. Hér hafi þeim liðið vel. Í Grikklandi sé enga hjálp að fá og hún óttist að lenda á götunni með börnin. Í sama streng tekur Wael. Útlendingastofnun hefði getað ákveðið að veita dvalar- og atvinnuleyfi af mannúðarástæðum, ekki síst í ljósi þess að Ólöf Nordal innanríkisráðhera hefur lýst því yfir að ekki sé tryggt að senda flóttamenn til Grikklands í ljósi ástandsins þar.
Flóttamenn Tengdar fréttir Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02 Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25 Mest lesið Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent „Því miður er verklagið þannig“ Innlent Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Innlent Reyndu að fá flugmann Maduros til að aðstoða við handtöku hans Erlent Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Innlent Segir Repúblikönum að beita kjarnorkuúrræðinu Erlent Fleiri fréttir Langt í frá að málinu sé lokið Mest ánægja starfsfólks í sveitarfélögum á Suðurlandi Strætó enn á eftir áætlun en opnun hringvegarins í vinnslu Innanlandsflugi aflýst vegna veðurs Ríkislögreglustjóra sagt að endurskoða reksturinn og allt á floti í hlákunni Farþegagjald ólögmætt og höfnin skuldar tugi milljóna Bein útsending: Langvinn einkenni Covid Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Þjóðvegi eitt lokað vegna veðurs Ökumaður stöðvaður með snjófargan á framrúðunni „Því miður er verklagið þannig“ Opnun Brákarborgar frestað enn á ný Ögmundur Ísak ráðinn til þingflokks Sjálfstæðisflokksins Viðbrögð hjólreiðamannsins að einhverju leyti skiljanleg Fjárhagsstaðan alvarleg og tímabundin ráðning ráðgjafans ekki endurnýjuð Formannskosningu Pírata frestað Fastur heima í þrjá daga út af engum mokstri Þurfa mögulega að fresta formannskosningu vegna formgalla Flughálka í kortunum, breytingar hjá bönkunum og formaður Pírata Reyna að lokka íslenska lækna heim Óvenjulegir smáskjálftar reyndust sprengingar Ein hinna reknu segir konunum kastað fyrir ljónin Guðmundur fetar í fótspor Sivjar Fylgjast með smáskjálftum við Bláa lónið Kirkjuþing skorar á stjórnvöld að hækka sóknargjald Ósammála ráðherra um að atkvæðajafnvægi sé mannréttindamál Ungir innflytjendur á Íslandi ekki jafn jaðarsettir og í Svíþjóð Leita til UNESCO vegna Vonarskarðs og kæra kynjahalla Aukin verðbólga áhyggjuefni og asahláka í kortunum Sjá meira
Fundað um flóttamannamál í Brussel Leiðtogar Evrópusambandsríkja ætla að hittast á fundi í Brussel í dag til þess að ræða flóttamannavandann í álfunni og verður Tyrkland í brennidepli á fundinum. Um 600 þúsund flóttamenn hafa komið til ESB það sem af er ári og fóru flestir þeirra í gegnum Tyrkland að því er fram kemur í frétt um málið hjá BBC. 15. október 2015 08:02
Bauð þrjátíu flóttamönnum í skemmtiferð um Reykjanesið „Mig langaði bara að þau fengju einn dag í að gera eitthvað skemmtilegt,“ segir Hans Guðmundsson, rútubílstjóri og fyrrverandi handboltakempa. 13. október 2015 20:25