Lífið

Páll Óskar: „Sjaldan verið jafn stoltur af þátttöku minni í sjónvarpsþætti"

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Nína Dögg og Páll Óskar í þætti kvöldsins
Nína Dögg og Páll Óskar í þætti kvöldsins Skjáskot
„Þú ræður því ekki hvernig hjartað í þér slær. Það bara slær.“ Þetta voru skilaboð Páls Óskars sem var gestur Stundarinnar okkar í kvöld.

Þar ræddi hann við Nínu Dögg Filippusdóttur um fjölbreytileika ástarinnar og útskýrði fyrir henni af hverju hann ætti nú ekki kærustu. Hann væri samkynhneigður og yrði því ekki skotinn í stelpum.

„Maður fæðist svona. Sumir strákar eru skotnir í öðrum strákum, sumir strákar eru skotnir í öðrum stelpum. Sumar stelpur eru skotnar í öðrum strákum, sumar stelpur eru skotnar í öðrum stelpum,“ útskýrði hann fyrir Nínu.

„Þú ræður því ekki hvernig hjartað í þér slær. Það bara slær,“ bætti hann við og sagði mikilvægt að við byggðum heim þar sem það skipti engu máli hverjum maður væri skotinn í.

 Á Facebook-síðu sinni  deilir Páll Óskar innslagi sínum í þættinum og skrifar við að hann hafi sjaldan verið jafn stoltur af þátttöku sinni í sjónvarpsþætti. „
Hjartað hamaðist ì brjòstinu,“ segir hann. Það er þó ekki að sjá á honum en myndbandið má sjá hér að neðan.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.