Van Gaal: Ég skil þetta bara ekki Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. október 2015 07:30 Louis van Gaal fagnar Chris Smalling eftir leikinn í gær. Vísir/EPA Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með lífsnauðsynlegan sigur á Wolfsburg í Meistaradeildinni í gærkvöldi en segir að lið hans verði að bæta sinn leik ætli liðið að ná langt í keppninni í ár. Wolfsburg komst 1-0 yfir en Manchester United jafnaði metin út vítaspyrnu og það var síðan miðvörðurinn Chris Smalling sem skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. United-liðið lenti síðan í vandræðum á lokakafla leiksins. „Þetta var ekki gott eftir að við komust yfir og það er sérstakt af því að í fimm eða sex síðustu leikjum hefur liðinu gengið vel að halda boltanum," sagði Louis van Gaal í viðtali við Guardian. „Leikmenn gáfu mikið af sér í fyrri hálfleik og það fór mikil orka í að vinna sig aftur inn í leikinn. Mikið leikjaálag síðustu vikur hafði líka áhrif. Ég skil samt ekki hvernig við fórum af því að missa boltann svona auðveldlega," sagði Van Gaal. Manchester United tapaði á móti PSV Eindhoven í fyrsta leiknum í Meistaradeildinni í ár og mátti því alls ekki við því að tapa í gær. „Við verðum að halda fótunum á jörðinni og liðið þarf að bæta leik sinni mikið ætli það sér að vinna Meistaradeildina. Við unnum samt Wolfsburg og ég er mjög ánægður með það. Leikmennirnir eru líka ánægðir með sigurinn en við vitum allir að liðið þarf að spila betur. Ég sagði það líka við mína menn í klefanum eftir leik," sagði Van Gaal. „Við erum í þessu til að bæta okkur og vinna hvern einasta leik. Við unnum í dag en við hefðum getað unnið þennan leik með sannfærandi hætti. Þetta var vissulega erfitt í lok leiksins. Fullt af mönnum í liðinu voru líka þreyttir eftir alla þessa leiki að undanförnu. Liðsandinn hélt okkur þá inn í leiknum," sagði Van Gaal. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mata magnaður í sigri Manchester United | Sjáðu mörkin Juan Mata var allt í öllu í 2-1 sigri Manchester United á Wolfsburg á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mata skoraði jöfnunarmark liðsins og lagði upp sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. 30. september 2015 20:30 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Louis van Gaal, knattspyrnustjóri Manchester United, var ánægður með lífsnauðsynlegan sigur á Wolfsburg í Meistaradeildinni í gærkvöldi en segir að lið hans verði að bæta sinn leik ætli liðið að ná langt í keppninni í ár. Wolfsburg komst 1-0 yfir en Manchester United jafnaði metin út vítaspyrnu og það var síðan miðvörðurinn Chris Smalling sem skoraði sigurmarkið snemma í seinni hálfleik. United-liðið lenti síðan í vandræðum á lokakafla leiksins. „Þetta var ekki gott eftir að við komust yfir og það er sérstakt af því að í fimm eða sex síðustu leikjum hefur liðinu gengið vel að halda boltanum," sagði Louis van Gaal í viðtali við Guardian. „Leikmenn gáfu mikið af sér í fyrri hálfleik og það fór mikil orka í að vinna sig aftur inn í leikinn. Mikið leikjaálag síðustu vikur hafði líka áhrif. Ég skil samt ekki hvernig við fórum af því að missa boltann svona auðveldlega," sagði Van Gaal. Manchester United tapaði á móti PSV Eindhoven í fyrsta leiknum í Meistaradeildinni í ár og mátti því alls ekki við því að tapa í gær. „Við verðum að halda fótunum á jörðinni og liðið þarf að bæta leik sinni mikið ætli það sér að vinna Meistaradeildina. Við unnum samt Wolfsburg og ég er mjög ánægður með það. Leikmennirnir eru líka ánægðir með sigurinn en við vitum allir að liðið þarf að spila betur. Ég sagði það líka við mína menn í klefanum eftir leik," sagði Van Gaal. „Við erum í þessu til að bæta okkur og vinna hvern einasta leik. Við unnum í dag en við hefðum getað unnið þennan leik með sannfærandi hætti. Þetta var vissulega erfitt í lok leiksins. Fullt af mönnum í liðinu voru líka þreyttir eftir alla þessa leiki að undanförnu. Liðsandinn hélt okkur þá inn í leiknum," sagði Van Gaal.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Mata magnaður í sigri Manchester United | Sjáðu mörkin Juan Mata var allt í öllu í 2-1 sigri Manchester United á Wolfsburg á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mata skoraði jöfnunarmark liðsins og lagði upp sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. 30. september 2015 20:30 Mest lesið Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Enski boltinn Beit andstæðing á HM Sport „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Enski boltinn Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ Enski boltinn Sjáðu mörkin úr mettapi KR Íslenski boltinn Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Enski boltinn Leik hætt eftir að leikmaður hné niður Fótbolti „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ Íslenski boltinn Vann maraþonið með 0,003 sekúndna mun Sport Þurftu að aflýsa síðasta leggnum vegna mótmæla Sport Fleiri fréttir „United er að keppa við hina Ferrari-bílana en með Skoda-vél“ „Ef félagið vill breyta um leikstíl verður það að breyta um mann“ Carragher sagði „heiladauðan“ Hannibal hafa kostað Burnley stig Keane tók Shaw á teppið: „Gafst upp og alltaf meiddur“ „Arteta hefur aldrei verið með jafn góðan hóp og núna“ Sjáðu City salta United og ískaldan Salah á vítapunktinum Víti í blálokin dugði Liverpool Tvö frá Haaland og Manchester er blá Hvoru megin í Manchester er meiri krísa? Sjáðu mörkin úr stórsigrum Arsenal og Spurs og dramatíkina í Lundúnum Sigur í fyrsta leik Andra í enska boltanum Nýi maðurinn hetja Newcastle og skrautlegt sjálfsmark Leeds Spurs í engum vandræðum með tíu Hamra Zubimendi með tvö í frábærum sigri Ekki keyptur til að gera það sama og Ederson Skiptir til Chelsea frá félagi með sömu eigendur Staðfestir að Bayindir verði í markinu gegn Man City Delap gæti verið frá fram í desember Grealish valinn leikmaður mánaðarins í fyrsta sinn Viðhafnarútsending af Doc Zone: Fimm leikir í enska og lokaumferðin í Lengjunni „Báðir með svona Manchester United æxli í heilanum“ Slot í skýjunum eftir ákvörðun þjálfara Svía Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Engin stig dregin af Chelsea Tyrkneska félagið staðfestir komu Onana Þjálfara kvennaliðs Sheffield United vikið tímabundið frá störfum Chelsea ákært fyrir 74 brot í eigendatíð Abramovich Fertugur Fabianski beðinn um að mæta aftur Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Sjá meira
Mata magnaður í sigri Manchester United | Sjáðu mörkin Juan Mata var allt í öllu í 2-1 sigri Manchester United á Wolfsburg á heimavelli í Meistaradeild Evrópu í kvöld. Mata skoraði jöfnunarmark liðsins og lagði upp sigurmarkið í upphafi seinni hálfleiks. 30. september 2015 20:30