Þrjár konur til viðbótar saka Cosby um kynferðisofbeldi Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 1. október 2015 08:30 Bill Cosby var vinsæll grínleikari hér á árum áður. Þrjár konur til viðbótar stigu fram í dag og ásökuðu Bill Cosby um kynferðislegt áreiti. Konurnar höfðu þagað yfir áreitninni í fjölda ára en ákváðu að stíga fram eftir að þær lásu sögur hinna kvennanna sem þegar hafa ásakað grínleikarann um að hafa misnotað sér aðstöðu sína og brotið á konunum. Ein kvennanna þriggja sem stigu fram í dag var þjónustustúlka á jassklúbbi á Redondo strönd í Kaliforníu á áttunda áratugnum. Hún hefur sakað Cosby um að hafa stolið nærbuxum sínum eftir að hafa byrlað henni lyf og brotið á henni í bílnum hennar þegar hún var meðvitundarlaus. Önnur kvennanna þriggja er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem lék aukahlutverk í „The Cosby Show“. Hún segir Cosby hafa sagt við hana að hún skyldi sofa hjá honum ellegar ætti hún aldrei færi á því að koma sér á framfæri í skemmtanabransanum. „Eftir að hafa lifað með þessum skammarlegu minningum í þögn í 35 ár fann ég loksins styrk í öllum hinum konunum sem hafa nýlega sagt sögur sínar,“ sagði Sharon Van Ert, fyrrum þjónustustúlkan á jassklúbbinum. Yfir fjörtíu konur hafa stigið fram og sakað Cosby um að hafa brotið á sér kynferðislega á síðastliðnum fjörtíu árum. Hann hefur þó aldrei verið kærður formlega og hefur alfarið neitað ásökununum. CNN greinir frá. Mál Bill Cosby Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57 Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42 Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Þrjár konur til viðbótar stigu fram í dag og ásökuðu Bill Cosby um kynferðislegt áreiti. Konurnar höfðu þagað yfir áreitninni í fjölda ára en ákváðu að stíga fram eftir að þær lásu sögur hinna kvennanna sem þegar hafa ásakað grínleikarann um að hafa misnotað sér aðstöðu sína og brotið á konunum. Ein kvennanna þriggja sem stigu fram í dag var þjónustustúlka á jassklúbbi á Redondo strönd í Kaliforníu á áttunda áratugnum. Hún hefur sakað Cosby um að hafa stolið nærbuxum sínum eftir að hafa byrlað henni lyf og brotið á henni í bílnum hennar þegar hún var meðvitundarlaus. Önnur kvennanna þriggja er fyrrum fyrirsæta og leikkona sem lék aukahlutverk í „The Cosby Show“. Hún segir Cosby hafa sagt við hana að hún skyldi sofa hjá honum ellegar ætti hún aldrei færi á því að koma sér á framfæri í skemmtanabransanum. „Eftir að hafa lifað með þessum skammarlegu minningum í þögn í 35 ár fann ég loksins styrk í öllum hinum konunum sem hafa nýlega sagt sögur sínar,“ sagði Sharon Van Ert, fyrrum þjónustustúlkan á jassklúbbinum. Yfir fjörtíu konur hafa stigið fram og sakað Cosby um að hafa brotið á sér kynferðislega á síðastliðnum fjörtíu árum. Hann hefur þó aldrei verið kærður formlega og hefur alfarið neitað ásökununum. CNN greinir frá.
Mál Bill Cosby Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57 Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42 Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Cosby viðurkenndi brot fyrir áratug Bill Cosby viðurkenndi í lokuðum vitnisburði hjá lögreglu að hafa greitt konum sem hann átti kynlíf með til að greina ekki frá því. 19. júlí 2015 09:57
Disney fjarlægir styttu af Cosby Meint fórnarlamb Cosby fer fram á að allur vitnisburður hans verði gerður opinber. 9. júlí 2015 10:42
Dickinson ætlar að falla frá stefnunni ef Cosby biðst afsökunar Vill að hann viðurkenni verknaðinn. 9. júlí 2015 10:30