Farþegar Primera Air fá ekki skaðabætur vegna seinkunar Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 1. október 2015 13:28 Farþegar Primera Air á Shannon-flugvelli. vísir Farþegarnir 150 sem voru í vél Primera Air frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur þann 26. ágúst síðastliðinn munu ekki fá bætur frá flugfélaginu. Farþegunum barst tölvupóstur þessa efnis frá fyrirtækinu í dag. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur tók alls 26 klukkutíma en þegar allt er eðlilegt tekur flugferðin fimm tíma. Fram kemur í tölvupósti Primera Air til farþeganna að ástæða seinkunarinnar hafi verið „óhagstæð, ófyrirséð og óvanaleg veðurskilyrði fyrir árstíma á varaflugvöllunum Akureyri og Egilsstöðum.“ Seinkunin hafi því verið utan valdsviðs flugrekanda og því beri því ekki að greiða skaðabætur vegna hennar. Segir í póstinum að óhagstætt veðurfar hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið. Skipulagning og undirbúningur vegna þess hafi tekið tíma en breytt flugleið þýddi að millilenda þurfti á Írlandi. „Því miður tókst afgreiðsluaðilum okkar á Írlandi ekki að afgreiða vélina innan tímamarka og eins og kunnugt er þá rann áhöfn okkar út á tíma – enda mjög ströng skilyrði um vinnutíma áhafna sem tryggja öryggi í flugi. Reglur um vinnutíma er bæði félagsins sjálfs og svo sameiginleg löggjöf í Evrópu sem aldrei má víkja frá. Þetta þýddi að stöðva þurfti för vélarinnar og fóru farþegar og áhöfn á hótel á kostnað flugrekanda að sjálfsögðu,“ segir í pósti Primera Air. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Farþegarnir 150 sem voru í vél Primera Air frá Tenerife á Spáni til Keflavíkur þann 26. ágúst síðastliðinn munu ekki fá bætur frá flugfélaginu. Farþegunum barst tölvupóstur þessa efnis frá fyrirtækinu í dag. Ferðalagið frá Tenerife til Keflavíkur tók alls 26 klukkutíma en þegar allt er eðlilegt tekur flugferðin fimm tíma. Fram kemur í tölvupósti Primera Air til farþeganna að ástæða seinkunarinnar hafi verið „óhagstæð, ófyrirséð og óvanaleg veðurskilyrði fyrir árstíma á varaflugvöllunum Akureyri og Egilsstöðum.“ Seinkunin hafi því verið utan valdsviðs flugrekanda og því beri því ekki að greiða skaðabætur vegna hennar. Segir í póstinum að óhagstætt veðurfar hafi gert það að verkum að breyta þurfti vanalegri flugleið. Skipulagning og undirbúningur vegna þess hafi tekið tíma en breytt flugleið þýddi að millilenda þurfti á Írlandi. „Því miður tókst afgreiðsluaðilum okkar á Írlandi ekki að afgreiða vélina innan tímamarka og eins og kunnugt er þá rann áhöfn okkar út á tíma – enda mjög ströng skilyrði um vinnutíma áhafna sem tryggja öryggi í flugi. Reglur um vinnutíma er bæði félagsins sjálfs og svo sameiginleg löggjöf í Evrópu sem aldrei má víkja frá. Þetta þýddi að stöðva þurfti för vélarinnar og fóru farþegar og áhöfn á hótel á kostnað flugrekanda að sjálfsögðu,“ segir í pósti Primera Air. Við brottför frá Spáni var farþegunum tilkynnt að vélin væri mjög þung og því þyrfti að millilenda á Shannon-flugvelli á Írlandi til að taka eldsneyti. Sömuleiðis var tilkynnt að veðurspáin á Norðurlandi væri slæm og því væri ekki hægt að treysta á Akureyrarflugvöll sem varaflugvöll. Í aðdraganda lendingarinnar var farþegum sagt að það tæki um tuttugu mínútur að fylla vélina. Við tók tveggja tíma bið á Shannon-flugvelli þar sem kom í ljós að áhöfn vélarinnar hafði unnið of lengi og mátti ekki halda áfram án lágmarkshvíldar. Var því tekin sú ákvörðun að koma farþegunum fyrir á hóteli og var áætluð brottför daginn eftir. Seinkun varð því á fluginu daginn og er talið að eiginleg töf á þessu ferðalagi hafi verið um átta klukkustundir því vélinni seinkaði einnig frá Tenerife.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27 Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25 Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41 „Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52 „Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46 Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51 Mest lesið Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Innlent Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Innlent Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Sérsveitin handtók mann í Garðabæ Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Of miklar upplýsingar sköpuðu rugling Ásgeir Vilhjálmsson, framkvæmdastjóri hjá Primera Air, segir flugfélagið harmar þær miklu tafir sem urðu á flugi frá Tenerife til Íslands í vikunni. 28. ágúst 2015 18:27
Farþegar Primera Air leita réttar síns Voru í 26 tíma frá Tenerife til Keflavíkur í síðustu viku þar sem millilent var á Shannon-flugvelli. 3. september 2015 10:25
Farþegar Primera Air bíða enn svars vegna bóta Flugfélagið hefur rúman mánuð til að svara. 22. september 2015 12:41
„Þetta er skammarlegt fyrir flugfélagið“ Farþegi í vél Primera Air sem gista þurfti eina nótt á Írlandi vandar flugfélaginu ekki kveðjurnar. 27. ágúst 2015 20:52
„Fólk talar ekki mjög fallega um Primera Air þessa stundina“ Farþegar í vél Primera Air hafa verið sólarhring á leiðinni heim til Íslands frá Tenerife. 27. ágúst 2015 15:46
Íslendingar biðu í um tvo tíma í flugvél á Shannon-flugvelli á Írlandi í dag Áhöfninni var bannað að fljúga því hún hafði unnið of lengi. 26. ágúst 2015 21:51