Freyr og Davíð hættir með Leikni | "Fer stoltur frá verkefninu“ Árni Jóhannsson skrifar 3. október 2015 16:22 Freyr Alexandersson. Vísir/ernir „Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Freyr var að þjálfa í fyrsta sinn í efstu deild karla en hann sagðist hafa lært ýmislegt. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararnir og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt.“ Freyr var þakklátur öllum þeim sem komu að Leiknisliðinu í sumar. „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera.“ Freyr var þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk í sumar. „Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími,“ sagði Freyr meyr. „Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími,“ sagði Freyr að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
„Við hefðum getað spilað vörn í fyrri hálfleik, við höfum spilað góða vörn í allt sumar en það verður að segjast að við vorum bara ekki í standi í fyrri háfleik. Því miður þurftum við að taka aðeins á því í hálfleik og spiluðum seinni háfleikinn fínt“, sagði Freyr Alexandersson, þjálfari Leiknis eftir tap á móti Keflavík fyrr í dag. Freyr var að þjálfa í fyrsta sinn í efstu deild karla en hann sagðist hafa lært ýmislegt. „Ég hef nú verið hér áður með Val sem aðstoðarþjálfari og er upplifunin er þannig að við getum verið stoltir af ofboðslega mörgu en þegar upp er staðið þá vorum við kannski ekki nógu góðir á ákveðnum sviðum. Við komum alltaf út úr þessu reynslunni ríkari liðið, leikmennirnir og þjálfararnir og vonandi nýtist sú reynsla á réttan hátt.“ Freyr var þakklátur öllum þeim sem komu að Leiknisliðinu í sumar. „Við þurfum að fara með þetta á réttan stað og gerum þetta upp hver og einn og svo félagið í heild sinni. Ég er mjög stoltur af stuðningsmönnunum, félaginu og hverfinu og við erum það þjálfararnir og ótrúlega þakklátir fyrir það sem að við gerðum. Þegar við Davíð tókum við liðinum var þetta eitt af okkar markmiðum að sameina félagið okkar aftur, búa til liðsheild og búa til samfellu í öllu sem við erum að gera.“ Freyr var þakklátur fyrir stuðninginn sem liðið fékk í sumar. „Við fengum allt hverfið með okkur, stórkostlega stuðningsmenn sem ég mun aldrei gleyma samverunni með. Við eru miklu meira stoltir en annað en á móti erum við svekktir og munum aldrei sætta okkur við að hafa fallið niður um deild. Við trúðum því þangaði til um síðustu helgi að við myndum halda okkur uppi.“ Hann var að lokum spurður hvort hann yrði áfram í Breiðholtinu næsta sumar. „Nei við þjálfararnir höfum ákveðið það að stíga til hliðar og við þökkuðum fyrir okkur inn í klefa áðan og það var dálítið erfitt. Við erum búnir að vera með liðið í þrjú ár núna og búnir að gera góða hluti að okkar mati og þetta hefur verið æðislegur tími,“ sagði Freyr meyr. „Tími sem mun aldrei gleymast hjá okkur og vonandi ekki félaginu, ég persónulega náði 18 markmiðum af 20 sem ég setti mér þegar ég tók við félaginu og fer stoltur frá verkefninu og þakka Davíð og Val fyrir og félaginu. Þetta er búið að vera magnaður tími,“ sagði Freyr að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00 Mest lesið Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Handbolti Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti Járnkona sundsins kveður Sport „Megum ekki við fleiri meiðslum í bili“ Sport Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Enski boltinn „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Körfubolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 31-31 | Góð fyrirheit fyrir HM Handbolti Dagur hundóánægður eftir sigur og saknar lykilmanns Handbolti Fleiri fréttir Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Keflavík - Leiknir 3-2 | Keflavík kvaddi með sigri Keflavík vann kveðjuleikinn sem var fjörugur. 3. október 2015 13:00