Ásmundur: Ætlum að bretta upp ermar Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 5. október 2015 19:34 Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ásmundur Arnarsson tekinn við þjálfarastarfinu hjá Fram. Fram verður þriðja liðið sem Ásmundur stýrir á þessu ári en hann tók við ÍBV um mitt sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylki. Ásmundur sá sér hins vegar ekki fært að halda áfram sem þjálfari ÍBV og er nú kominn á fornar slóðir en hann lék um tíma með Fram og er níundi markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Ásmundur að þetta hefði ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ekkert sérstaklega langan. Ég var bara að einbeita mér að því að klára síðasta verkefni í Eyjum en ég heyrði af áhuganum héðan aðeins áður en mótinu lauk,“ sagði Ásmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning við Fram. Hans bíður erfitt verkefni en Fram var nálægt því að falla í 2. deild í haust eftir vont tímabil. Ásmundur tekur við starfinu af Pétri Péturssyni sem stýrði Fram lengst af í sumar eftir að Kristinn Rúnar Jónsson dró sig í hlé í vor. „Það sjá það allir að þróun félagsins undanfarin tvö ár hefur ekki verið nægjanlega góð. Nú er ætlunin að bretta upp ermar og reyna að snúa þessu dæmi við,“ sagði Ásmundur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12 Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Eins og fram kom á Vísi fyrr í dag er Ásmundur Arnarsson tekinn við þjálfarastarfinu hjá Fram. Fram verður þriðja liðið sem Ásmundur stýrir á þessu ári en hann tók við ÍBV um mitt sumar eftir að hafa verið sagt upp störfum hjá Fylki. Ásmundur sá sér hins vegar ekki fært að halda áfram sem þjálfari ÍBV og er nú kominn á fornar slóðir en hann lék um tíma með Fram og er níundi markahæsti leikmaður félagsins í efstu deild frá upphafi. Í samtali við Arnar Björnsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 sagði Ásmundur að þetta hefði ekki átt sér langan aðdraganda. „Nei, ekkert sérstaklega langan. Ég var bara að einbeita mér að því að klára síðasta verkefni í Eyjum en ég heyrði af áhuganum héðan aðeins áður en mótinu lauk,“ sagði Ásmundur sem skrifaði undir þriggja ára samning við Fram. Hans bíður erfitt verkefni en Fram var nálægt því að falla í 2. deild í haust eftir vont tímabil. Ásmundur tekur við starfinu af Pétri Péturssyni sem stýrði Fram lengst af í sumar eftir að Kristinn Rúnar Jónsson dró sig í hlé í vor. „Það sjá það allir að þróun félagsins undanfarin tvö ár hefur ekki verið nægjanlega góð. Nú er ætlunin að bretta upp ermar og reyna að snúa þessu dæmi við,“ sagði Ásmundur en viðtalið í heild sinni má sjá í spilaranum hér að ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12 Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00 Mest lesið Býður sig óvænt fram til forseta fyrst kvenna Sport Dortmund biðst afsökunar á að hafa gert grín að stamandi áhrifavaldi Fótbolti Sjáðu glæsimark Rashford gegn Newcastle og öll hin Fótbolti Littler laug því að hann væri hættur Sport „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Handbolti Atlético og UEFA rannsaka myndband af hrákanum Fótbolti Potter undir mikilli pressu Enski boltinn Óttast að Amorim verði rekinn ef illa fer gegn Chelsea Enski boltinn Segir að United hafi keypt rangan markvörð: „Aldrei heyrt um hann“ Enski boltinn Langfljótastur í fimmtíu mörkin Fótbolti Fleiri fréttir Fékk viljandi rautt og gæti misst af úrslitaleiknum „Maður spyr sig hvar maður á heppnina inni“ „Svekkjandi að við gefum þeim fjögur mörk“ „Sex til sjö leikmenn haltrandi inni á vellinum“ Uppgjörið: HK - Þróttur 4-3 | HK fer með eins marks forskot í senini leikinn eftir rússibanareið John Andrews tekur við KR Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann Ágúst hættir hjá Leikni Kallað eftir feitri sekt og tapi en Stjarnan þarf að greiða 150 þúsund KR geti fallið og Valur að trenda í öfuga átt Umspilið hefst í kvöld: „Fengum hjálp frá greiningardeildinni á Húsavík“ Leikirnir eftir tvískiptingu: Skagamenn fara á Ísafjörð, til Akureyrar og Eyja Segja áruna yfir röflandi Blikum slæma Líktu varnarleik KR við varnarleik fimmtugs old boys liðs Sjáðu hvernig ÍA lyfti sér af botninum og mörkin í Smáranum „Sérfræðingarnir sem hafa spáð okkur tólfta sætinu“ Lárus Orri: Fórum í „Fuck you mode“ Uppgjörið: ÍA - Afturelding 3-1 | Sigurganga Skagamanna heldur áfram Uppgjörið: Breiðablik - ÍBV 1-1 | Eyjamenn náðu ekki upp í efri hlutann Sigur færir Eyjamönnum sæti í efri hlutanum Sjáðu mörkin úr mettapi KR Uppgjör: Valur - Stjarnan 1-2 | Stjarnan mætt af fullum þunga í titilbaráttuna „Hrikalega sáttur með þetta“ „Ég verð að horfa í spegilinn eftir svona frammistöðu“ „Búnir að æfa það að setja Sigurjón upp í senterinn“ Uppgjörið: KA - Vestri 4-1 | Frábær sigur dugði ekki til Uppgjörið: Valur - Tindastóll 6-2 | Fanndís fór hamförum Uppgjör: FHL - Breiðablik 1-5 | Breiðablik náði 11 stiga forystu á toppnum og felldi FHL um leið Uppgjörið: FH - Fram 2-2 | Dramatík í Krikanum Uppgjörið: KR - Víkingur 0-7 | KR-ingar niðurlægðir á heimavelli Sjá meira
Stjórnarmaðurinn sem reifst við Pétur hættur Viðar Guðjónsson er hættur í stjórn knattspyrnudeildar Fram eftir atvik sem átti sér stað í leik Fram og Selfoss í gær. Þetta kemur fram í yfirlýsingu á heimasíðu Fram. 19. ágúst 2015 17:12
Alltaf stöngin út hjá okkur Sverrir Einarsson, formaður knattspyrnudeildar Fram, er bjartsýnn á framtíð félagsins þótt það eigi það á hættu að falla niður um deild annað árið í röð. Hann segir framkomu stjórnarmanns gagnvart þjálfara félagsins í leik á þriðjudag ekki hafa verið boðlega. 20. ágúst 2015 07:00
Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 1-2 | Njarðvík leiðir Suðurnesjaslaginn en missir Oumar Diouck í leikbann