WOW air hefur aldrei flutt jafnmarga farþega í septembermánuði eins og nú í ár. Félagið flutti um 74 þúsund farþega til og frá landinu í september eða um 70% fleiri farþega en í september árið 2014, segir í tilkynningu. Sætanýting WOW air í september var 90%. Framboðnum sætiskílómetrum fjölgaði um 101% í september frá því á sama tíma í fyrra.
Það sem af er árinu hefur WOW air flutt um 545 þúsund farþega en það er 38% aukning farþega á sama tímabili frá árinu áður.
Farþegaaukning 70% á milli ára hjá WOW air
