Gengið framhjá hagsmunum almennings í samningum við þrotabú föllnu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2015 13:46 Talsmenn Indefence segjast ekki sannfærðir um að gætt sé að hagsmunum almennings í væntanlegum samningum við þrotabú föllnu bankanna. vísir/arnþór Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings. Gjaldeyrishöft Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira
Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Hvetur fólk til að nota arf barnanna og nýta peningana sína snemma Atvinnulíf Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Skúli og félagar sýknaðir en þrotabúið fær 750 milljónir Hafna ásökunum um smánarlaun Segja gjald á nikótínpúða leiða til aukinna reykinga „Þið hafið efni á þessari kauphækkun, borgið hana núna“ Staðfesta dóm héraðsdóms en lækka bætur til Vinnslustöðvar Þrír nýir stjórnendur hjá Wisefish Nebraska heyrir sögunni til Smána Bakkavararbræður fyrir greiðslu „fátæktarlauna“ Stækka gagnaverin á Akureyri og í Reykjanesbæ Í beinni: Kosningafundur atvinnulífsins Sætanýtingin aldrei verið betri í október ECIT AS kaupir meirihluta í Bókað frá KPMG Manneskja með von á bakvið hverja einustu umsókn Aukning í ferðalögum til landsins Breytingar í framkvæmdastjórn Origo Linda ráðin framkvæmdastjóri háttsemiseftirlits Ráðinn framkvæmdastjóri Marel Fish Daði og Hrefna nýir deildarstjórar hjá Veitum Skipti máli fyrir rekstur iðnfyrirtækja að lækka vexti og verðbólgu Um 550 milljónum deilt til 27 einkarekinna fjölmiðla Byggja hótel og 1.500 fermetra baðlón í Vestmannaeyjum Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Sjá meira