Gengið framhjá hagsmunum almennings í samningum við þrotabú föllnu bankanna Heimir Már Pétursson skrifar 7. október 2015 13:46 Talsmenn Indefence segjast ekki sannfærðir um að gætt sé að hagsmunum almennings í væntanlegum samningum við þrotabú föllnu bankanna. vísir/arnþór Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings. Gjaldeyrishöft Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira
Indefence hópurinn telur hagsmunum almennings ekki borgið með þeim drögum að stöðugleikasamningum sem liggja fyrir við þrotabú föllu bankanna. Búin munu greiða um 500 milljörðum minna til ríkissjóðs með samkomulaginu en ef stöðugleikaskattur yrði lagður á eignir búanna. Alþingi samþykkti lög í júní um afnám gjaldeyrishafta þar sem gert var ráð fyrir tveimur leiðum sem þrotabú föllnu bankanna gætu farið við uppgjör á búunum. Annars vegar gætu búin gert stöðugleikasamkomulag við ríkið fyrir áramót eða greitt 39 prósenta stöðugleikaskatt á eignir búanna sem er gríðarlegar. Á undanförnum vikum hefur verið að fæðast samkomulag milli þrotabúanna og Seðlabankans, sem ekki hefur verið greint frá opinberlega. Indefence hópurinn sem barðist á sínum tíma gegn Icesave hefur miklar efasemdir um þessa væntanlegu samninga þrotabúanna. Davíð Blöndal, eðlisfræðingur og félagsmaður í Indefence, minnir á að á kynningarfundi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar forsætisráðherra og Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra hafi verið lögð áhersla á að leiðirnar tvær væru jafngildar hvað hagsmuni almennings varðar. „Skatturinn átti samkvæmt kynningu stjórnvalda að gefa 850 milljarða. Nú erum við að tala um 334 milljarða sem slitabúin muni greiða. Við í Indefence höfum verið að reyna að fá upplýsingar um það hvernig þetta á að vera jafngilt. Af því hluti af því sem kynnt var þarna var að þetta ætti að vera jafngilt. Við höfum sent opið bréf til Seðlabankans , hitt seðlabankastjóra og farið á fund efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis og sent bréf til fjármálaráðherra. Og við höfum bara ekki fengið þær upplýsingar sem við teljum að við þurfum að fá til að meta hvort og hvernig þetta getur verið jafngilt,“ segir Davíð. Nauðsynlegt sé að gera svo kallaða greiðslujafnaðargreiningu á samkomulagi við föllnu bankana og gera hana opinbera. „Hún segir til um það hversu miklir möguleikar eru á því að afnema gjaldeyrishöftin á almenning. Af því að það sem er verið að gera núna, það er verið að afnema gjaldeyrishöft á kröfuhafa slitabúanna, afnema gjaldeyrishöft á krónubréfaeigendur og þeir taka út með sér fimm til sex hundruð milljarða af gjaldeyri,“ segir Davíð. Án greiðslujafnaðargreiningarinnar sé ekki hægt að segja til um hvenær hægt sé að afnema gjaldeyrishöft á almenning. „Og samkvæmt stefnu ríkisstjórnarinnar átti að setja hagsmuni almennings í fyrirrúm.Við erum ekki sannfærðir um að það hafi verið gert,“ segir Davíð.Þarna munar um fimm hundruð milljörðum króna (á leiðunum tveimur). Það eru gífurlegir fjármunir? „Það er verið að hliðra til og lækka lífskjörin sem nemur þessu. Þetta jafngildir t.d. heildarvöruútflutningi Íslands sem var 600 milljarðar í fyrra. Þetta er tvöfalt verðmæti Landsvirkjunarnánast, samkvæmt upplýsingum fjármálaráðherra fyrir árið 2013. Þetta er fimmtíu sinnum meira en lífeyrissjóðirnir mega taka út í ár af gjaldeyri til að fjárfesta í útlöndum,“ segir Davíð Blöndal. Á meðan staðan sé þessi sé ekki verið að verja hagsmuni almennings.
Gjaldeyrishöft Mest lesið Fólk eigi ekki að greiða fyrir að nota peninginn sinn Neytendur Forstjórinn sem saumar þjóðbúninginn öll mánudagskvöld Atvinnulíf Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Viðskipti innlent Þróaði app til að hjálpa fólki í meðferð þegar kerfið brást Neytendur Andlega uppsögnin: „Þetta er ekki sonur minn sko…“ Atvinnulíf Segja verðið betra en í Krónunni, Bónus og Costco Neytendur Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Viðskipti innlent Innkalla brauð vegna brots úr peru Neytendur „Eins og stundum vanti hvatann hjá stofnunum til þess að vilja hagræða“ Atvinnulíf Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hallur Flosa rekstrarstjóri prentlausna hjá OK Telur furðulegt að „banki allra landsmanna“ veiti ekki íbúðalán í dreifbýli Berglind Una ný forstöðukona Digital Labs hjá Origo Loðnubrestur hefur gríðarleg áhrif á samfélagið Loðnumælingar gefa ekki ástæðu til bjartsýni Þrír nýir eigendur bætast í hópinn Vatnsbúskapurinn fer batnandi Hildur nýr mannauðsstjóri Distica Einkaþotufyrirtæki með skrautlega sögu svipt starfsleyfi vegna öryggismála Norska sjóbjörgunarsveitin semur við íslenskt fyrirtæki Boða til fundar með íbúum Ölfuss um kolefnisförgunarstöð Ari nýr tæknistjóri Fimmti hver leigjandi vildi heldur búa annars staðar Nýtt 68 herbergja hótel byggt á Hvolsvelli Taka jákvætt í kolefnisförgunarstöð í Ölfusi Ölgerðin kaupir Gæðabakstur Segir skipta gríðarlegu máli að fá loðnuvertíð Kaffi Kjós til sölu Skóari skellir í lás á Grettisgötunni Brotið á Jóhannesi en Birkir fer tómhentur frá Strassborg Karen inn fyrir Þórarin Björn Leifsson horfir til Vestmannaeyja Yfirtakan hækkaði gengi krónunnar töluvert Afkoma Arion lengst yfir spám greinenda Þögul sem gröfin um auglýsinguna umdeildu Eftirlitið gefur lítið fyrir yfirlýsingu Styrkáss Erla Ósk ráðin forstöðumaður EMBA náms við HR Fjögur skip hefja leit að loðnu Segir seinkun Hvammsvirkjunar geta þýtt tugmilljarða tekjutap Svigrúm fyrir keppinauta „sem ástunda ekki jafnósvífna verðlagningu“ Sjá meira