Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 15:00 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Fótbolti „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Íslenski boltinn Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti Tæplega þriggja áratuga ferli Alexanders lokið Handbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Fótbolti Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi Fótbolti Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo Fótbolti Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Fótbolti Fleiri fréttir Lokaæfing fyrir EM tekin í þrumum og eldingum „Þetta er svekkjandi“ „Engar svakalegar reglur hér“ „Vonbrigði að komast ekki í úrslitin í fyrra“ Treyjan hans Bjarka í góðum höndum hjá Mainoo „Mitt persónulega markmið að kveikja í stuðningsmönnum Vals“ Trent lagði upp er Madrídingar komust í átta liða úrslit Biðjast afsökunar á kynningarmyndbandi „Þegar allir eru tilbúnir að gefa af sér þá gerast svona hlutir“ Uppgjörið: Valur - Stjarnan 3-1 | Valur í úrslit Innkoma Caulker jákvæð: „Tekið vel á varnarhlutanum“ Klár í erfiðan slag við Ísland: „Þær eru fljótar en við erum með svipað lið“ „Eitt það versta sem ég hef séð síðustu ár“ Glódís alveg búin að kveðja meiðslin og allar klárar í slag við Finna Svona var fundurinn fyrir fyrsta leik Íslands á EM Þjálfari Finna segir sitt lið þurfa að varast Sveindísi „Tilhugsunin um að spila fyrir annað félag sat bara ekki rétt í mér“ Fjöldi Íslendinga á EM og Tólfan slær taktinn Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Sjá meira
Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35