Ásgerður: Þurfum að taka fast á henni Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 7. október 2015 15:00 Ásgerður Stefanía Baldursdóttir. Vísir/Andri Marinó Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
Ásgerður Stefanía Baldursdóttir, fyrirliði Stjörnunnar, segir að Garðbæingar séu betur í stakk búnir til að mæta rússneska liðinu Zvezda 2005 í 32-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu en í fyrra. "Það verður ekki auðveldara en kannski aðeins þægilegra þar sem við þekkjum liðið og hvernig fótbolta þær spila. Þetta er geysisterkt lið en við ætlum okkur sigur í þetta skipti," sagði Ásgerður á æfingu Stjörnuliðsins í gær. Stjarnan og Zvezda mættust einnig í 32-liða úrslitum Meistaradeildarinnar í fyrra þar sem rússneska liðið hafði betur; vann fyrri leikinn á Samsung-vellinum 2-5 og þann seinni á heimavelli 3-1, og fóru áfram, 8-3 samanlagt. "Við þurfum aðallega að passa markið okkar og verðum eiginlega að halda hreinu hérna heima," sagði Ásgerður um leikinn í kvöld. "Það tókst mjög illa í fyrra þannig að við þurfum að gera betur í ár og allavega ná jafntefli. Auðvitað stefnum við að sigri en jafntefli væru ekki vond úrslit fyrir okkur að fara með út," bætti Ásgerður við. Framherjinn Josée Nahi frá Fílabeinsströndinni fór illa með Stjörnuvörnina í fyrri leiknum í fyrra þar sem hún skoraði fjögur af fimm mörkum Zvezda. Ásgerður segir að það sé mikilvægt að hafa góður gætur á henni. "Við ætlum að reyna að stoppa hana. Við vissum eiginlega ekki hvað við vorum að fara út í í fyrra, við vorum bara búnar að sjá nokkur myndbönd af henni. En núna vitum við meira og við þurfum mæta fast á hana og taka á henni," sagði Ásgerður sem segir leikformið á Stjörnuliðinu ágætt þótt það sé tæpur mánuður síðan Íslandsmótið kláraðist. "Það er ágætt, við spiluðum tvo æfingaleiki sem hjálpuðu talsvert. En leikformið dettur ekki niður á tæpum mánuði. Síðan vorum við nokkrar í landsliðsverkefnum þannig að ég hef engar áhyggjur af leikforminu," sagði Ásgerður að lokum.Leikur Stjörnunnar og Zvezda hefst klukkan 19:00 en hægt verður að fylgjast með leiknum í beinni textalýsingu á Vísi.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35 Mest lesið Bað kærastann sinn afsökunar Sport Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Fótbolti „Fáránleg staða sem er komin upp“ Enski boltinn Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum Fótbolti Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Fótbolti Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Enski boltinn Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Enski boltinn Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Enski boltinn Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Enski boltinn Fleiri fréttir Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Enrique staðfestir að Donnarumma sé á förum frá PSG „Þetta var bara út um allt“ Wrexham áfram eftir vítaspyrnukeppni „Þetta var eflaust frábær leikur fyrir áhorfendur“ Nýtt hlaðvarp Sýnar um draumaliðsleik enska boltans FCK rassskellti frændur sína frá Malmö Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu Dýrasti leikmaður í sögu City lánaður til Everton Enska augnablikið: Forsjáli félaginn sem missti af öllu Úr enska boltanum í eiturlyfjasmygl og sjö ára fangelsi Sjá meira
Guðmunda Brynja og Svava Rós í landsliðshópinn Tvær breytingar á kvennalandsliðinu fyrir leikina gegn Makedóníu og Slóveníu. 7. október 2015 13:35