Ferðamenn orðnir milljón á árinu Sæunn Gísladóttir skrifar 7. október 2015 16:09 Heildarfjöldi ferðamanna í septembermánuði hefur meira en fimmfaldast frá árinu 2002. Vísir/Pjetur Fjöldi ferðamanna sem komið hafa til Íslands á árinu er nú kominn yfir eina milljón. Það sem af er ári hafa 1.010.186 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 222.087 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 28,2% aukningu milli ára. Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 39,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í september frá því Ferðamálastofa hóf talningar, segir í tilkynningu. Aukningin hefur verið alla mánuði ársins milli ára, eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí og 23,4% í ágúst.71% ferðamanna í september af tíu þjóðernum Um 71% ferðamanna í september síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 22,7% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Þjóðverjar (10,3%) og Bretar (10,3%). Þar á eftir fylgdu síðan Kanadamenn (5,5%), Norðmenn (4,5%), Frakkar (4,1%), Danir (4,0%), Svíar (3,7%), Kínverjar (3,5%) og Spánverjar (2,8%). Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Kanadamönnum og og Kínverjum mest milli ára í september en 12.643 fleiri Bandaríkjamenn komu í september í ár en í fyrra, 3.294 fleiri Bretar, 2.734 fleiri Þjóðverjar, 2.347 fleiri Kanadamenn og 2.342 fleiri Kínverjar. Þessar fimm þjóðir báru uppi 67,2% aukningu ferðamanna í september. Dönum, Norðmönnum og Rússum fækkaði hins vegar í september í ár frá því í fyrra. Heildarfjöldi ferðamanna í septembermánuði hefur meira en fimmfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa nærri áttfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,annað“ sem hafa tífaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og Bretlandi hafa nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast. Frá áramótum hafa 336.934 Íslendingar farið utan eða 38.246 fleiri en á sama tímabili árið 2014. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira
Fjöldi ferðamanna sem komið hafa til Íslands á árinu er nú kominn yfir eina milljón. Það sem af er ári hafa 1.010.186 erlendir ferðamenn farið frá landinu eða 222.087 fleiri en á sama tíma í fyrra. Um er að ræða 28,2% aukningu milli ára. Um 123 þúsund erlendir ferðamenn fóru frá landinu í september síðastliðnum samkvæmt talningum Ferðamálastofu í Flugstöð Leifs Eiríkssonar eða 35 þúsund fleiri en í september á síðasta ári. Aukningin nemur 39,4% milli ára og hefur hún ekki mælst svo há milli ára í september frá því Ferðamálastofa hóf talningar, segir í tilkynningu. Aukningin hefur verið alla mánuði ársins milli ára, eða 34,5% í janúar, 34,4% í febrúar, 26,8% í mars, 20,9% í apríl, 36,4% í maí, 24,2% í júní, 25,0% í júlí og 23,4% í ágúst.71% ferðamanna í september af tíu þjóðernum Um 71% ferðamanna í september síðastliðnum voru af tíu þjóðernum. Bandaríkjamenn voru fjölmennastir eða 22,7% af heildarfjölda og næstfjölmennastir voru Þjóðverjar (10,3%) og Bretar (10,3%). Þar á eftir fylgdu síðan Kanadamenn (5,5%), Norðmenn (4,5%), Frakkar (4,1%), Danir (4,0%), Svíar (3,7%), Kínverjar (3,5%) og Spánverjar (2,8%). Af einstaka þjóðernum fjölgaði Bandaríkjamönnum, Bretum, Þjóðverjum, Kanadamönnum og og Kínverjum mest milli ára í september en 12.643 fleiri Bandaríkjamenn komu í september í ár en í fyrra, 3.294 fleiri Bretar, 2.734 fleiri Þjóðverjar, 2.347 fleiri Kanadamenn og 2.342 fleiri Kínverjar. Þessar fimm þjóðir báru uppi 67,2% aukningu ferðamanna í september. Dönum, Norðmönnum og Rússum fækkaði hins vegar í september í ár frá því í fyrra. Heildarfjöldi ferðamanna í septembermánuði hefur meira en fimmfaldast frá árinu 2002 og munar þá mestu um aukningu N-Ameríkana sem hafa nærri áttfaldast og þeirra sem flokkast undir ,,annað“ sem hafa tífaldast. Ferðamenn frá Mið- og S-Evrópu og Bretlandi hafa nærri þrefaldast og Norðurlandabúar ríflega tvöfaldast. Frá áramótum hafa 336.934 Íslendingar farið utan eða 38.246 fleiri en á sama tímabili árið 2014.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Viðskipti innlent Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Viðskipti innlent Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Viðskipti erlent Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ Viðskipti innlent Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Viðskipti innlent Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Viðskipti innlent „Í fréttum lítur þetta allt saman nokkuð vel út, en...“ Atvinnulíf Hundrað þúsund í höfuðstólinn eru orðin að átján í dag Neytendur „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Viðskipti innlent Selur hjörð en ekki jörð Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lækkuðu vegna vaxtamálsins: „Lánakjör heimilanna hafa snarlega versnað“ „Aumingjalegt skref“ í rétta átt Fullt tilefni enda hafi aðstæður gjörbreyst á skömmum tíma Svona virka verndaraðgerðir ESB vegna kísilmálms Bein útsending: Rökstyðja lækkun stýrivaxta Seðlabankinn lækkar óvænt stýrivexti Skilja töskur eftir ef von er á kröftugum mótvindi Efnahagslegt tjón lítið ef nokkuð en öll prinsipp þverbrotin „ESB hefur nú sýnt klærnar og sitt rétta andlit“ Frá Sýn til Fastus Þrír forstöðumenn til starfa hjá Íslandsbanka Kortavelta á fljúgandi siglingu og vaxtalækkun ólíkleg „Það er verið að brjóta gegn grundvallaratriðum EES-samningsins“ „Varnarsigur“ að fá inn texta um samráð um áhrif tollanna Selur hjörð en ekki jörð Samþykktu verndartolla sem bitna á Íslandi og Noregi Orri einbeitir sér að bæjarmálunum og Kári tekur við Stjórnendur fyrirtækja svartsýnir Vigdís til Hringborðs hafs og eldis Hver er munurinn á séreign og samtryggingu? Óboðlegt að sitja undir íþyngjandi regluverki en njóta ekki ágóðans Ferðaþjónusturisar stefna á sameiningu Ráðinn nýr forstöðumaður hjá Origo Vonar að frestun fundarins marki stefnubreytingu „Loftslagsbanki“ veitir Veitum fimmtán milljarða króna lán Fríður nýr mannauðs- og gæðastjóri Lyfja og heilsu Pavel í baðstofubransann Segja ákvörðun um verndartolla enn slegið á frest Tveggja ára gamall umræðuþráður hafði áhrif á bókanir ferðaþjónustufyrirtækis Íbúar vilja fella úr gildi starfsleyfi Hygge vegna mengunar Sjá meira