Félagsmenn SFR ætla að sýna samningsvilja sinn í verki með því að mæta við Stjórnarráðið fyrir ríkisstjórnarfund klukkan korter yfir níu í fyrramálið.
„Við viljum reyna að ná til ríkisstjórnarinnar og vekja athygli á okkar kröfum og því að við höfum verið samningslausir í á fimmta mánuð,“ segir Árni Stefán Jónsson, formaður SFR.
„Þá höfum við farið fram á að fá að afhenda Sigmundi Davíð Gunnlaugssyni, forsætisráðherra, yfirlýsingu þar sem við ætlum að krefja hann um að það verði samið við okkur.“
Árni segir að ekki hafi verið boðað til nýs samningafundar í kjaradeilu SFR, Landssambands lögreglumanna og Sjúkraliðafélags Ísland við ríkið en upp úr viðræðunum slitnaði á þriðjudaginn. Að óbreyttu hefst verkfall félagsmanna SFR og sjúkraliða þann 15. október næstkomandi en lögreglumenn hafa ekki verkfallsrétt.
Ætla að krefja Sigmund Davíð um að ríkið gangi til samninga

Tengdar fréttir

Segir ríkið hafa mætt tómhent á fund
Að sögn Árna Stefáns Jónssonar, formanns SFR, mætti ríkið tómhent til fundarins og því ekkert að semja um. Félagsmenn SFR og sjúkraliðafélagsins stefna að öllu óbreyttu í allsherjarverkfall þann 15. október.

Þolinmæði lögreglumanna á þrotum
Lögreglumenn eru æfir yfir stöðunni í kjaraviðræðum opinberra starfsmanna og ríkisins en upp úr viðræðum slitnaði í gær.

SFR segir stöðu samninga undir frostmarki
Samningafundi ríkisins við SFR, SLFÍ og LL slitið án árangurs og án boðunar næsta fundar.

Skellt í lás í Háskóla Íslands
Hefðbundin kennsla í Háskóla Íslands mun lamast komi til verkfalls SFR þar sem kennslustofur verða ekki opnaðar.