Aron Jóhannsson hefur fengið greiningu á meiðslum sínum eftir að hafa í rannsókn hjá sérfræðingi í Berlín. Þetta segja þýskir fjölmiðlar í dag.
Aron, sem leikur með Werder Bremen í þýsku úrvalsdeildinni, er með verk í taug hægra megin í mjöðminni. Hann er nú kominn aftur til Bremen þar sem hann verður áfram í meðferð hjá læknum félagsins.
Þjálfarinn Viktor Skripnik vonast til þess að endurheimta Aron sem fyrst þó svo að ekki liggi enn ljóst fyrir hvenær Aron verði leikfær á nýjan leik. Aron gat ekki gefið kost á sér í verkefni bandaríska landsliðsins vegna meiðslanna.
Werder Bremen mætir toppliði Bayern München í þýsku úrvalsdeildinni þann 17. október næstkomandi. Aron hefur til þessa skorað tvö mörk í sex leikjum með Bremen á tímabilinu.
Aron með slæma taug í mjöðm

Tengdar fréttir

Aron ekki í bandaríska landsliðshópnum gegn Mexíkó
Aron Jóhannsson var ekki valinn í landsliðshóp Bandaríkjanna fyrir leik liðsins gegn Mexíkó á laugardaginn upp á hvort liðið fær sæti í Álfukeppninni árið 2017.

Aron fékk frí hjá Werder Bremen vegna fráfalls ömmu sinnar
Framherjinn mætir aftur til æfinga á fimmtudaginn eftir að missa af síðasta leik vegna meiðsla.