Formaður ÍTR: Hækkun á stökum miðum ekki hluti af stærra verðhækkunarplotti Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 9. október 2015 10:37 Aðsókn í Vesturbæjarlaug hefur aukist töluvert undanfarið ár eða síðan nýr heitur pottur var tekinn í notkun. Vísir/Daníel Hækkun fullorðinsgjalds í sundlaugar Reykjavíkur úr 650 krónum í 900 krónur frá og með 1. nóvember hefur lagst öfugt ofan í margan borgarbúann. Um 38 prósenta hækkun er að ræða en aðgerðin er hluti af sparnaðaraðgerðum borgaryfirvalda.Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Pírata, segir markmiðið að ná frekari tekjum úr sundlauginni. Hann minnir á að engin hækkun verður í verði afsláttarkorta en hægt er að fjárfesta í tíu og tuttugu skipta kortum í sundlaugum auk árskorta. „Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr. „Við ætlum að ná hærri tekjum af þeim sem koma sjaldan í sund. Stærsti hópur þeirra er auðvitað erlendir ferðamenn.“Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.Ekki hluti af stærra plotti Þórgnýr segir að breytingin eigi að auka tekjur borgarinnar um í kringum 40 milljónir króna. Hingað til hafi tekjur af sundlaugunum numið í kringum 65 prósent af kostnaði. Hlutfallið eigi að hækka í 70 prósent með breytingunni. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum vegna hækkunarinnar og sýnist sitt hverjum. Sumir segja breytinguna engu máli skipta fyrir neytendur þar sem afsláttarkortin hækki ekki og frekari tekjur þurfi af ferðamönnum. Því séu aðgerðir borgarinnar skiljanlegar. Hins vegar benda aðrir á að þetta hljóti að vera fyrsta skrefið hjá borgaryfirvöldum. Næst muni afsláttarkortin hækka í verði. „Ég get alveg staðfest að það er ekki í umræðunni. Það er hvorki markmiðið eða eitthvað plott að hækka fyrst einskiptiskortin og svo afsláttarkortin,“ segir Þórgnýr. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki útilokað að það komist einhvern tímann í umræðuna en svo sé ekki nú. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49 Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Hækkun fullorðinsgjalds í sundlaugar Reykjavíkur úr 650 krónum í 900 krónur frá og með 1. nóvember hefur lagst öfugt ofan í margan borgarbúann. Um 38 prósenta hækkun er að ræða en aðgerðin er hluti af sparnaðaraðgerðum borgaryfirvalda.Þórgnýr Thoroddsen, formaður Íþrótta- og tómstundaráðs Reykjavíkur og varaborgarfulltrúi Pírata, segir markmiðið að ná frekari tekjum úr sundlauginni. Hann minnir á að engin hækkun verður í verði afsláttarkorta en hægt er að fjárfesta í tíu og tuttugu skipta kortum í sundlaugum auk árskorta. „Þetta á síst að bitna á þeim sem fara reglulega í sund, stærstu notendum sundlauganna,“ segir Þórgnýr. „Við ætlum að ná hærri tekjum af þeim sem koma sjaldan í sund. Stærsti hópur þeirra er auðvitað erlendir ferðamenn.“Þórgnýr Thoroddsen, formaður ÍTR.Ekki hluti af stærra plotti Þórgnýr segir að breytingin eigi að auka tekjur borgarinnar um í kringum 40 milljónir króna. Hingað til hafi tekjur af sundlaugunum numið í kringum 65 prósent af kostnaði. Hlutfallið eigi að hækka í 70 prósent með breytingunni. Töluverð umræða hefur verið á samfélagsmiðlum vegna hækkunarinnar og sýnist sitt hverjum. Sumir segja breytinguna engu máli skipta fyrir neytendur þar sem afsláttarkortin hækki ekki og frekari tekjur þurfi af ferðamönnum. Því séu aðgerðir borgarinnar skiljanlegar. Hins vegar benda aðrir á að þetta hljóti að vera fyrsta skrefið hjá borgaryfirvöldum. Næst muni afsláttarkortin hækka í verði. „Ég get alveg staðfest að það er ekki í umræðunni. Það er hvorki markmiðið eða eitthvað plott að hækka fyrst einskiptiskortin og svo afsláttarkortin,“ segir Þórgnýr. Eðli málsins samkvæmt geti hann ekki útilokað að það komist einhvern tímann í umræðuna en svo sé ekki nú.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49 Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59 Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fékk milljón vegna afmælis kattarins Innlent Biður þingmenn að gæta orða sinna Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Fleiri fréttir 3,6 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Sjá meira
Sundmiðinn mun kosta 900 krónur eftir næstu mánaðamót Hækkar úr 650 krónum í 900 krónur 8. október 2015 22:49
Sjáðu fallega stiklu úr heimildarmynd um sundlaugar á Íslandi Leikstjóri myndarinnar er Jón Karl Helgason. 9. október 2015 07:59