Vígaleg vegglistaverk spretta upp um borgina Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 30. september 2015 09:00 Hér má sjá verk eftir vegglistamanninn Tankpetrol með vísun í hljómsveitina Gusgus. Mynd/NikaKramer Iceland Airwaves-hátíðin nálgast nú óðfluga og vinna listamenn frá samtökunum Urban Nation Berlin nú hörðum höndum að því að koma upp vegglistaverkum sem prýða munu veggi í miðbænum. Verkin eru samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar og samtakanna og bera yfirskriftina Wall Poetry 2015. Samtökin vinna með „street“-listamönnum um allan heim og munu þau árið 2017 opna fyrsta „urban-art“ safnið í heiminum. Safnið, sem verður til húsa í Berlín, verður á sex hæðum og þar verða vinnustofur tónlistar- og listamanna, sýningarrými auk íbúða fyrir listamenn. Framkvæmdastjóri samtakanna, Yasha Young, gaf sig á tal við stjórnendur Iceland Airwaves í fyrra og lagði verkefnið til. „Hún kom á Airwaves í fyrra, bað um fund með mér og við töluðum saman. Hún lagði þetta verkefni fyrir og ég hélt að hún væri bara dálítið brjáluð,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, og hlær.Verk eftir DEIH XLF á Vesturgötu upp úr laginu Waterfalls með hljómsveitinni Vök.Mynd/NikaKramerFljótlega kom í ljós að talsvert væri varið í verkefnið og hefur undirbúningur fyrir vegglistaverkin staðið yfir í um ár og mun menningarmálastjóri Berlínar meðal annars koma hingað til lands í tengslum við verkefnið og hitta borgaryfirvöld. Markmið verkefnisins er að sameina listform og listamenn víðsvegar að úr heiminum og notuðu vegglistamennirnir orð, ljóð eða texta frá tónlistarmönnum sem koma fram á hátíðinni sem innblástur fyrir verk sín. Verkin eru meðal annars á Gamla bíói og Sjávarútvegshúsinu á Skúlagötu. „Það sem er líka skemmtilegt og athyglisvert við þetta er hvað við áttum auðvelt með að fá samþykki frá stöðum eins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á Skúlagötu. Það var bara lítið mál og allir tóku okkur rosalega vel. Einu vandræðin voru sá veggur sem við héldum að við myndum eiga í minnstum vandræðum með, á Listaháskólanum á Sölvhólsgötu,“ segir Grímur og bætir við að það hafi vakið undrun aðstandenda verkefnisins enda um þekkta vegglistamenn að ræða og lítið mál að mála einfaldlega yfir verkin eftir að tónlistarhátíðinni lýkur.Listamaðurinn Ernest Zacharevic að mála á Hverfisgötu.Mynd/NikaKramerVegglistamennirnir hafa sjö til fjórtán daga til þess að ljúka við verkin og hófst vinnan um miðja síðustu viku og eru mörg verkanna farin að taka á sig ansi sterka mynd og því tilvalið að taka góðan göngutúr um miðborgina og berja listina augum. „Það sem maður á náttúrulega að gera er að ná í þessa tónlist, búa til play-lista og hlusta á tónlistina á meðan maður horfir á verkið. Þetta er ágætis göngutúr, aðeins út á Granda en ekki mikið lengra en það. Tilvalinn sunnudagslabbitúr með tíu laga play-lista,“ segir Grímur glaður í bragði. Iceland Airwaves-hátíðin er nú haldin í 17. sinn og segir Grímur aðstandendur að vonum spennta fyrir herlegheitunum en hátíðin hefst þann 4. nóvember næstkomandi. Mánuður er síðan dagskránni var lokað og segir hann undirbúning þegar hafinn fyrir næstu hátíð.Nánari dagskrá má kynna sér á Icelandairwaves.is. Airwaves Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira
Iceland Airwaves-hátíðin nálgast nú óðfluga og vinna listamenn frá samtökunum Urban Nation Berlin nú hörðum höndum að því að koma upp vegglistaverkum sem prýða munu veggi í miðbænum. Verkin eru samstarfsverkefni tónlistarhátíðarinnar og samtakanna og bera yfirskriftina Wall Poetry 2015. Samtökin vinna með „street“-listamönnum um allan heim og munu þau árið 2017 opna fyrsta „urban-art“ safnið í heiminum. Safnið, sem verður til húsa í Berlín, verður á sex hæðum og þar verða vinnustofur tónlistar- og listamanna, sýningarrými auk íbúða fyrir listamenn. Framkvæmdastjóri samtakanna, Yasha Young, gaf sig á tal við stjórnendur Iceland Airwaves í fyrra og lagði verkefnið til. „Hún kom á Airwaves í fyrra, bað um fund með mér og við töluðum saman. Hún lagði þetta verkefni fyrir og ég hélt að hún væri bara dálítið brjáluð,“ segir Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves, og hlær.Verk eftir DEIH XLF á Vesturgötu upp úr laginu Waterfalls með hljómsveitinni Vök.Mynd/NikaKramerFljótlega kom í ljós að talsvert væri varið í verkefnið og hefur undirbúningur fyrir vegglistaverkin staðið yfir í um ár og mun menningarmálastjóri Berlínar meðal annars koma hingað til lands í tengslum við verkefnið og hitta borgaryfirvöld. Markmið verkefnisins er að sameina listform og listamenn víðsvegar að úr heiminum og notuðu vegglistamennirnir orð, ljóð eða texta frá tónlistarmönnum sem koma fram á hátíðinni sem innblástur fyrir verk sín. Verkin eru meðal annars á Gamla bíói og Sjávarútvegshúsinu á Skúlagötu. „Það sem er líka skemmtilegt og athyglisvert við þetta er hvað við áttum auðvelt með að fá samþykki frá stöðum eins og atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu á Skúlagötu. Það var bara lítið mál og allir tóku okkur rosalega vel. Einu vandræðin voru sá veggur sem við héldum að við myndum eiga í minnstum vandræðum með, á Listaháskólanum á Sölvhólsgötu,“ segir Grímur og bætir við að það hafi vakið undrun aðstandenda verkefnisins enda um þekkta vegglistamenn að ræða og lítið mál að mála einfaldlega yfir verkin eftir að tónlistarhátíðinni lýkur.Listamaðurinn Ernest Zacharevic að mála á Hverfisgötu.Mynd/NikaKramerVegglistamennirnir hafa sjö til fjórtán daga til þess að ljúka við verkin og hófst vinnan um miðja síðustu viku og eru mörg verkanna farin að taka á sig ansi sterka mynd og því tilvalið að taka góðan göngutúr um miðborgina og berja listina augum. „Það sem maður á náttúrulega að gera er að ná í þessa tónlist, búa til play-lista og hlusta á tónlistina á meðan maður horfir á verkið. Þetta er ágætis göngutúr, aðeins út á Granda en ekki mikið lengra en það. Tilvalinn sunnudagslabbitúr með tíu laga play-lista,“ segir Grímur glaður í bragði. Iceland Airwaves-hátíðin er nú haldin í 17. sinn og segir Grímur aðstandendur að vonum spennta fyrir herlegheitunum en hátíðin hefst þann 4. nóvember næstkomandi. Mánuður er síðan dagskránni var lokað og segir hann undirbúning þegar hafinn fyrir næstu hátíð.Nánari dagskrá má kynna sér á Icelandairwaves.is.
Airwaves Mest lesið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Óvæntur glaðningur í veggjunum Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Lífið Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Lífið Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Lífið Skilnaður eftir tuttugu ára samband Lífið Fleiri fréttir Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Lækaði óvart fimm ára gamla mynd Kynlífsráðgjafi keypti af prófessornum „Fékk mjög mikið í magann og fór næstum því að grenja“ Sjá meira