Á annan tug barna bíður þess að komast í skóla sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 30. september 2015 12:12 Alls bíða nú fjórtán börn hælisleitenda þess að komast inn í skóla. Þrjú fengu inngöngu í dag eftir að fréttir um málið birtust í fjölmiðlum. vísir/vilhelm Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. Fundað verður um málið í næstu viku. „Þetta er alvarlegt mál. Þetta eru börn sem eiga rétt á skólagöngu og það er hluti af þeirra réttindum, og mikilvægur þáttur í þeirra þroska,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir svörum frá Útlendingastofnun um hversu mörg börn hælisleitenda á grunnskólaaldri hér á landi hafi ekki fengið að ganga í skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. „Við fengum upplýsingar um að börnin væru alls sautján,“ segir Margrét. Þrjú þeirra fengu inni í grunnskóla í dag, eftir að frétt um málið birtist í Fréttablaðinu. Hún segir að svar Útlendingastofnunar hafi verið á þá leið að verið væri að leita leiða hvernig ætti að vinna mál sem þessi.Sjá einnig: Systkinin þrjú komin inni í grunnskóla „Við fundum snemma í október og þar munum við spyrja spurninga, leita upplýsinga og reyna að koma þeim á framfæri. Umræðan um þetta er mjög mikilvæg og við fögnum henni. Mér finnst mjög líklegt að þetta verði eitt af stóru málaflokkunum í vetur, þ.e börn hælisleitenda,“ segir Margrét. Ekki náðist í Útlendingastofnun við vinnslu þessarar fréttar og liggur því ekki fyrir hvort búið sé að sækja um skólavist fyrir börnin fjórtán. Þau svör fengust í gær að stofnunin hefði sér lítið til málsbóta, en það að útvega börnum skólavist sé verkefni sem Útlendingastofnun hafi ekki sinnt áður og að vinna varðandi það hafi tafist á meðan unnið var að því að tryggja fólki þak yfir höfuðið og sinna helstu frumþörfum þess. Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Umboðsmaður barna lítur alvarlegum augum á vinnubrögð Útlendingastofnunar, sem hefur látið hjá líða að sækja um skólavist fyrir á annan tug barna hælisleitenda hér á landi. Fundað verður um málið í næstu viku. „Þetta er alvarlegt mál. Þetta eru börn sem eiga rétt á skólagöngu og það er hluti af þeirra réttindum, og mikilvægur þáttur í þeirra þroska,“ segir Margrét María Sigurðardóttir, umboðsmaður barna, í samtali við Vísi. Hún óskaði eftir svörum frá Útlendingastofnun um hversu mörg börn hælisleitenda á grunnskólaaldri hér á landi hafi ekki fengið að ganga í skóla eða fengið viðeigandi menntun að öðru leyti. „Við fengum upplýsingar um að börnin væru alls sautján,“ segir Margrét. Þrjú þeirra fengu inni í grunnskóla í dag, eftir að frétt um málið birtist í Fréttablaðinu. Hún segir að svar Útlendingastofnunar hafi verið á þá leið að verið væri að leita leiða hvernig ætti að vinna mál sem þessi.Sjá einnig: Systkinin þrjú komin inni í grunnskóla „Við fundum snemma í október og þar munum við spyrja spurninga, leita upplýsinga og reyna að koma þeim á framfæri. Umræðan um þetta er mjög mikilvæg og við fögnum henni. Mér finnst mjög líklegt að þetta verði eitt af stóru málaflokkunum í vetur, þ.e börn hælisleitenda,“ segir Margrét. Ekki náðist í Útlendingastofnun við vinnslu þessarar fréttar og liggur því ekki fyrir hvort búið sé að sækja um skólavist fyrir börnin fjórtán. Þau svör fengust í gær að stofnunin hefði sér lítið til málsbóta, en það að útvega börnum skólavist sé verkefni sem Útlendingastofnun hafi ekki sinnt áður og að vinna varðandi það hafi tafist á meðan unnið var að því að tryggja fólki þak yfir höfuðið og sinna helstu frumþörfum þess.
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52 Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45 Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15 Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00 Mest lesið „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Erlent Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn Innlent „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Innlent Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Fleiri fréttir Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Sjá meira
Öll börnin fengið inngöngu í skóla: „Hrökk upp við þessar fréttir“ Nú hafa öll börnin þrjú; Laura, Janie og Petrit fengið inngöngu í skóla. Systkinin hafa stöðu hælisleitenda hér á landi, en hafa verið búsett hér á landi frá því í júní. 30. september 2015 10:52
Fjölmargir vilja rétta albönsku fjölskyldunni hjálparhönd Íbúð fjölskyldunnar er nánast tóm. Ákveðnar reglur gilda þó um gjafir til hælisleitenda. 30. september 2015 11:45
Skólastjóri Laugalækjarskóla býður systurnar Lauru og Janie velkomnar Útlendingastofnun hefur haft samband við Laugalækjarskóla og Laugarnesskóla og beðið um skólavist fyrir systkinin, Lauru, Janie og Petrit. Björn M. Björgvinsson skólastjóri Laugalækjarskóla staðfestir þetta. "Þær eru búnar að fá skólavist, það á aðeins eftir að ganga frá nokkrum formsatriðum, við þurfum örfáa daga til þess að undirbúa þær fyrir skólann,“ segir hann og segir skólann munu taka vel á móti þeim. 30. september 2015 10:15
Börn hælisleitenda fá ekki skólavist Þau Laura fimmtán ára, Janie þrettán ára og Petrit níu ára komu til Íslands í byrjun júní. Þau spyrja foreldra sína daglega hvenær þau fái að fara í skóla. Útlendingastofnun sótti ekki um skólavist fyrir systkinin þrátt fyrir ítrekaðar áminningar foreldra barnanna, lögfræðinga og umboðsmanns barna. 30. september 2015 07:00