Í tilkynningu frá Varnarmálaráðuneyti Rússland segir að flugsveitir rússneska hersins hafi ráðist á átta skotmörk í eigu ISIS, allt frá bækistöðvum til vopnageymslna. Með fréttatilkynningunni fylgdi myndband þar sem sjá má flugsveitirnar varpa sprengjum á skotmörk í Sýrlandi.
New ISW map of Russian airstrikes. Updates as events occur. http://t.co/f2PNCiWc3O pic.twitter.com/0K0AGER0KM
— ISW (@TheStudyofWar) September 30, 2015
John Kerry sagði á fundi Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna í dag að Bandaríkin styddu aðgerðir sem ætlaðar væru til að draga úr krafti ISIS en að það væri mikið áhyggjuefni ef loftárásir Rússa beindust gegn öðrum hópum en ISIS
We would have grave concerns should #Russia strike areas where ISIL-affiliated targets are not operating.
— John Kerry (@JohnKerry) September 30, 2015