Halldór vill að Dagur íhugi stöðu sína Aðalsteinn Kjartansson skrifar 21. september 2015 12:31 Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í Reykjavík, segir ekki koma til greina að styðja dönsku leiðina í sniðgöngu á ísraelskum vörum. Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Halldór Halldórsson, oddviti Sjálfstæðisflokks í borgarstjórn, segir flokkinn muni fara fram á að borgarstjóri íhugi stöðu sína í kjölfar umdeildarar samþykktar borgarinnar um að sniðgagna ísraelskar vörur. „Það er oft talað um það, og ekki síst af hálfu þeirra sem telja sig standa fyrir ný stjórnmál og aukið gegnsæi í stjórnmálum, að fólk eigi að íhuga stöðu sína þegar svona mál koma upp á. Mér finnst það bara eðlilegt, “ segir hann. „Ég veit að borgarstjóra finnst að varaborgarfulltrúi okkar hafi haft uppi stór orð en hún hafði ekki uppi stór, hún sagði bara að henni finndsti borgarstjóri ætti að íhuga stöðu sína og ég tek undir það.“Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík.VÍSIR/STEFÁNFara ekki dönsku leiðina Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri í Reykjavík, segir í samtali við Fréttablaðið í morgun að hann hafi ekki hafa íhugað að segja af sér vegna samþykktarinnar. Hann segist hafa verið í símasambandi við borgarstjóra Kaupmannahafnar vegna málsins. Í samtali við Fréttablaðið í dag segir Dagur að viðbrögð við samþykkt borgarinnar voru meiri en þegar Íslands lýsti yfir stuðningi við sjálfstæða Palestínu, sem varð heimsfrétt, og að viðbrögðin hafi verið meiri en búist hafi verið við; sér í lagi vegna þess að samþykktin hafi verið gerð í kjölfar ákvarðana annarra borga, svo sem Kaupmannahafnar og Árósa.Sjá einnig: Gagnvirk tímalína í stóra Ísraelsmálinu Halldór segir Sjálfstæðisflokk ekki styðja það að fara þessa dönsku leið.Björk flutti tillöguna á sama fundi og hún baðst lausnar sem borgarfulltrúi. Hún er á leið til Palestínu til að sinna hjálparstarfi.Vísir„Nei. Það kemur ekki til greina,“ segir hann einfaldlega. „Við erum bara á móti því að sé verið að hræra í þessu. Við teljum að utanríkisráðuneyti og alþingi eigi að fjalla um þessi mál en ekki borgarstjórn Reykjavíkur. Það þarf að vera samstaða á meðal þjóða um svona hluti og utanríkisstefna landsins er ekki mótuð í borgarstjórn Reykjavíkur; það er annarra að gera það,“ segir Halldór.Hörð gagnrýni á meirihlutann Tillögur um að draga til baka samþykkt borgarstjórnar, sem samþykkt var í síðustu viku, um sniðgönguna, verða teknar til umræðu á aukafundi í borgarstjórn sem boðaður hefur verið á morgun. Borgarmeirihlutinn hefur sætt harðri gagnrýni, bæði hér heima og í útlöndum, vegna málsins. Ríkisstjórnin árétti sérstaklega að stefnan borgarinnar um að sniðganga ísraelskar vörur samræmdust ekki utanríkisstefnu landsins og gagnrýndi fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels borgaryfirvöld harðlega í pistli í Fréttablaðinu.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37 Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30 Mest lesið Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Innlent Minnir á hvernig Hitler komst til valda Innlent Þjóðverjar yfirgefa Grænland Erlent Rúmlega tuttugu látnir eftir árekstur tveggja hraðlesta Erlent Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Innlent Danir máttlausir gagnvart rússnesku ógninni í 20 ár Erlent Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Innlent Boðar leiðtogaráðið á aukafund vegna hótana Trumps Erlent Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Innlent Ræddi við Trump: „Hlakka til að sjá hann“ Erlent Fleiri fréttir Fann kattarhræ í margnota poka úti í hrauni Samþykktu aldrei að Sanna fengi oddvitasætið Minnir á hvernig Hitler komst til valda VG og Sanna sameina krafta sína Sala á grænlenskum á Íslandi nær tvöfaldast Ekkert athugavert við fundinn og stjórnin starfshæf Stjórnvöld „í blindflugi“ í menntamálum í rúman áratug Haldið upp á 80 ára afmæli Hveragerðis allt afmælisárið Sambandið aldrei verra: Ísland gæti bæst á listann Dæmi um að nemendur hafi aldrei mætt í leikfimi Grænlandstollar vonbrigði og verðbólga spillir kjarasamningum Stöðugleikasamningarnir gætu sprungið strax í haust Heimsmálin, Grænland, menntun og fjölmiðlun á Sprengisandi Karólína Helga skákaði sitjandi oddvita í Hafnarfirði Ísland standi með Grænlandi og Danmörku Vonar að skólarnir verði frjálsir frá símum í haust Álagning aldrei hærri: Eldsneytisverð hefði átt að lækka enn frekar Líkir kærunni við „faglega aftöku“ „Vegferð ákæruvaldsins til skammar“ Menntamálaráðherra tekur yfir hjúkrunarheimilin Fjögur handtekin á Akureyri grunuð um innbrot Viðvarandi óvissuástand bitni á langtímaáætlunum fyrirtækja Einn endaði á hliðinni og þrjú klemmdust á milli Var í símanum við neyðarlínuna þegar ekið var aftan á hann Ákvörðunin á ábyrgð stjórnenda Icelandair en ekki flugmanna „Hef hvergi hallað réttu máli“ Önnur stúlka með móður sinni þegar Högni var klófestur Fá þau að vera aftur á lista með Hildi? Fimm bíla árekstur á Reykjanesbraut og tveir fluttir á slysadeild Eigum eftir að sjá hvort Guðbrandur bæti upp fyrir hegðun sína Sjá meira
Boðað til aukafundar hjá borgarstjórn til að ræða Ísraelsmálið Tvö mál eru á dagskrá fundarins. 20. september 2015 17:37
Íslensk stjórnvöld með þvinganir við 29 ríki Íslensk stjórnvöld eru með virkar þvingunaraðgerðir vegna aðildar að SÞ og til að framfylgja ályktunum alþjóðastofnana og ríkjahópa. 19. september 2015 07:00
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09
Spyr hvort bann Reykjavíkurborgar nái einnig til lyfja fyrir MS-sjúklinga Fyrrverandi fjármálaráðherra Ísraels spyr borgarstjórn Reykjavíkurborgar fjölda spurninga um ákvörðunina að sniðganga ísraelskar vörur í grein sem hann ritar í Fréttablaðið í dag. 19. september 2015 08:30