„Munar miklu að horfa framan í andlitin frekar en að vera sífellt að rýna í tölur“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 21. september 2015 17:15 "Þetta eru ömurlegar aðstæður, krakkarnir þjást af exemi út af ástandi húsnæðisins en þetta er samt gott húsnæði vegna þess að þau eru allavega með þak yfir höfuðið þegar veturinn kemur.“ Erna Kristín Blöndal „Það er alltaf verið að tala um að við séum svo lítil og getum ekki hjálpað mikið til sé litið á stóra samhengið. Við horfðum í augun á hundruð fjölskyldna þarna. Ef við náum að hjálpa þó ekki nema nokkrum fjölskyldum, skiptir það ekki öllu máli?“ spyr Erna Kristín Blöndal lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, sem fylgdi þingmönnunum Óttarri Proppé og Unni Brá Konráðsdóttur þar sem þau kynntu sér ástand flóttamannabúða í Tyrklandi og Líbanon. Mikið hefur verið rætt um þann fjölda flóttamanna sem nú reynir að komast til Evrópu. Erna segir að sá fjöldi sé ekki mikill sé hann settur í samhengi við fjölda flóttamanna sem nú hafist við í Tyrklandi og Líbanon. Hópurinn ferðaðist fyrst til Gaziantep í Tyrklandi þar sem finna má mikinn fjölda sýrlenskra flóttamanna. „Í Gaziantep eru 400.000 Sýrlendingar og í sumar var áætlað að í Evrópu væru 160.000 flóttamenn. Í Líbanon eru tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna og við það bætast 500.000 palestínskir flóttamenn. Það búa fjórar milljónir í Líbanon.“Myndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalTyrkland heldur úti ágætu flóttamannakerfi á eigin ábyrgð að sögn Ernu Kristínu og þar heimsótti hópurinn eina af þeim 25 flóttamannabúðum sem haldið er úti af Tyrkjum. Kostnaðurinn við þær eru um þrír milljarðar Bandaríkjadollara sem Tyrkir greiða úr eigin vasa. Í flóttamannabúðunum sem íslenski hópurinn heimsótti má finna eldhús í hverri íbúð, rennandi vatn, saumastofur og ýmislegt fleira. Kerfið er þó komið að þolmörkum enda bætast við nýir flóttamenn á hverjum degi og ekki er langt í að Tyrkland missi stjórn á ástandinu berist aðstoð alþjóðasamfélagsins ekki að mati Ernu Kristínar. „Tyrkland er að reyna að gera sitt besta en nú eru allar búðir þarna algjörlega fullar. Þarna kemur fólk á hverjum einasta degi. Í einu héraði eru t.d. 20.000 börn sem komast ekki í skóla vegna þess að allir skólar eru fullsetnir. Því lengri tími sem líður, því fleira fólk kemur til Tyrklands og því verra verður ástandið þar. Það verður keðjuverkun og fleiri reyna að komast til Evópu. Þetta helst allt í hendur. Tyrkland gæti með auknu fjármagni og styrk leyst mest af þessum vandamálum sjálft en verði það ekki gert mun ástandið versna fyrir flóttamenn.“Myndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalFlóttamannabúðirnar sem heimsóttar voru í Tyrklandi eru ekki langt frá landamærum Sýrlands og var hræðslan við ISIS áþreifanleg að sögn Ernu, sérstaklega hjá unga fólkinu. Það er þessi hræðsla sem gerir það að verkum að fólk flýr frá Sýrlandi í leit að betra lífi annarstaðar enda sér það enga framtíð fyrir sig og börnin sín í Sýrlandi eins og ástandið er þar um þessar mundir. „ISIS er mjög nálægt. Kobane er jafn langt í burtu frá þessum stað og Hvolsvöllur er frá Reykjavík. Við fundum mikið fyrir því hversu nálægt við vorum ISIS og átökunum í Sýrlandi. Unga fólkið var mjög hrætt. Sýrlendingar eru almennt frekar menntaðir og það kom okkur á óvart hvað þeir eru meðvitaðir um eigin stöðu, ástandið í heimalandinu og framtíðina og það var það sem var ótrúlega sorglegt. „Örmögnunin og örvæntingin er orðin svo mikil að allir sem geta eru farnir af stað eða á leiðinni í burtu frá Sýrlandi. Fólk sér einfaldlega að það á sér enga framtíð í Sýrlandi og að það verði að taka áhættuna með eigið líf og líf barnanna sinna. Það vill ekki að börnin sín verði hluti af þessari týndu kynslóð Sýrlendinga sem fær enga menntun og enga heilbrigðisþjónustu.“Elsa Kristín um týndu kynslóð Sýrlendinga: „Ef þau færu ekki til Evrópu myndu þessi börn þeirra verða hluti af þessari týndu kynslóð Sýrlendinga. Börn sem alast upp með enga menntun, enga bólusetningu eða heilbrigðistþjónustu. Þetta vonleysi fyrir framtíðinni var átakanlegt.“Erna Kristín BlöndalFrá Tyrklandi hélt hópurinn til Líbanon þar sem ástandið í flóttamannabúðunum var mun verra en í búðunum í Tyrklandi. Þar er gríðarlegur fjöldi flóttamanna og innviðir landsins eru ekki nálægt því nógu sterkir til að ráða við þann fjölda sem leitar sér hjálpar í landinu undan flótta frá stríðinu í Sýrlandi. Landið stendur ekki styrkum fótum eftir áralöng átök við Ísraela og Hezbollah. Erna segir að þar stefni í miklar hörmungar nema brugðist verið fljótt og örugglega við. „Það er vetur framundan í Líbanon og hann er harður og kaldur, frost og snjór. Meirihluti flóttamanna býr í tjald- og pappahrúgum. Það er áætlað að börnin muni hreinlega stráfalla þarna í vetur. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og Matarbankinn eru eingöngu búnir að safna 40 prósent af því fjármagni sem þau þurfa til að halda fólki á lífi þarna og því þarf að minnka matarskammta til flóttamanna nú um helming. Það bætast fjölmargir við á hverjum og ef ekki verður létt á þrýstingnum geta orðið stórkostlegar hörmungar þarna.“Elsa um móttökurnar: „ið fengum rosalega góðar móttökur allstaðar. Allir sýndu af sér mikla hlýju og það var stutt í brosið. Það var hinsvegar líka stutt í tárin þegar við fórum aðeins dýpra. Það eru margir búnir að missa ástvini.“Erna Kristín BlöndalErna segir að í Líbanon og í Tyrklandi sé augljóst að hjálparstofnanir vinni öflugt starf. Rauði Krossinn á Íslandi sé til að mynda þáttakandi í verkefni þar sem keyrt sé um flóttamannabúðir í Líbanon og fólki veitt grunnheilbrigðisþjónusta og fái einnig fræðslu. Einnig fari sérstök neyðarteymi í verst settu flóttamannabúðirnar og komi á rennandi vatni. Að mati Ernu er mikilvægt að styrkja þessi verkefni. „Það eru ótrúlega margir sem reiða sig á þessu þjónustu Rauða Krossins. Þetta er mjög sniðulega uppsett þar sem farið er á milli svæða og þeir leita uppi fólk sem þarf á þjónustu að halda. Flóttamennirnir eru ekki alltaf reiðubúnir til þess að leita sér hjálpar. Aðstæður í sumum flóttamannabúðunum er eins og að fara í útilegu án þess að vera með neinn aðbúnað. Rauði Krossinn reynir að hjálpa til eins og hægt er. Fólkið sem vinnur þetta starf er ótrúlegt.“„Miðað við þann velvilja sem Íslendingar hafa sýnt í garð þessa fólks er án efa hægt að nýta það í samstarfi við stofnanirnar sem sjá um þessi mál. “Erna Kristín BlöndalÍslenski hópurinn fór út til þess að afla sér upplýsinga um aðstöðu flóttamanna og segir Erna að ferðin hafi verið mjög lærdómsrík. Þau hafi reynt að fá upplýsingar um hvernig best væri að standa að aðstoð og fengið góð svör frá fyrstu hendi. „Það er ekki til nein ein lausn. Það þarf eitthvað af öllu. Það þarf að setja meiri pening í innviðina. Það þarf að taka á móti hluta af þessu fólki, sérstaklega þá sem eru í viðkvæmri stöðu. Það þarf einnig að hugsa um hvernig á að ljúka ástandinu í Sýrlandi. Það þarf að setja pressu á það þessu stríðsástandi ljúki og þessa hluti þarf að gera alla á sama tíma. Að fá að heyra hvernig Ísland geti varið sínum fjármunum sem best frá þeim aðilum sem starfa í þessu á hverjum einasta degi er ótrúlega gagnlegt.“„Það var mikið af krökkum þarna sem höfðu mjög gaman af því að sjá okkur. Þarna eru allskonar stéttir, börn sem tala fjögur tungumál og eru börn prófessora á meðan önnur hafa aldrei séð mynd af sjálfu sér. “Erna Kristín BlöndalÞað var upplifun Ernu af ferðinni að það myndi skipta miklu máli ef Íslandi tæki þó ekki nema á móti nokkrum fjölskyldum. Það myndi létta á ástandinu í Tyrklandi og Líbanon og væri merkilegt framlag sem ekki mætti gera lítið úr. „Það er alltaf verið að tala um að við séum svo lítil og getum ekki hjálpað mikið til sé litið á stóra samhengið. Við horfðum í augun á hundruð fjölskyldna þarna. Ef við náum að hjálpa þó ekki nema nokkrum fjölskyldum, skiptir það ekki öllu máli? Við erum þó allavega að gera eitthvað. Ef maður myndi bjarga einum manni frá drukknun yrði maður sennilega ansi ánægður með sig. Að taka á móti þó ekki nokkrum fjölskyldum er alvöru afrek sem skiptir máli og eitthvað sem má ekki gera lítið úr.“„Stjórnendur flóttamannabúðanna í Nizip sem gera sitt besta við að veita Sýrlendingum sem þangað hafa flúið fullnægjandi grunnþjónustu en fjöldinn er orðinn svo mikill að verkefnið er erfitt.“Erna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalUm flóttamannabúðirnar sem hópurinn heimsóttu í Tyrklandi: „Þetta þykja vera fínar flóttamannabúðir, það eru um það bil 10.000 manns í þessum flóttamönnabúðum.“Erna Kristín BlöndalUm flóttamannabúðirnar í Tyrklandi: „Í einu héraði eru t.d. 20.000 börn sem komast ekki í skóla vegna þess að allir skólar eru fullsetnir. Það er búið að tvísetja alla skóla. Það er svolítið flott hvernig þeir gera þetta því að börnin fá að fara í skóla þar sem er kennt samkvæmt sýrlensku skólakerfi.“Erna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín Blöndal Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
„Það er alltaf verið að tala um að við séum svo lítil og getum ekki hjálpað mikið til sé litið á stóra samhengið. Við horfðum í augun á hundruð fjölskyldna þarna. Ef við náum að hjálpa þó ekki nema nokkrum fjölskyldum, skiptir það ekki öllu máli?“ spyr Erna Kristín Blöndal lögfræðingur hjá innanríkisráðuneytinu, sem fylgdi þingmönnunum Óttarri Proppé og Unni Brá Konráðsdóttur þar sem þau kynntu sér ástand flóttamannabúða í Tyrklandi og Líbanon. Mikið hefur verið rætt um þann fjölda flóttamanna sem nú reynir að komast til Evrópu. Erna segir að sá fjöldi sé ekki mikill sé hann settur í samhengi við fjölda flóttamanna sem nú hafist við í Tyrklandi og Líbanon. Hópurinn ferðaðist fyrst til Gaziantep í Tyrklandi þar sem finna má mikinn fjölda sýrlenskra flóttamanna. „Í Gaziantep eru 400.000 Sýrlendingar og í sumar var áætlað að í Evrópu væru 160.000 flóttamenn. Í Líbanon eru tvær milljónir sýrlenskra flóttamanna og við það bætast 500.000 palestínskir flóttamenn. Það búa fjórar milljónir í Líbanon.“Myndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalTyrkland heldur úti ágætu flóttamannakerfi á eigin ábyrgð að sögn Ernu Kristínu og þar heimsótti hópurinn eina af þeim 25 flóttamannabúðum sem haldið er úti af Tyrkjum. Kostnaðurinn við þær eru um þrír milljarðar Bandaríkjadollara sem Tyrkir greiða úr eigin vasa. Í flóttamannabúðunum sem íslenski hópurinn heimsótti má finna eldhús í hverri íbúð, rennandi vatn, saumastofur og ýmislegt fleira. Kerfið er þó komið að þolmörkum enda bætast við nýir flóttamenn á hverjum degi og ekki er langt í að Tyrkland missi stjórn á ástandinu berist aðstoð alþjóðasamfélagsins ekki að mati Ernu Kristínar. „Tyrkland er að reyna að gera sitt besta en nú eru allar búðir þarna algjörlega fullar. Þarna kemur fólk á hverjum einasta degi. Í einu héraði eru t.d. 20.000 börn sem komast ekki í skóla vegna þess að allir skólar eru fullsetnir. Því lengri tími sem líður, því fleira fólk kemur til Tyrklands og því verra verður ástandið þar. Það verður keðjuverkun og fleiri reyna að komast til Evópu. Þetta helst allt í hendur. Tyrkland gæti með auknu fjármagni og styrk leyst mest af þessum vandamálum sjálft en verði það ekki gert mun ástandið versna fyrir flóttamenn.“Myndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalFlóttamannabúðirnar sem heimsóttar voru í Tyrklandi eru ekki langt frá landamærum Sýrlands og var hræðslan við ISIS áþreifanleg að sögn Ernu, sérstaklega hjá unga fólkinu. Það er þessi hræðsla sem gerir það að verkum að fólk flýr frá Sýrlandi í leit að betra lífi annarstaðar enda sér það enga framtíð fyrir sig og börnin sín í Sýrlandi eins og ástandið er þar um þessar mundir. „ISIS er mjög nálægt. Kobane er jafn langt í burtu frá þessum stað og Hvolsvöllur er frá Reykjavík. Við fundum mikið fyrir því hversu nálægt við vorum ISIS og átökunum í Sýrlandi. Unga fólkið var mjög hrætt. Sýrlendingar eru almennt frekar menntaðir og það kom okkur á óvart hvað þeir eru meðvitaðir um eigin stöðu, ástandið í heimalandinu og framtíðina og það var það sem var ótrúlega sorglegt. „Örmögnunin og örvæntingin er orðin svo mikil að allir sem geta eru farnir af stað eða á leiðinni í burtu frá Sýrlandi. Fólk sér einfaldlega að það á sér enga framtíð í Sýrlandi og að það verði að taka áhættuna með eigið líf og líf barnanna sinna. Það vill ekki að börnin sín verði hluti af þessari týndu kynslóð Sýrlendinga sem fær enga menntun og enga heilbrigðisþjónustu.“Elsa Kristín um týndu kynslóð Sýrlendinga: „Ef þau færu ekki til Evrópu myndu þessi börn þeirra verða hluti af þessari týndu kynslóð Sýrlendinga. Börn sem alast upp með enga menntun, enga bólusetningu eða heilbrigðistþjónustu. Þetta vonleysi fyrir framtíðinni var átakanlegt.“Erna Kristín BlöndalFrá Tyrklandi hélt hópurinn til Líbanon þar sem ástandið í flóttamannabúðunum var mun verra en í búðunum í Tyrklandi. Þar er gríðarlegur fjöldi flóttamanna og innviðir landsins eru ekki nálægt því nógu sterkir til að ráða við þann fjölda sem leitar sér hjálpar í landinu undan flótta frá stríðinu í Sýrlandi. Landið stendur ekki styrkum fótum eftir áralöng átök við Ísraela og Hezbollah. Erna segir að þar stefni í miklar hörmungar nema brugðist verið fljótt og örugglega við. „Það er vetur framundan í Líbanon og hann er harður og kaldur, frost og snjór. Meirihluti flóttamanna býr í tjald- og pappahrúgum. Það er áætlað að börnin muni hreinlega stráfalla þarna í vetur. Flóttamannahjálp Sameinuðu þjóðanna og Matarbankinn eru eingöngu búnir að safna 40 prósent af því fjármagni sem þau þurfa til að halda fólki á lífi þarna og því þarf að minnka matarskammta til flóttamanna nú um helming. Það bætast fjölmargir við á hverjum og ef ekki verður létt á þrýstingnum geta orðið stórkostlegar hörmungar þarna.“Elsa um móttökurnar: „ið fengum rosalega góðar móttökur allstaðar. Allir sýndu af sér mikla hlýju og það var stutt í brosið. Það var hinsvegar líka stutt í tárin þegar við fórum aðeins dýpra. Það eru margir búnir að missa ástvini.“Erna Kristín BlöndalErna segir að í Líbanon og í Tyrklandi sé augljóst að hjálparstofnanir vinni öflugt starf. Rauði Krossinn á Íslandi sé til að mynda þáttakandi í verkefni þar sem keyrt sé um flóttamannabúðir í Líbanon og fólki veitt grunnheilbrigðisþjónusta og fái einnig fræðslu. Einnig fari sérstök neyðarteymi í verst settu flóttamannabúðirnar og komi á rennandi vatni. Að mati Ernu er mikilvægt að styrkja þessi verkefni. „Það eru ótrúlega margir sem reiða sig á þessu þjónustu Rauða Krossins. Þetta er mjög sniðulega uppsett þar sem farið er á milli svæða og þeir leita uppi fólk sem þarf á þjónustu að halda. Flóttamennirnir eru ekki alltaf reiðubúnir til þess að leita sér hjálpar. Aðstæður í sumum flóttamannabúðunum er eins og að fara í útilegu án þess að vera með neinn aðbúnað. Rauði Krossinn reynir að hjálpa til eins og hægt er. Fólkið sem vinnur þetta starf er ótrúlegt.“„Miðað við þann velvilja sem Íslendingar hafa sýnt í garð þessa fólks er án efa hægt að nýta það í samstarfi við stofnanirnar sem sjá um þessi mál. “Erna Kristín BlöndalÍslenski hópurinn fór út til þess að afla sér upplýsinga um aðstöðu flóttamanna og segir Erna að ferðin hafi verið mjög lærdómsrík. Þau hafi reynt að fá upplýsingar um hvernig best væri að standa að aðstoð og fengið góð svör frá fyrstu hendi. „Það er ekki til nein ein lausn. Það þarf eitthvað af öllu. Það þarf að setja meiri pening í innviðina. Það þarf að taka á móti hluta af þessu fólki, sérstaklega þá sem eru í viðkvæmri stöðu. Það þarf einnig að hugsa um hvernig á að ljúka ástandinu í Sýrlandi. Það þarf að setja pressu á það þessu stríðsástandi ljúki og þessa hluti þarf að gera alla á sama tíma. Að fá að heyra hvernig Ísland geti varið sínum fjármunum sem best frá þeim aðilum sem starfa í þessu á hverjum einasta degi er ótrúlega gagnlegt.“„Það var mikið af krökkum þarna sem höfðu mjög gaman af því að sjá okkur. Þarna eru allskonar stéttir, börn sem tala fjögur tungumál og eru börn prófessora á meðan önnur hafa aldrei séð mynd af sjálfu sér. “Erna Kristín BlöndalÞað var upplifun Ernu af ferðinni að það myndi skipta miklu máli ef Íslandi tæki þó ekki nema á móti nokkrum fjölskyldum. Það myndi létta á ástandinu í Tyrklandi og Líbanon og væri merkilegt framlag sem ekki mætti gera lítið úr. „Það er alltaf verið að tala um að við séum svo lítil og getum ekki hjálpað mikið til sé litið á stóra samhengið. Við horfðum í augun á hundruð fjölskyldna þarna. Ef við náum að hjálpa þó ekki nema nokkrum fjölskyldum, skiptir það ekki öllu máli? Við erum þó allavega að gera eitthvað. Ef maður myndi bjarga einum manni frá drukknun yrði maður sennilega ansi ánægður með sig. Að taka á móti þó ekki nokkrum fjölskyldum er alvöru afrek sem skiptir máli og eitthvað sem má ekki gera lítið úr.“„Stjórnendur flóttamannabúðanna í Nizip sem gera sitt besta við að veita Sýrlendingum sem þangað hafa flúið fullnægjandi grunnþjónustu en fjöldinn er orðinn svo mikill að verkefnið er erfitt.“Erna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalUm flóttamannabúðirnar sem hópurinn heimsóttu í Tyrklandi: „Þetta þykja vera fínar flóttamannabúðir, það eru um það bil 10.000 manns í þessum flóttamönnabúðum.“Erna Kristín BlöndalUm flóttamannabúðirnar í Tyrklandi: „Í einu héraði eru t.d. 20.000 börn sem komast ekki í skóla vegna þess að allir skólar eru fullsetnir. Það er búið að tvísetja alla skóla. Það er svolítið flott hvernig þeir gera þetta því að börnin fá að fara í skóla þar sem er kennt samkvæmt sýrlensku skólakerfi.“Erna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín BlöndalMyndir frá flóttamannabúðum í Líbanon og TyrklandiErna Kristín Blöndal
Flóttamenn Tengdar fréttir Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45 Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32 Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Öll hjálp frá Íslandi myndi skipta máli Fari svo að Ísland bjóði til sín kvótaflóttafólki verða þeir líklega valdir úr hópi sýrlenskra flóttamanna í Líbanon. Tveir íslenskir þingmenn kynntu sér stöðu mála í Líbanon og segja flóttamenn þar afar vonlitla. 19. september 2015 12:45
Móttaka flóttafólks: „Töluvert umfangsmiklar aðgerðir“ kynntar á morgun Aukaríkisstjórnarfundur hefur verið boðaður á morgun. 18. september 2015 21:32