Hólmfríður: Væri ekki með mikinn metnað ef ég vildi ekki byrja Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. september 2015 13:00 Hólmfríður leikur væntanlega sinn 99. landsleik í kvöld. vísir/getty Hólmfríður Magnúsdóttir kom sterk inn í vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í hálfleik og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom hún Íslandi í 2-0. Hún gulltryggði svo 4-1 sigur Íslands með afar sérstöku marki á 76. mínútu. Hólmfríður er nú kominn með 36 mörk í 98 landsleikjum en hún hefur sjaldan verið í jafn góðu formi og nú. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búnar að fá góðan tíma saman og höfum nýtt hann vel,“ sagði Hólmfríður um leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Við erum allar klárar í leikinn og erum búnar að fara yfir styrk- og veikleika þeirra á myndbandsfundum. En við ætlum aðallega að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik,“ bætti Hólmfríður við en hvað vita íslensku stelpurnar um lið Hvít-Rússa? „Þær eru skipulagðar og við þurfum að sýna þolinmæði. Ef við klárum okkar vinnu á vellinum býst ég við að fá þrjú stig. Við þurfum að halda halda háu tempói og vera fljótar að færa boltann milli kanta.“ Hólmfríður var nokkuð sátt við leikinn gegn Slóvakíu þótt ýmsir vankantar hafi verið á leik íslenska liðsins. „Við vorum ekki búnar að spila landsleik svolítið lengi og við þurftum á þessum leik að halda til að hrista okkur saman. Við erum búnar að fara yfir það sem var jákvætt og neikvætt í leiknum en það var fleira jákvætt en neikvætt,“ sagði Hólmfríður sem vonast að sjálfsögðu eftir því að byrja leikinn í kvöld. „Já, ég væri ekki með mikinn metnað ef ég vonaðist ekki til að byrja í leiknum.“ Hólmfríður hefur sjaldan spilað betur en í ár en hún hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. „Ég hef spilað mjög vel úti í Noregi í ár og búin að vera heppin með meiðsli. Ég hef spilað hverju einustu mínútu, verið að skora og leggja upp og er með mikið sjálfstraust og vona að ég geti fært það inn í landsleikinn á morgun (í dag),“ sagði Hólmfríður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Avaldsnes sem er í 2. sæti norsku deildarinnar. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira
Hólmfríður Magnúsdóttir kom sterk inn í vináttulandsleik Íslands og Slóvakíu á fimmtudaginn í síðustu viku. Hólmfríður kom inn á sem varamaður í hálfleik og strax á fyrstu mínútu seinni hálfleiks kom hún Íslandi í 2-0. Hún gulltryggði svo 4-1 sigur Íslands með afar sérstöku marki á 76. mínútu. Hólmfríður er nú kominn með 36 mörk í 98 landsleikjum en hún hefur sjaldan verið í jafn góðu formi og nú. „Tilfinningin er mjög góð og við erum búnar að fá góðan tíma saman og höfum nýtt hann vel,“ sagði Hólmfríður um leikinn mikilvæga gegn Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017 í kvöld. „Við erum allar klárar í leikinn og erum búnar að fara yfir styrk- og veikleika þeirra á myndbandsfundum. En við ætlum aðallega að einbeita okkur að okkur sjálfum og okkar leik,“ bætti Hólmfríður við en hvað vita íslensku stelpurnar um lið Hvít-Rússa? „Þær eru skipulagðar og við þurfum að sýna þolinmæði. Ef við klárum okkar vinnu á vellinum býst ég við að fá þrjú stig. Við þurfum að halda halda háu tempói og vera fljótar að færa boltann milli kanta.“ Hólmfríður var nokkuð sátt við leikinn gegn Slóvakíu þótt ýmsir vankantar hafi verið á leik íslenska liðsins. „Við vorum ekki búnar að spila landsleik svolítið lengi og við þurftum á þessum leik að halda til að hrista okkur saman. Við erum búnar að fara yfir það sem var jákvætt og neikvætt í leiknum en það var fleira jákvætt en neikvætt,“ sagði Hólmfríður sem vonast að sjálfsögðu eftir því að byrja leikinn í kvöld. „Já, ég væri ekki með mikinn metnað ef ég vonaðist ekki til að byrja í leiknum.“ Hólmfríður hefur sjaldan spilað betur en í ár en hún hefur skorað sjö mörk í 15 deildarleikjum fyrir Avaldsnes í norsku úrvalsdeildinni. „Ég hef spilað mjög vel úti í Noregi í ár og búin að vera heppin með meiðsli. Ég hef spilað hverju einustu mínútu, verið að skora og leggja upp og er með mikið sjálfstraust og vona að ég geti fært það inn í landsleikinn á morgun (í dag),“ sagði Hólmfríður sem á eitt ár eftir af samningi sínum við Avaldsnes sem er í 2. sæti norsku deildarinnar.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00 Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30 Mest lesið Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Fótbolti „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Fótbolti Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Íslenski boltinn Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fótbolti Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ Fótbolti Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Fótbolti „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ Fótbolti EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Fótbolti Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið Fótbolti Fleiri fréttir Jón Daði skrifar undir hjá Selfossi Orðnar vanar hitanum án loftkælingar en fannst rigningin góð Ætla skrefinu lengra: „Menn muna þá tilfinningu vel“ EM í dag: Ánægjuleg truflun og þungu fargi létt Opnaði Instagram og sá að hún væri á leiðinni á EM í Sviss Hefur haldið hreinu oftast allra og nálgast leikjametið „Ef þú vilt ekki vera hérna, farðu bara“ „Auðvitað á þetta að vera svona hjá KSÍ líka“ Bonmatí komin til móts við spænska landsliðið Efaðist en lagði allt í sölurnar fyrir EM: „Mörg gleðitár“ City úr leik eftir sjö marka spennutrylli gegn Al-Hilal Fimm ástæður þess að Ísland vinni EM Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fluminense sendi Inter heim Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys UEFA frestar ákvörðuninni og Evrópusætið enn í óvissu Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal „Ég er mjög sátt og þið verðið bara að bíða spennt“ Annað áfall fyrir andstæðinga Íslands Skellihlegið í Stúkunni: Svipuð nærvera og þegar Bjössi hitti Karabatic í Lindex Karólína Lea sögð skrifa undir hjá Inter á næstu dögum Þjálfari Botafogo látinn fara Rúnar Alex brákaði bein á fyrstu æfingunni Nýi þjálfarinn spilar öðruvísi og Orri verður aðalframherjinn Fór heim með þrjár treyjur og stuttbuxur Messi Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Stúkan: Átti annað mark ÍA að standa og hver skoraði? EM í dag: Hitabylgja og hrakfarir við komuna til Thun Sjá meira
Utan vallar: Allir á völlinn í kvöld Í kvöld hefur íslenska kvennalandsliðið leik í undankeppni EM sem fer fram í Hollandi 2017 en íslenska liðið stefnir á að komast í lokakeppnina þriðja skiptið í röð. 22. september 2015 06:00
Þetta verður stór stund fyrir hana Margrét Lára Viðarsdóttir leikur í kvöld sinn 100. landsleik þegar Ísland tekur á móti Hvíta-Rússlandi í undankeppni EM 2017. 22. september 2015 06:30