Telur samþykkt borgarinnar skaða þingsályktun um viðurkenningu Palestínu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 22. september 2015 14:37 Höskuldur Þórhallsson vísir/daníel Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll. Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Höskuldur Þórhallsson, þingmaður Framsóknarflokksins, telur að samþykkt borgarráðs um að hætta viðskiptum við Ísrael hafi skaðað þingsályktun þar sem Alþingi viðurkenndi sjálfstæði Palestínu. Þetta kom fram í ræðu Höskuldar undir liðnum störf þingsins á þingfundi sem hófst skömmu eftir hádegi. Þingmaðurinn sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um hve ótrúlega slæm og vanhugsuð tillagan hefði verið. Hún ynni í raun í allar áttir. Hann benti á það að bankastjóri Arion banka, nafni hans Ólafsson, hafi sagt að viðskiptabannið hefði áhrif á sautján milljarða fjárfestingar. „Nú hefur komið fram að tillagan hafi verið undirbúin í meira en ár í samstarfi við lögfræðinga og innkaupadeild borgarstjóra. Ég vil beina þeirri spurningu til háttvirts þingmanns og formanns Samfylkingarinnar, Árna Páls Árnasonar, hver afstaða hans gangvart tillögunni er,“ sagði Höskuldur. „Telur hann að með því að draga samþykktina til baka sé hægt að verja þá hagsmuni sem þegar hafa skaðast?“ „Fyrst verð ég að segja að mér þykir það rökrétt af borgarstjóra að draga þetta til baka þegar í ljóst er af allri opinberri umræðu að hana þurfi að vinna betur,“ sagði Árni Páll í svari sínu. „Þannig gera alvöru stjórnendur. Þeir moka ekki dýpra heldur reyna að bæta fyrir þann skaða sem orðinn var.“ Formaðurinn sagði að það sem hafi vakað fyrir borgarstjórn hafi verið að grípa til sértækra aðgerða og þær hafi til að mynda verið í fullu samræmi við það sem formenn jafnaðarflokka Norðurlandanna skrifuðum undir 2014 vegna ástandsins. Þar hafi meðal annars verið lagt til að vörur framleiddar á svæðum sem Ísraelsher hefur hernumið skuli sérmerktar í verslunum. „Ég held að þingmaður sem styður viðskiptabann Íslands á hendur Rússum þurfi aðeins að átta sig á því hverju afstaða hans er byggð. Það sé í lagi en það sé ekki hægt að grípa til aðgerða varðandi ofbeldi Ísraelsmanna gegn Palestínumönnum,“ sagði Árni Páll.
Alþingi Reykjavíkurborg sniðgengur Ísrael Tengdar fréttir Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06 Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30 Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30 Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00 Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09 Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Erlent Fleiri fréttir „Mál að linni“ „Hverskonar meðferð er þetta á fötluðu barninu mínu?“ Tveir fluttir á slysadeild eftir bílveltu á Reykjanesbraut Fluttur á slysadeild eftir flogakast við akstur Sorgarsaga móður, forljótir varðturnar og Reynir Pétur í essinu sínu „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Stefnt að nýjum og glæsilegum miðbæ í Grundarfirði Kviknaði í bíl á miðjum vegi Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Dómsmálaráðherra tjáir sig um ummæli Úlfars Úr Kvennaskólanum í píparann Afsögn Úlfars og afstaða Íslands til ástandsins á Gasa Sérsveit handtók vopnaðan mann Tóku á móti tveimur börnum á innan við klukkustund Steinn reistur við með eins konar blöðrum Elsti hestur landsins er 36 vetra með tennur og hófa í fínu standi Vannærð börn svelti eða verði læknanlegum sjúkdómum að bráð „Þú hakkar ekki á tóman maga“ Kveður Glerártorg eftir sautján ár Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér „Hafa ekki lyft litla fingri í máli Oscars“ Dúxinn fjarri góðu gamni Brottvísun Oscars, skortur á kvenhökkurum og hundgamall hestur Vísar ásökunum um smölun aftur til sendanda Skjálftinn reyndist 5,1 og fannst frá Skaganum að Hellu Gunnar Smári kosinn úr stjórn: Úrsagnir og uppnám á aðalfundi Sósíalistaflokksins Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Stór skjálfti fannst vel á suður- og vesturlandi Sjá meira
Segja það gera illt verra að leggja tillöguna fram á ný Ferðaþjónustuaðilar eru vægast sagt ósáttir með fyrirhugaðar viðskiptaþvinganir gagnvart Ísrael. 21. september 2015 19:06
Vörur frá hernumdum svæðum verði merktar: Katrín segir ástæðu til að ræða viðskiptabann gegn Ísrael Skiptir máli að Ísland andmæli mannréttindabrotum Ísraela, segir Katrín Jakobsdóttir. 21. september 2015 21:30
Ekki óalgengt að lagðar séu fram óútfærðar tillögur Dagur B. Eggertsson borgarstjóri sat fyrir svörum um misheppnaða tilraun til viðskiptaþvingana gegn Ísrael. 21. september 2015 20:30
Engin sniðganga í Reykjavíkurborg Dagur B. Eggertsson þiggur ráð frá borgarstjóra Kaupmannahafnar um sniðgöngu. Frekari skref verða ekki tekin fyrr en eftir samráð. 21. september 2015 07:00
Forsætisráðherra: "Borgaryfirvöldum meira annt um viðburði en rekstur borgarinnar“ Sigmundir Davíð Gunnlaugsson var gagnrýninn á borgaryfirvöld í þættinum Eyjunni á Stöð 2 fyrr í kvöld. 20. september 2015 19:09