Skipverjarnir allir heilir á húfi sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 22. september 2015 18:57 Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar síga um borð í Sóleyju Sigurjóns. Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg Fréttir af flugi Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira
Búið er að ráða niðurlögum eldsins sem kom upp í togaranum Sóleyju Sigurjóns í hádeginu í dag og er báturinn nú í togi á leið til hafnar á Akureyri. Áætlað er að hann verði kominn til hafnar um klukkan fjögur í nótt. Skipverjum tókst sjálfum að slökkva eldinn með því að loka vélarrýminu og setja slökkvikerfi þess í gang.Þessi mynd er tekin úr eftirlitskerfi TF-SIFJAR, flugvél Landhelgisgæslunnar, en á henni sést hvernig unnt var að greina hita umhverfis útblástursrör vélarrýmisins.mynd/lhg„Skipverjar eru allir heilir á húfi og voru þannig lagað séð ekki í hættu. Þeir höfðu aðstæður undir stjórn en það getur alltaf leitt til frekari hættu þegar eldur er um borð í skipum úti á sjó, því skipverjar komast ekki langt,“ segir Ásgrímur L. Ásgrímsson, framkvæmdastjóri aðgerðarsviðs Landhelgisgæslunnar. Kallaðar voru út tvær þyrlur Landhelgisgæslunnar og með annarri þeirra voru sendir reykkafarar frá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins. Þá voru björgunarskip Slysavarnarfélagsins Landsbjargar á Siglufirði og Skagaströnd jafnframt kölluð út sem og flugvél Landhelgisgæslunnar, en hún var í eftlirlitsflugi út af Austfjörðum. Hér má sjá sigmann þyrlu Landhelgisgæslunnar og reykkafara þar sem þeir eru komnir um borð í Sóleyju Sigurjóns. Myndin er tekin úr TF-SIF, flugvél Landhelgisgæslunnar.mynd/lhgAuk þess var ákveðið að senda varðskipið Þór áleiðis á vettvang en skipið var statt við Snæfellsnes. Haft var samband við nærliggjandi skip og báta og var afráðið að Tómas Þorvaldsson sem statt var í innan við klukkustundar fjarlægð frá Sóleyju Sigurjóns héldi á staðinn. „Skemmdirnar voru það miklar að þeir komu aðalvél skipsins ekki í gang og ófært var að sigla af svæðinu, þannig að það var afráðið að Tómas Þorvaldsson dragi Sóleyju inn til Akureyrar, en aðrar björgunareiningar hafa verið afþakkaðar og eru farnar af svæðinu,“ segir Ásgrímur.Sóley Sigurjóns og TF-LIF.mynd/lhg
Fréttir af flugi Mest lesið Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Umferð beint um Þrengslin í dag Innlent Efnt til mótmæla í Úkraínu vegna umdeildrar lagabreytingar Erlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Karl Héðinn stígur til hliðar Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Fleiri fréttir Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Sjá meira