Glódís: Gaman að vera aðeins meira með í spilinu Ingvi Þór Sæmundsson á Laugardalsvelli skrifar 22. september 2015 21:22 Glódís átti frábæran leik í kvöld. vísir/vilhelm Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hún var að vonum ánægð þegar hún ræddi við blaðamenn eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægð með þennan sigur og það skiptir miklu máli að fara vel af stað, halda hreinu og skora tvö mörk," sagði Glódís sem sagði verkefni dagsins hafa verið erfitt. "Þetta var rosalega erfiður leikur þannig séð því þær pökkuðu bara í vörn. En við héldum þolinmæðinni og skoruðum tvö góð mörk. "Við hefðum getað skorað fleiri mörk en stundum eru þessir leikir svona. Grasið var erfitt og það var pínu erfitt að spila boltanum í bleytunni en við leystum þetta vel." Glódís þurfti sjaldan að verjast í kvöld en Hvít-Rússar buðu ekki upp á merkilegan sóknarleik. Þess í stað var Glódís oft í því hlutverki að bera boltann upp og átti margar góðar sendingar á framherja íslenska liðsins. "Ég lendi ekki oft í þessu en það var bara gaman að fá að vera aðeins meira með í spilinu," sagði Glódís sem fannst íslenska liðinu ganga vel að halda einbeitingu í varnarleiknum þrátt fyrir að munurinn á liðunum væri mikil. "Það gekk alveg vel og við vissum að við þyrftum að vera tilbúnar því þær eiga alveg sínar skyndisóknir. En svo vorum við oft að vinna boltann framarlega á vellinum sem er mjög jákvætt." Stemmingin á Laugardalsvellinum í kvöld var með besta móti en Tólfan lét vel í sér heyra. Glódís kvaðst þakklát fyrir stuðninginn sem íslenska liðið fékk í kvöld. "Ég er ótrúlega ánægð með og þakklát fyrir stuðninginn. Það skiptir svo miklu máli. Það er ekki oft sem maður lendir í því að heyra varla í samherjunum vegna þess hversu hátt það heyrðist í áhorfendum. Þetta var frábært," sagði Glódís að endingu. Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Glódís Perla Viggósdóttir átti frábæran leik þegar Ísland lagði Hvíta-Rússland með tveimur mörkum gegn engu í fyrsta leik sínum í undankeppni EM 2017 í kvöld. Hún var að vonum ánægð þegar hún ræddi við blaðamenn eftir leikinn. "Ég er rosalega ánægð með þennan sigur og það skiptir miklu máli að fara vel af stað, halda hreinu og skora tvö mörk," sagði Glódís sem sagði verkefni dagsins hafa verið erfitt. "Þetta var rosalega erfiður leikur þannig séð því þær pökkuðu bara í vörn. En við héldum þolinmæðinni og skoruðum tvö góð mörk. "Við hefðum getað skorað fleiri mörk en stundum eru þessir leikir svona. Grasið var erfitt og það var pínu erfitt að spila boltanum í bleytunni en við leystum þetta vel." Glódís þurfti sjaldan að verjast í kvöld en Hvít-Rússar buðu ekki upp á merkilegan sóknarleik. Þess í stað var Glódís oft í því hlutverki að bera boltann upp og átti margar góðar sendingar á framherja íslenska liðsins. "Ég lendi ekki oft í þessu en það var bara gaman að fá að vera aðeins meira með í spilinu," sagði Glódís sem fannst íslenska liðinu ganga vel að halda einbeitingu í varnarleiknum þrátt fyrir að munurinn á liðunum væri mikil. "Það gekk alveg vel og við vissum að við þyrftum að vera tilbúnar því þær eiga alveg sínar skyndisóknir. En svo vorum við oft að vinna boltann framarlega á vellinum sem er mjög jákvætt." Stemmingin á Laugardalsvellinum í kvöld var með besta móti en Tólfan lét vel í sér heyra. Glódís kvaðst þakklát fyrir stuðninginn sem íslenska liðið fékk í kvöld. "Ég er ótrúlega ánægð með og þakklát fyrir stuðninginn. Það skiptir svo miklu máli. Það er ekki oft sem maður lendir í því að heyra varla í samherjunum vegna þess hversu hátt það heyrðist í áhorfendum. Þetta var frábært," sagði Glódís að endingu.
Íslenski boltinn Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira