Sex eftirminnilegustu landsleikir Margrétar Láru Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. september 2015 07:30 Margrét Lára hefur skorað 72 mörk í landsleikjunum 100. vísir/eol Í tilefni þess að Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn fékk Fréttablaðið markadrottninguna frá Vestmanna Eyjum til að velja sex eftirminnilegustu landsleikina á ferlinum.Fyrsti leikurinn 14.06.2003 Ísland - Ungverjaland 4-1 Margrét Lára kemur inn af bekknum og skorar Maður gleymir aldrei fyrsta landsleiknum. Ég kom inn á og skoraði með fyrstu snertingu og það með skalla sem ég er ekki vön að gera. Ég fylgdi eftir sláarskoti ef ég man rétt. Svona týpískt fyrsta mark. Þarna var ég bara 16 ára að spila með ÍBV og í fyrsta skipti í landsliðshópnum.Margrét fagnar sigurmarkinu gegn Frökkum.vísir/daníelSnjóboltinn byrjar að rúlla 16.06.2007 Ísland - Frakkland 1-0 Margrét Lára skorar sigurmarkið Þessi sigur gaf okkur trú að við gætum farið á EM. Ég skoraði mark með skalla, eitt ljótasta mark sem ég hef skorað, en líka eitt það mikilvægasta. Þarna fór snjóboltinn að rúlla hjá okkur. Mér finnst þetta vera ákveðinn vendipunktur hjá landsliðinu. Þessi sigur gaf okkur mikið og þjóðin fór að fylgjast með. Allir áttuðu sig á að þarna var lið sem gæti farið í lokakeppni. Þetta breytti hugarfarinu hjá okkur öllum.Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn með sigri á Írlandi á svellhálum Laugardalsvelli.vísir/stefánFyrsta sinn á EM 30.10.2008 Ísland - Írland 3-0 Margrét Lára skorar annað markið Þessi leikur er mér auðvitað fastur í minni þar sem við komumst þarna í fyrsta sinn á EM. Það var geggjuð stemning í stúkunni – algjörlega ógleymanleg stund. Völlurinn var auðvitað eftirminnilegur. Hann var eins og skautasvell. Hann væri aldrei samþykktur í dag eins og hann var þá því kröfurnar eru meiri núna. Leikurinn færi ekki fram á svona hálum velli í dag. Þetta var svolítið furðulegt en stemningin mikil og gleðin.Margrét Lára kemur Ísland yfir gegn Úkraínu 2012.vísir/stefánAftur á EM 25.10.2012 Ísland - Úkraína 3-2 Margrét Lára skorar fyrsta markið Þótt við værum að komast á EM í annað sinn var þessi leikur virkilega skemmtilegur og eftirminnilegur. Úkraína, eins og Írland, var alveg í séns eftir úrslitin í fyrri leiknum sem við unnum, 3-2. Þarna var áhorfendametið (6.647) sett og Jói vallarstjóri þurfti að opna hina stúkuna.Leikurinn gegn Hollandi er einn sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins.vísir/epaÍ átta liða liða úrslit á EM 17.07.2013 Holland - Ísland 0-1 Jöfnunarmark Margrétar Láru gegn Noregi í fyrsta leik kom Íslandi í stöðu að með sigri gegn Hollandi kæmist liðið upp úr riðli Þetta var geggjaður leikur enda ekkert smá afrek fyrir íslenskt landslið í hópíþrótt að komast í átta liða úrslit á stórmóti. Dagný Brynjars skoraði með skalla eftir sendingu frá Hallberu. Þetta var bara teiknað á æfingu og farið með inn í leikinn. Að launum fengum við leik gegn heimastelpum frá Svíþjóð sem var stórkostleg stund nema hvað við vorum lélegar. Það var æðislegt að spila á móti þeim fyrir fullu húsi en leikurinn var búinn eftir sjö mínútur.Margrét Lára var heiðruð eftir 100. landsleikinn.vísir/vilhelmHundrað leikja klúbburinn 22.09.2015 Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 Margrét Lára er fyrirliði í 100. landsleiknum Athyglin var full mikil á mér fyrir minn smekk. Ég var bara hálf feimin og hálf klökk. Það var samt gaman að sjá hvað margir voru tilbúnir að koma þrátt fyrir skítabrælu. Það var stór stund að spila minn 100. landsleik og fá svona mætingu. Ég er fólkinu sem mætti virkilega þakklát fyrir þetta og öllum í kringum liðið. Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Í tilefni þess að Margrét Lára Viðarsdóttir lék sinn 100. landsleik fyrir Íslands hönd á þriðjudaginn fékk Fréttablaðið markadrottninguna frá Vestmanna Eyjum til að velja sex eftirminnilegustu landsleikina á ferlinum.Fyrsti leikurinn 14.06.2003 Ísland - Ungverjaland 4-1 Margrét Lára kemur inn af bekknum og skorar Maður gleymir aldrei fyrsta landsleiknum. Ég kom inn á og skoraði með fyrstu snertingu og það með skalla sem ég er ekki vön að gera. Ég fylgdi eftir sláarskoti ef ég man rétt. Svona týpískt fyrsta mark. Þarna var ég bara 16 ára að spila með ÍBV og í fyrsta skipti í landsliðshópnum.Margrét fagnar sigurmarkinu gegn Frökkum.vísir/daníelSnjóboltinn byrjar að rúlla 16.06.2007 Ísland - Frakkland 1-0 Margrét Lára skorar sigurmarkið Þessi sigur gaf okkur trú að við gætum farið á EM. Ég skoraði mark með skalla, eitt ljótasta mark sem ég hef skorað, en líka eitt það mikilvægasta. Þarna fór snjóboltinn að rúlla hjá okkur. Mér finnst þetta vera ákveðinn vendipunktur hjá landsliðinu. Þessi sigur gaf okkur mikið og þjóðin fór að fylgjast með. Allir áttuðu sig á að þarna var lið sem gæti farið í lokakeppni. Þetta breytti hugarfarinu hjá okkur öllum.Ísland tryggði sér sæti á EM í fyrsta sinn með sigri á Írlandi á svellhálum Laugardalsvelli.vísir/stefánFyrsta sinn á EM 30.10.2008 Ísland - Írland 3-0 Margrét Lára skorar annað markið Þessi leikur er mér auðvitað fastur í minni þar sem við komumst þarna í fyrsta sinn á EM. Það var geggjuð stemning í stúkunni – algjörlega ógleymanleg stund. Völlurinn var auðvitað eftirminnilegur. Hann var eins og skautasvell. Hann væri aldrei samþykktur í dag eins og hann var þá því kröfurnar eru meiri núna. Leikurinn færi ekki fram á svona hálum velli í dag. Þetta var svolítið furðulegt en stemningin mikil og gleðin.Margrét Lára kemur Ísland yfir gegn Úkraínu 2012.vísir/stefánAftur á EM 25.10.2012 Ísland - Úkraína 3-2 Margrét Lára skorar fyrsta markið Þótt við værum að komast á EM í annað sinn var þessi leikur virkilega skemmtilegur og eftirminnilegur. Úkraína, eins og Írland, var alveg í séns eftir úrslitin í fyrri leiknum sem við unnum, 3-2. Þarna var áhorfendametið (6.647) sett og Jói vallarstjóri þurfti að opna hina stúkuna.Leikurinn gegn Hollandi er einn sá stærsti í sögu kvennalandsliðsins.vísir/epaÍ átta liða liða úrslit á EM 17.07.2013 Holland - Ísland 0-1 Jöfnunarmark Margrétar Láru gegn Noregi í fyrsta leik kom Íslandi í stöðu að með sigri gegn Hollandi kæmist liðið upp úr riðli Þetta var geggjaður leikur enda ekkert smá afrek fyrir íslenskt landslið í hópíþrótt að komast í átta liða úrslit á stórmóti. Dagný Brynjars skoraði með skalla eftir sendingu frá Hallberu. Þetta var bara teiknað á æfingu og farið með inn í leikinn. Að launum fengum við leik gegn heimastelpum frá Svíþjóð sem var stórkostleg stund nema hvað við vorum lélegar. Það var æðislegt að spila á móti þeim fyrir fullu húsi en leikurinn var búinn eftir sjö mínútur.Margrét Lára var heiðruð eftir 100. landsleikinn.vísir/vilhelmHundrað leikja klúbburinn 22.09.2015 Ísland - Hvíta-Rússland 2-0 Margrét Lára er fyrirliði í 100. landsleiknum Athyglin var full mikil á mér fyrir minn smekk. Ég var bara hálf feimin og hálf klökk. Það var samt gaman að sjá hvað margir voru tilbúnir að koma þrátt fyrir skítabrælu. Það var stór stund að spila minn 100. landsleik og fá svona mætingu. Ég er fólkinu sem mætti virkilega þakklát fyrir þetta og öllum í kringum liðið.
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00 Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Enski boltinn Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Aldrei viljað gefast upp Margrét Lára Viðarsdóttir spilaði 100. landsleikinn á þriðjudaginn. Meiðsli voru nálægt því að fá hana til að hætta í fótbolta en þess í stað er hún komin aftur á fulla ferð og orðin fyrirliði. 24. september 2015 07:00