Fundu svar við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 24. september 2015 09:45 Freddie heitinn Mercury á tónleikum í París árið 1984. Vísir/Getty Svar hefur fengist við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best við áheyrnina. Reyndar má reikna með því að svarið við spurningunni sé breytilegt eftir því hvar rannsóknin er framkvæmd.Raftækjafyrirtækið Alba lét framkvæma könnun á meðal 2000 Breta með það fyrir augum að svara spurningunni. Lagið sem stóð uppi sem sigurvegari var að sjálfsögðu breskt.Lagið sem kemur fólki í mest stuð miðað við bresku könnunina. Um er að ræða slagarann Don’t Stop Me Now frá 1979 með Queen. Hollenski taugavísindamaðurinn Dr. Jacob Jolij tók að sér að greina gögnin fyrir Alba og sagði tvennt vega þyngst þegar kemur að lögum sem láta fólki líða vel. Lagið þarf að vera í dúr og tempóið þarf að vera hratt.Dancing Queen með Abba. Don’t Stop Me Now fór á topp tíu listann í Bretlandi en rétt komst inn á topp 100 í Bandaríkjunum. Því má fastlega reikna með að sambæriileg könnun vestan hafs hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Sömuleiðis ef farið yrði til annarra landa eða heimsálfa.Uptown Girl með Billy Joel Hins vegar eru eflaust margir sem geta samþykkt einhver af þeim lögum sem lentu í efstu sætum könnunarinnar. Næstu lög á eftir fyrrnefndum slagara Queen voru Dancing Queen með Abba, Good Vibrations með Beach Boys og Uptown Girl með Billy Joel. Athygli vekur að fyrsta lagið er með sænskri hljómsveit og þau síðarnefndu með bandarískum listamönnum.Good Vibrations með Beach Boys. Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira
Svar hefur fengist við spurningunni hvaða lag lætur fólki líða best við áheyrnina. Reyndar má reikna með því að svarið við spurningunni sé breytilegt eftir því hvar rannsóknin er framkvæmd.Raftækjafyrirtækið Alba lét framkvæma könnun á meðal 2000 Breta með það fyrir augum að svara spurningunni. Lagið sem stóð uppi sem sigurvegari var að sjálfsögðu breskt.Lagið sem kemur fólki í mest stuð miðað við bresku könnunina. Um er að ræða slagarann Don’t Stop Me Now frá 1979 með Queen. Hollenski taugavísindamaðurinn Dr. Jacob Jolij tók að sér að greina gögnin fyrir Alba og sagði tvennt vega þyngst þegar kemur að lögum sem láta fólki líða vel. Lagið þarf að vera í dúr og tempóið þarf að vera hratt.Dancing Queen með Abba. Don’t Stop Me Now fór á topp tíu listann í Bretlandi en rétt komst inn á topp 100 í Bandaríkjunum. Því má fastlega reikna með að sambæriileg könnun vestan hafs hefði leitt til annarrar niðurstöðu. Sömuleiðis ef farið yrði til annarra landa eða heimsálfa.Uptown Girl með Billy Joel Hins vegar eru eflaust margir sem geta samþykkt einhver af þeim lögum sem lentu í efstu sætum könnunarinnar. Næstu lög á eftir fyrrnefndum slagara Queen voru Dancing Queen með Abba, Good Vibrations með Beach Boys og Uptown Girl með Billy Joel. Athygli vekur að fyrsta lagið er með sænskri hljómsveit og þau síðarnefndu með bandarískum listamönnum.Good Vibrations með Beach Boys.
Mest lesið Myndaveisla: Tröllatrukkur og Rolls Royce á svæðinu þegar hjónin gengu út Lífið Nígerísk hjón reisa glerkastala í Kjós og flytja inn tonn af blómum til að gifta sig aftur Lífið Nígerískt stjörnubrúðkaup í Hallgrímskirkju Lífið Hver er Endakallinn frá Ibiza? Lífið Bay segir skilið við Smith Lífið Hver dáleiðsla er spennandi og ófyrirsjáanlegt ferðalag Lífið samstarf Fann lausn við verkjunum sem breytti öllu Lífið samstarf Eftir þrettán ára nám fékk Saga bílpróf Lífið „Magnað innra ferðalag“ að horfast í augu við saklausa barnið í sér Lífið Fyrrverandi eiginmaður Kelly Clarkson látinn Lífið Fleiri fréttir „Öll dýrin í skóginum voru vinir“ Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Opnar sig um stormasamt hjónaband á nýju plötunni Borgin býður í tívolíveislu Dylan leggur blátt símabann á tónleikagesti „Gerum allt fyrir konurnar í okkar lífi“ Quarashi á Lopapeysunni: „Við erum synir Akraness“ „Svo leiðinlegt að pæla hvað öðru fólki finnst“ Forsala á Kaleo seldist upp á innan við mínútu Sjá meira