Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Víkingur - Fylkir 0-0 | Andlaust jafntefli í Víkinni Tryggvi Páll Tryggvason á Víkingsvelli skrifar 26. september 2015 17:00 Mörk Ívars Arnar Jónssonar hafa tryggt Víkingum sjö stig í sumar. vísir/stefán Baráttan og harkan var í fyrirrúmi í Víkinni í dag þegar Víkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli. Dómari leiksins hafði nóg að gera enda fóru sjö gul spjold á loft auk þess sem að Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis var rekinn út af í hálfleik. Tæklingarnar og ýtingarnar spiluðu stærra hlutverk í þessum leik en sendingar og færi enda var lítið að frétta fyrir framan mörk beggja liða í leiknum í dag. Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, var í aðalhlutverki en það segir ýmislegt um frammistöðu hans að stuðningsmenn Fylkis og Víkinga voru verulega ósáttir með framgöngu hans í dag. Verkefni hans var snúið enda erfitt að spila fótbolta í erfiðum aðstæðum enda bæði hvassviðri og úrhelli í Fossvoginum í dag.Hermann Hreiðarsson fékk rautt spjald í hálfleik Alls fengu sjö gul spjöld að líta dagsins og hefðu þau átt að vera fleiri og jafnvel í öðrum lit en atvik leiksins átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Viktor Bjarki Arnarsson virtist sparka í Ragnar Braga Sveinsson þegar þeir lágu saman á vellinum. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á Ingimundi Níelsi Óskarssyni sem hljóp að Viktori Bjarka og virtist slá til hans en Viktor Bjarki lá kylliflatur á vellinum eftir þessi viðskipti. Báðir þessir leikmenn verðskulduðu rautt spjald fyrir þetta en Ingimundur Níels var sá eini sem sat í súpunni og fékk hann gult spald að launum. Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis virtist ekki vera ánægður með þessa niðurstöðu Guðmunds Ársæls en Hermann hafði áður látið aðstoðardómarann heyra það, væntanlega fyrir að vera ekki nógu snöggur að gefa merki um skiptingu eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson fór meiddur útaf. Hermann fékk rautt spjald í hálfleik, líklegast fyrir munnsöfnuð, en hann vildi lítið tjá sig um málið er hann gekk upp í stúku þegar seinni hálfleikur hófst. „Ég var bara að tala við sjálfan mig,“ sagði Hermann aðspurður af blaðamanni Vísis um ástæður brottrekstrarins. Þetta var í raun saga leiksins. Leikmennirnir voru ósáttir við dómgæsluna og tæklingarnar fengu að fljúga á kostnað fótboltans.Í þau örfáu skipti sem leikmenn liðanna fengu færi voru þeir yfirleitt of lengi að athafna sig. Fylkismenn voru þó örlítið sprækari og þurfti Thomas Nielsen t.d. að taka á honum stóra sínum eftir að Ingimundur Níels skaut í markteignum. Bæði lið virtust vera sátt við jafnteflið enda að litlu að keppa þar sem liðin voru fyrir leikin löngu búin að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Það var því ákveðið fagnaðarefni þegar dómarinn flautaði til leiks og liðin gátu deilt með sér stigunum, leikmenn þeirra eflaust fegnir því að vera komnir inn úr kuldanum.Milos: Veðrið það sama fyrir bæði liðVeðuraðstæður voru ekkert sérstakar enda var rætt fyrir umferðina að mögulega þyrfti að fresta þessari umferð. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga blés þó á að veðrið hefði haft áhrif á spilamennsku liðanna í dag. „Nei, þetta er fínasta íslenskt veður. Það var ekkert að veðri, mér fannst t.d. verra veður í síðasta leik. Veðrið var nákvæmlega eins fyrir bæði lið í dag. Milos tók við sem aðalþjálfari þegar Ólafur Þórðarsson lét af störfum. Víkingar voru þá í erfiðri stöðu en þeim hefur tekist að snúa við blaðinu og voru fyrir leikinn búnir að tryggja sæti sitt í deildinni. Milos telur að liðið hefði þó getað gert betur. „Við vorum ekki mjög góðri stöðu þegar ég tók við. Ég er hinsvegar ekki sáttur við stigasöfnunina og það vantar svona 5-6 stig upp á. Við hefðum átt að gera betur í dag og t.d gegn Leikni. Í dag er ég hinvegar ánægður með að við bætum okkur frá síðasta leik þar sem við fáum fjögur mark á okkur en ekkert í dag, það er jákvætt.“Reynir: Skorti töfra fyrir framan markiðHermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik en aðstoðarþjálfari Fylkis gat ekki svarað fyrir hvað hann fékk spjaldið. Reynir var þó ekki alveg sáttur með frammistöðu dómarans en sagði hana mögulega hafa verið í takt við gæði leiksins. „Ég skil ekki hvernig dómarinn gat sleppt rauðu spjaldi á leikmann Víkings fyrir að hafa sparkað í Ragnar Braga. Þeir voru ekki alveg á tánum, kannski líkt og leikmennirnir. “ Reynir segir að það hafi vantað töfra en að sínir menn hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. Hann er sammála Milosi að veðrið hafi ekki haft áhrif á leikinn í dag. „Það vantaði kannski smá töfra fyrir framan markið en við reyndum að spila boltanum og gerðum það ágætlega á köflum. Það er ekkert að veðrinu og mér fannst það ekki hafa áhrif á leikinn.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira
Baráttan og harkan var í fyrirrúmi í Víkinni í dag þegar Víkingar og Fylkismenn gerðu markalaust jafntefli. Dómari leiksins hafði nóg að gera enda fóru sjö gul spjold á loft auk þess sem að Hermann Hreiðarsson, þjálfari Fylkis var rekinn út af í hálfleik. Tæklingarnar og ýtingarnar spiluðu stærra hlutverk í þessum leik en sendingar og færi enda var lítið að frétta fyrir framan mörk beggja liða í leiknum í dag. Guðmundur Ársæll Guðmundsson, dómari leiksins, var í aðalhlutverki en það segir ýmislegt um frammistöðu hans að stuðningsmenn Fylkis og Víkinga voru verulega ósáttir með framgöngu hans í dag. Verkefni hans var snúið enda erfitt að spila fótbolta í erfiðum aðstæðum enda bæði hvassviðri og úrhelli í Fossvoginum í dag.Hermann Hreiðarsson fékk rautt spjald í hálfleik Alls fengu sjö gul spjöld að líta dagsins og hefðu þau átt að vera fleiri og jafnvel í öðrum lit en atvik leiksins átti sér stað í fyrri hálfleik þegar Viktor Bjarki Arnarsson virtist sparka í Ragnar Braga Sveinsson þegar þeir lágu saman á vellinum. Eitthvað fór þetta fyrir brjóstið á Ingimundi Níelsi Óskarssyni sem hljóp að Viktori Bjarka og virtist slá til hans en Viktor Bjarki lá kylliflatur á vellinum eftir þessi viðskipti. Báðir þessir leikmenn verðskulduðu rautt spjald fyrir þetta en Ingimundur Níels var sá eini sem sat í súpunni og fékk hann gult spald að launum. Hermann Hreiðarsson þjálfari Fylkis virtist ekki vera ánægður með þessa niðurstöðu Guðmunds Ársæls en Hermann hafði áður látið aðstoðardómarann heyra það, væntanlega fyrir að vera ekki nógu snöggur að gefa merki um skiptingu eftir að Jóhannes Karl Guðjónsson fór meiddur útaf. Hermann fékk rautt spjald í hálfleik, líklegast fyrir munnsöfnuð, en hann vildi lítið tjá sig um málið er hann gekk upp í stúku þegar seinni hálfleikur hófst. „Ég var bara að tala við sjálfan mig,“ sagði Hermann aðspurður af blaðamanni Vísis um ástæður brottrekstrarins. Þetta var í raun saga leiksins. Leikmennirnir voru ósáttir við dómgæsluna og tæklingarnar fengu að fljúga á kostnað fótboltans.Í þau örfáu skipti sem leikmenn liðanna fengu færi voru þeir yfirleitt of lengi að athafna sig. Fylkismenn voru þó örlítið sprækari og þurfti Thomas Nielsen t.d. að taka á honum stóra sínum eftir að Ingimundur Níels skaut í markteignum. Bæði lið virtust vera sátt við jafnteflið enda að litlu að keppa þar sem liðin voru fyrir leikin löngu búin að tryggja sér áframhaldandi veru í deildinni. Það var því ákveðið fagnaðarefni þegar dómarinn flautaði til leiks og liðin gátu deilt með sér stigunum, leikmenn þeirra eflaust fegnir því að vera komnir inn úr kuldanum.Milos: Veðrið það sama fyrir bæði liðVeðuraðstæður voru ekkert sérstakar enda var rætt fyrir umferðina að mögulega þyrfti að fresta þessari umferð. Milos Milojevic, þjálfari Víkinga blés þó á að veðrið hefði haft áhrif á spilamennsku liðanna í dag. „Nei, þetta er fínasta íslenskt veður. Það var ekkert að veðri, mér fannst t.d. verra veður í síðasta leik. Veðrið var nákvæmlega eins fyrir bæði lið í dag. Milos tók við sem aðalþjálfari þegar Ólafur Þórðarsson lét af störfum. Víkingar voru þá í erfiðri stöðu en þeim hefur tekist að snúa við blaðinu og voru fyrir leikinn búnir að tryggja sæti sitt í deildinni. Milos telur að liðið hefði þó getað gert betur. „Við vorum ekki mjög góðri stöðu þegar ég tók við. Ég er hinsvegar ekki sáttur við stigasöfnunina og það vantar svona 5-6 stig upp á. Við hefðum átt að gera betur í dag og t.d gegn Leikni. Í dag er ég hinvegar ánægður með að við bætum okkur frá síðasta leik þar sem við fáum fjögur mark á okkur en ekkert í dag, það er jákvætt.“Reynir: Skorti töfra fyrir framan markiðHermann Hreiðarsson fékk að líta rauða spjaldið í hálfleik en aðstoðarþjálfari Fylkis gat ekki svarað fyrir hvað hann fékk spjaldið. Reynir var þó ekki alveg sáttur með frammistöðu dómarans en sagði hana mögulega hafa verið í takt við gæði leiksins. „Ég skil ekki hvernig dómarinn gat sleppt rauðu spjaldi á leikmann Víkings fyrir að hafa sparkað í Ragnar Braga. Þeir voru ekki alveg á tánum, kannski líkt og leikmennirnir. “ Reynir segir að það hafi vantað töfra en að sínir menn hafi verið sterkari aðilinn í leiknum. Hann er sammála Milosi að veðrið hafi ekki haft áhrif á leikinn í dag. „Það vantaði kannski smá töfra fyrir framan markið en við reyndum að spila boltanum og gerðum það ágætlega á köflum. Það er ekkert að veðrinu og mér fannst það ekki hafa áhrif á leikinn.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Liðsfélagi Sveindísar opnar sig: Skammast mín og er skíthrædd Fótbolti Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Íslenski boltinn „Mér finnst þetta vera hræðilegt“ Handbolti Verndar Viktor eftir slæma reynslu með Orra: „Það var erfitt“ Fótbolti „Ég var mjög svekkt og reið yfir því sem hún gerði“ Sport Viktor sló Meistaradeildarmet Lamine Yamal Fótbolti Sturlað afrek Viktors: „Okkar útgáfa af Woltemade“ Fótbolti Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Íslenski boltinn Liverpool-krísan stækkar og stækkar eftir stórtap á Anfield Fótbolti Vona að Slot haldi áfram: „Kannski gerði hann of vel á síðustu leiktíð“ Fótbolti Fleiri fréttir Aron Jó leystur undan samningi hjá Val Kynntu fyrst Loga Ólafs en svo Jóa Kalla sem á að koma FH á toppinn Atli kveður KR og flytur norður Theodór Elmar hættur hjá KR Hrannar Bogi inn eftir brotthvarf Caulkers Segir ónefndan aðila hafa unnið gegn sér hjá Breiðabliki Alex Freyr frá Fram í Njarðvík Víkingar fá ungan og spennandi kantmann Nýliðarnir fá níutíu leikja mann Jónatan og formaður hissa á tali um KR-löngun Víkingar vilja finna nýtt nafn á Safamýrarsvæðið og biðja um hjálp „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið Sjá meira