Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2015 13:22 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“ Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“
Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Innlent Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Innlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05
Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00
Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23