Fagna yfirlýsingu Sigmundar um losun gróðurhúsalofttegunda Þórhildur Þorkelsdóttir skrifar 27. september 2015 13:22 Formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands segir markmiðið raunhæft. Vísir/Vilhelm Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“ Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Náttúruverndarsamtök Íslands fagna því að íslensk stjórnvöld ætli að beita sér fyrir því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir árið 2030. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra lýsti þessu yfir á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna í New York í Bandaríkjunum í gær. Í ræðu sinni í gær á leiðtogafundi Sameinuðu þjóðanna um ný heimsmarkmið um sjálfbæra þróun á tímabilinu 2015 - 2030 lýsti Sigmundur því yfir að Ísland myndi draga úr losun gróðurhúsalofttegunda um 40 prósent fyrir 2030. Viðmiðunarárið er 1990. Árni Finnsson, formaður náttúruverndarsamtaka Íslands, segir yfirlýsingu forsætisráðherra mun afdráttarlausari en fram kom í yfirlýsingu Íslands frá 30. júní síðastliðnum um hvert yrði landsframlag Íslands fyrir loftslagsráðstefnuna í París síðar í ár. Hann segist fagna þessari yfirlýsingu stjórnvalda. „Það er betra að vita hvað á að gera,“ segir Árni. „Afstaða Íslands, eins og hún var sett fram í júní þegar Ísland kynnti sín markmið fyrir Sameinuðu þjóðunum, var sú að Ísland myndi leggja sitt til í þessi fjörutíu prósent en alls ekki ljóst að Ísland ætlaði að draga úr um fjörutíu prósent sjálft. Það er miklu ljósara að Ísland ætlar að draga úr, óháð því hvað Evrópusambandið gerir.“ Markmiðið með áætluninni er að útrýma, eða draga verulega úr, fátækt í heiminum fyrir árið 2030, vernda umhverfið og náttúru jarðar eins og best er unnt, og stuðla að efnahagslegri velmegun og félagslegri þróun. Árni segir þessi markmið raunhæf. „Ég held að þetta sé vel hægt, það þarf bara að taka vel á hlutunum,“ segir hann. „Ísland verður að hafa trúverðugleika í þessum viðræðum sem fram fara í París og til að öðlast trúverðugleika verða Íslendingar að setja sér mjög háleit markmið. Ísland verður að leggja sitt til málanna.“
Tengdar fréttir Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05 Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00 Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23 Mest lesið „Við getum gert það sem við viljum“ Erlent „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Innlent Kom ekki á teppið Innlent Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Innlent Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Innlent Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Innlent Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Innlent Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni Innlent Halla slær á putta handboltahetjunnar Innlent „Ég á þetta og má þetta“ Innlent Fleiri fréttir Nú geta íbúar skráð sjálfir hvað megi betur fara í borginni „Þetta er svolítið óvenjulegt, ég er ekki á þingi“ Landsleikir á vinnutíma fela í sér tækifæri Pétur vill leiða Viðreisn í Kópavogi Kom ekki á teppið Landsvirkjun hyggst bjóða út alla verkþætti Hvammsvirkjunar í ár Lilja sækist eftir því að leiða Framsókn Willum fer ekki fram og styður Lilju Foreldrarnir vissu ekki af kynferðisofbeldinu Magnea vill hækka sig um sæti Vissu ekki af kynferðisbrotinu fyrr en lögreglan hafði samband Fengið svör frá Bandaríkjunum um Íslandsyfirlýsingar Trumps Laugarnestangi friðlýstur sem menningarlandslag Mesti fjöldi í sögu bráðamóttökunnar Leita manns vegna kynferðisbrots við Austurbæjarbíó Sósíalistar sendu nær allar tekjur í félög tengdum fyrri stjórn Mætast í Pallborðinu á lokasprettinum Kafað í óbirta og umtalaða skýrslu um Félagsbústaði Rannsóknaskipin gera hlé á loðnuleit vegna óveðurs Viðreisn býður fram undir merkjum Samfylkingar Þrjú erlend her- og varðskip í Reykjavík Ósammála um hvort lögregla hafi gefið fyrirmæli „Ég á þetta og má þetta“ „Það er ekki hægt að muna allan þennan djöful“ Nauðgaði konu og reyndi að færa henni blóm daginn eftir Hvalveiðimótmælin fyrir dóm og Danir segja ekkert samið um Grænland Húsleit fór fram víðar en á Akureyri Halla slær á putta handboltahetjunnar „Ég framkvæmdi þetta af algjörri nauðsyn“ „Sama hvað gerist þá sigra hvalirnir“ Sjá meira
Ísland stefnir að 40 prósent minni losun fyrir 2030 slensk stjórnvöld hafa tilkynnt um landsmarkmið í loftslagsmálum til 2030. 30. júní 2015 18:05
Stefnum á 40% minni losun Umhverfisráðherra lét sterklega að því liggja í þingræðu í gær að loftslagsmarkmið Íslands fyrir loftslagsráðstefnu Sameinuðu þjóðanna verði 40% minni losun fyrir árið 2030. Ísland fylgir fordæmi ESB og Noregs. 26. júní 2015 07:00
Markmið Íslands í loftlagsmálum kynnt í næstu viku Umhverfisráðherra boðar að Íslendingar muni fylgja svipaðri stefnu og Norðmenn á loftlagsráðstefnunni í París á næsta ári. 25. júní 2015 13:23