Fjórir leikir fóru fram í norsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag en þar bar hæst sigur Rosenborg á Viking, 2-0.
Hólmar Örn Eyjólfsson lék allan leikinn fyrir Rosenborg en Matthías Vilhjálmsson kom inn á sem varamaður á 77. mínútu. Íslendingarnir hjá Viking komu allir við sögu en Jón Daði Böðvarsson og Indriði Sigurðsson voru báðir í byrjunarliðinu.
Jón Daði var tekinn af velli þegar um korter var eftir af leiknum. Steinþór Freyr Þorsteinsson kom snemma inn á af varamannabekknum og undir lokin var Birni Daníel Sverrissyni skipt inná. Yann-Erik de Lanlay og Alexander Søderlund gerðu mörk Rosenborg í leiknum.
Odd og Sarpsborg 08 gerðu 1-1 jafntefli. Haugesund vann Sandefjord 1-0 á útivelli og Tromsø gerði 1-1 jafntefli við Aalesund.
Rosenborg er í efsta sæti deildarinnar með 58 stig. Stabæk í því öðru með 47 stig og Strømsgodset í því þriðja með 46 stig.
Rosenborg hafði betur gegn Íslendingahersveitinni í Viking
Stefán Árni Pálsson skrifar

Mest lesið





Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah
Enski boltinn



Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum
Körfubolti

