Hver upplýsir borgarstjórn? Ívar Halldórsson skrifar 28. september 2015 15:00 Borgarstjórn lýsti yfir fyrirhuguðu innkaupabanni á Ísrael. Ástæðan var að brýnt þótti að senda skýr skilaboð um að borgarráð fordæmdi meint hernám Ísraels á Vesturbakkanum. Skilaboðin ferðuðust á ljóshraða um heimsbyggðina. Aðgerðirnar virðast málefnalegar á yfirborðinu, en undir niðri leynist óhugguleg ormagryfja. Ætla mætti að í undanfara slíkrar ákvörðunar liggi mikil rannsóknarvinna að baki – eða hvað? Hvert sækir borgarstjórn sínar upplýsingar um meint mannréttindabrot lýðræðisríkisins Ísrael? Miðað við þann skammarlega litla undirbúning sem fór í útfærslu viðskiptabannsins er óhætt að halda því fram að upplýsingaveita borgarstjórnar hefur einskorðast við fjölmiðlaflutning og hlutdræga ráðgjöf innanborðsaðila, sem hampa málstað róttækra félagasamtaka hérlendis; sem hafa með missnyrtilegum hætti málað dökka mynd af mannréttindaríkinu Ísrael í huga Íslendinga. Fjölmiðlaumfjöllunin um Ísrael er í besta falli grunsamleg. Þó kannski ekki skrýtið í ljósi þess að Hamas stýrir fjölmiðlaumfjöllun á Vesturbakkanum. Tugir fjölmiðlamanna þar eystra hafa verið teknir af lífi eða þeim rænt fyrir að gefa „rangar“ upplýsingar um atburði þar í landi. Donatella Rovera, rannsóknarmaður hjá Amnesty International, viðurkennir að palestínskir sjónarvottar ljúga oft til um atburði af ótta við að vera líflátið. Þá má geta að samkvæmt breska fjölmiðlinum al-Araby hafa auk þess 72 blaðamenn verið líflátnir af Islamic State síðan 14. júní, 2014. Nágrannar Ísraels eru herskáir, fjölmiðlakúgun ríkir, en fáir gagnrýna fréttir fjölmiðla frá þessum slóðum. Arabar hafa verið ósáttir við tilvist Ísrael frá því elstu menn muna og hafa aldrei verið friðsamlegir í hennar garð. Hryðjuverkasamtök og öfgaíslamistar eins og Hamas og Hezbollah (eða flokkur Allah), hafa tögl og haldir í stjórnmálum í Mið-Austurlöndum. Mannréttindabrot, kvenfyrirlitning og virðingarleysi fyrir mannslífi eru daglegt brauð palestínska borgara undir stjórn Hamas. Saklausir borgarar hafa kvartað meira undan kúgun hryðjuverkastjórna en undan því að Ísrael gefi ekki eftir landamæri. Venjulegir borgarar vilja bara öryggi; á meðan stjórnvöld þeirra girnast land. Það er því einkennilegt að hryðjuverkahópar, sem ekki hafa tekið sér mannréttindi og lýðræði Vesturlanda til fyrirmyndar, njóti vafans hjá borgarstjórn þegar kemur að mati á mannréttindabrotum. Ísrael, eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum sem virðir réttindi kvenna, samkynhneigðra og mismunar ekki fólki eftir kynþætti, fær fleiri strik í kladdann en nokkur önnur þjóð í heiminum. Er þetta ekki hræsni? Borgin okkar sammælist um að refsa ríki sem á í fullu fangi með að verja fjölskyldur sínar fyrir öfgahópum sem hafa svarið þess eið að útrýma Ísrael, með aðgerðarfræði sem á, ef vel er að gáð, rætur að rekja til anti-semetisma. Ég heyrði upphafsmann BDS segja að hann aðhylltist síður tveggja ríkja lausn, og því er ljóst að markmiðið er að mjaka Ísrael út af kortinu smátt og smátt með viðskiptabönnum. Ákall þetta bergmálast í opinberum mótmælum BDS-samtakanna víða um heim. Klókir sjá að ef Ísrael gefur eftir landamæri sín er þjóðin hernaðarlega að kveða upp sinn eigin dauðadóm. Viljum við vera þátttakendur í þjóðarmorði? Sú var tíðin að áhyggjulaust mátti vitna í niðurstöður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, en nú í seinni tíð hefur Mannréttindaráð S.Þ. sætt mikilli gagnrýni fyrir anti-semetísk viðhorf. Það er kannski ekki að undra þegar vægi þeirra sem kalla á eyðingu Ísrael verður stöðugt meira. Saudi-Arabía, sem er ekki beint fyrirmynd mannréttinda í dag, er nú farin að gegna lykilhlutverki í ráðinu. Samkvæmt Human Rights Watch voru a.m.k. nítján teknir af lífi í Saudi Arabíu fyrir minniháttar glæpi; þar af einn fyrir galdra. Þá er tjáningarfrelsið ekki meira en það að fólk er húðstrýkt fyrir að tjá sig um hluti sem samræmast ekki stefnu stjórnvalda. Þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa víðtæk og neikvæð áhrif á orðspor landsins okkar er nauðsynlegt að ákvörðunarvöld komi vel upplýst að fundarborðum. Því miður nægir ekki að lesa dagblöðin í þessu tilviki eða lesa yfirlýsingar S.Þ. – hvað þá sækja rök í búðir félagasamtaka sem nota vafasama aðgerðafræði í umdeildum atlögum sínum gegn Ísrael. Borgarstjórn á ekki að leika sér með fjöregg okkar Íslendinga, illa upplýst. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ívar Halldórsson Mest lesið Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Flokkur fólksins eða flokkun fólksins? Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 2/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hver ætlar að bera ábyrgð á mannslífi? Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Horfumst í augu Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Saga Israa á Gaza og hvernig hægt er að verða að liði Katrín Harðardóttir,Israa Saed skrifar Skoðun Fordómar frá sálfélagslegu sjónarhorni Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Skoðun Er aldur bara tala? Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslendingar flytja út fisk og líka ofbeldismenn Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar Skoðun Frans páfi kvaddur eða meðtekinn? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lægjum öldurnar Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Að hata einhvern sem þú þarft á að halda? Katrín Pétursdóttir skrifar Skoðun Íslenskar pyndingar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun SFS, Exit og norska leiðin þeirra Jón Kaldal skrifar Skoðun Friður - í framsöguhætti eða viðtengingarhætti? Bryndís Schram skrifar Skoðun Næringarfræði er lykillinn að betri heilsu, viltu vera með? Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Löngu þarft samtal um hóp sem gleymist! Katarzyna Kubiś skrifar Skoðun Menntun fyrir öll – nema okkur Haukur Guðmundsson skrifar Skoðun Það er ekki hægt að loka augunum fyrir þessum veruleika Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kirkjugarðsballið: Eiga Íslendingar að mæta þar? Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Að sækja gullið (okkar) Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Til hamingju blaðamenn! Hjálmar Jónsson skrifar Skoðun Stormur í Þjóðleikhúsinu Bubbi Morthens skrifar Skoðun Börn í skugga stríðs Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Opið bréf til mennta- og barnamálaráðherra Gunnar Örn Vopnfjörð Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvernig gerum við Grundarhverfi enn betra? Ævar Harðarson skrifar Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar Skoðun 120km hraði á Keflavíkurveginum og netsölur með áfengi Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Borgarstjórn lýsti yfir fyrirhuguðu innkaupabanni á Ísrael. Ástæðan var að brýnt þótti að senda skýr skilaboð um að borgarráð fordæmdi meint hernám Ísraels á Vesturbakkanum. Skilaboðin ferðuðust á ljóshraða um heimsbyggðina. Aðgerðirnar virðast málefnalegar á yfirborðinu, en undir niðri leynist óhugguleg ormagryfja. Ætla mætti að í undanfara slíkrar ákvörðunar liggi mikil rannsóknarvinna að baki – eða hvað? Hvert sækir borgarstjórn sínar upplýsingar um meint mannréttindabrot lýðræðisríkisins Ísrael? Miðað við þann skammarlega litla undirbúning sem fór í útfærslu viðskiptabannsins er óhætt að halda því fram að upplýsingaveita borgarstjórnar hefur einskorðast við fjölmiðlaflutning og hlutdræga ráðgjöf innanborðsaðila, sem hampa málstað róttækra félagasamtaka hérlendis; sem hafa með missnyrtilegum hætti málað dökka mynd af mannréttindaríkinu Ísrael í huga Íslendinga. Fjölmiðlaumfjöllunin um Ísrael er í besta falli grunsamleg. Þó kannski ekki skrýtið í ljósi þess að Hamas stýrir fjölmiðlaumfjöllun á Vesturbakkanum. Tugir fjölmiðlamanna þar eystra hafa verið teknir af lífi eða þeim rænt fyrir að gefa „rangar“ upplýsingar um atburði þar í landi. Donatella Rovera, rannsóknarmaður hjá Amnesty International, viðurkennir að palestínskir sjónarvottar ljúga oft til um atburði af ótta við að vera líflátið. Þá má geta að samkvæmt breska fjölmiðlinum al-Araby hafa auk þess 72 blaðamenn verið líflátnir af Islamic State síðan 14. júní, 2014. Nágrannar Ísraels eru herskáir, fjölmiðlakúgun ríkir, en fáir gagnrýna fréttir fjölmiðla frá þessum slóðum. Arabar hafa verið ósáttir við tilvist Ísrael frá því elstu menn muna og hafa aldrei verið friðsamlegir í hennar garð. Hryðjuverkasamtök og öfgaíslamistar eins og Hamas og Hezbollah (eða flokkur Allah), hafa tögl og haldir í stjórnmálum í Mið-Austurlöndum. Mannréttindabrot, kvenfyrirlitning og virðingarleysi fyrir mannslífi eru daglegt brauð palestínska borgara undir stjórn Hamas. Saklausir borgarar hafa kvartað meira undan kúgun hryðjuverkastjórna en undan því að Ísrael gefi ekki eftir landamæri. Venjulegir borgarar vilja bara öryggi; á meðan stjórnvöld þeirra girnast land. Það er því einkennilegt að hryðjuverkahópar, sem ekki hafa tekið sér mannréttindi og lýðræði Vesturlanda til fyrirmyndar, njóti vafans hjá borgarstjórn þegar kemur að mati á mannréttindabrotum. Ísrael, eina lýðræðisríkið í Mið-Austurlöndum sem virðir réttindi kvenna, samkynhneigðra og mismunar ekki fólki eftir kynþætti, fær fleiri strik í kladdann en nokkur önnur þjóð í heiminum. Er þetta ekki hræsni? Borgin okkar sammælist um að refsa ríki sem á í fullu fangi með að verja fjölskyldur sínar fyrir öfgahópum sem hafa svarið þess eið að útrýma Ísrael, með aðgerðarfræði sem á, ef vel er að gáð, rætur að rekja til anti-semetisma. Ég heyrði upphafsmann BDS segja að hann aðhylltist síður tveggja ríkja lausn, og því er ljóst að markmiðið er að mjaka Ísrael út af kortinu smátt og smátt með viðskiptabönnum. Ákall þetta bergmálast í opinberum mótmælum BDS-samtakanna víða um heim. Klókir sjá að ef Ísrael gefur eftir landamæri sín er þjóðin hernaðarlega að kveða upp sinn eigin dauðadóm. Viljum við vera þátttakendur í þjóðarmorði? Sú var tíðin að áhyggjulaust mátti vitna í niðurstöður Sameinuðu þjóðanna í mannréttindamálum, en nú í seinni tíð hefur Mannréttindaráð S.Þ. sætt mikilli gagnrýni fyrir anti-semetísk viðhorf. Það er kannski ekki að undra þegar vægi þeirra sem kalla á eyðingu Ísrael verður stöðugt meira. Saudi-Arabía, sem er ekki beint fyrirmynd mannréttinda í dag, er nú farin að gegna lykilhlutverki í ráðinu. Samkvæmt Human Rights Watch voru a.m.k. nítján teknir af lífi í Saudi Arabíu fyrir minniháttar glæpi; þar af einn fyrir galdra. Þá er tjáningarfrelsið ekki meira en það að fólk er húðstrýkt fyrir að tjá sig um hluti sem samræmast ekki stefnu stjórnvalda. Þegar teknar eru ákvarðanir sem hafa víðtæk og neikvæð áhrif á orðspor landsins okkar er nauðsynlegt að ákvörðunarvöld komi vel upplýst að fundarborðum. Því miður nægir ekki að lesa dagblöðin í þessu tilviki eða lesa yfirlýsingar S.Þ. – hvað þá sækja rök í búðir félagasamtaka sem nota vafasama aðgerðafræði í umdeildum atlögum sínum gegn Ísrael. Borgarstjórn á ekki að leika sér með fjöregg okkar Íslendinga, illa upplýst.
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun 30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Iðjuþjálfar í leik- og grunnskólum: Tækifæri í baráttunni gegn agavanda og skólaforðun Hekla Björt Birkisdóttir,Hrefna Dagbjört Arnardóttir,Inga Fríða Guðbjörnsdóttir,Íris Kristrún Kristmundsdóttir skrifar
Skoðun Matvælaframleiðslulandið Ísland – er framtíð án sérþekkingar? Ólöf Guðný Geirsdóttir,Ólafur Ögmundarson skrifar
30 silfurpeningar dýralækna? 125.000 lítrar af blóði tappaðir af 4088 merum (með valdi), af eiðsvörðum dýralæknum, 2023 Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Opið bréf til heilbrigðisráðherra: Iðjuþjálfar – mikilvægur mannauður í geðheilbrigðisþjónustu framtíðarinnar Erna Rut Elvarsdóttir,Lilja Logadóttir, Rebekka Lind Hjaltadóttir,Sandra Dís Sigurðardóttir Skoðun