Jóhann segir ekki víst að hann komi að framhaldi Blade Runner Bjarki Ármannsson skrifar 29. september 2015 22:28 Jóhann segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort hann muni semja tónlistina fyrir framhald Blade Runner. Vísir/Getty Jóhann Jóhannsson tónskáld segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort hann muni semja tónlistina fyrir framhald kvikmyndarinnar Blade Runner. Myndin verður í leikstjórn kanadíska leikstjórans Denis Villeneuve, en Jóhann hefur samið tónlistina fyrir tvær myndir Villeneuve, Prisoners og Sicario. Jóhann segir í viðtali við vefmiðilinn Collider að enn sé allt of snemmt að segja til um hvort hann komi að gerð Blade Runner-framhaldsins. Jóhann hlaut sem kunnugt er Golden Globe verðlaunin í ár og var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Blade Runner, sem kom út árið 1982 í leikstjórn Ridley Scott, er með frægustu og dáðustu vísindaskáldsögumyndum allra tíma. Hún byggir á bókinni Do Androids Dream of Electric Sheep eftir skáldsagnahöfundinn Philip K. Dick og fjallar um framtíðarheim þar sem vélmenni eru framleidd til að sinna hættulegum störfum fyrir mannfólkið. Harrison Ford fór með aðalhlutverkið og mun hann snúa aftur í nýju myndinni ásamt Ryan Gosling. Hér fyrir neðan má heyra brot af tónlistinni úr hinni sígildu Blade Runner. Golden Globes Tengdar fréttir Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00 „Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Tónlistarmaðurinn og Golden Globe-verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson varð í gær sjötti Íslendingurinn til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. 16. janúar 2015 08:00 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Jóhann Jóhannsson tónskáld segir enga ákvörðun hafa verið tekna um hvort hann muni semja tónlistina fyrir framhald kvikmyndarinnar Blade Runner. Myndin verður í leikstjórn kanadíska leikstjórans Denis Villeneuve, en Jóhann hefur samið tónlistina fyrir tvær myndir Villeneuve, Prisoners og Sicario. Jóhann segir í viðtali við vefmiðilinn Collider að enn sé allt of snemmt að segja til um hvort hann komi að gerð Blade Runner-framhaldsins. Jóhann hlaut sem kunnugt er Golden Globe verðlaunin í ár og var tilnefndur til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlist sína í kvikmyndinni The Theory of Everything. Blade Runner, sem kom út árið 1982 í leikstjórn Ridley Scott, er með frægustu og dáðustu vísindaskáldsögumyndum allra tíma. Hún byggir á bókinni Do Androids Dream of Electric Sheep eftir skáldsagnahöfundinn Philip K. Dick og fjallar um framtíðarheim þar sem vélmenni eru framleidd til að sinna hættulegum störfum fyrir mannfólkið. Harrison Ford fór með aðalhlutverkið og mun hann snúa aftur í nýju myndinni ásamt Ryan Gosling. Hér fyrir neðan má heyra brot af tónlistinni úr hinni sígildu Blade Runner.
Golden Globes Tengdar fréttir Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00 „Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Tónlistarmaðurinn og Golden Globe-verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson varð í gær sjötti Íslendingurinn til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. 16. janúar 2015 08:00 Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30 Mest lesið Helena var krýnd Ungfrú Ísland í kvöld Lífið „Ég vissi að ég væri ekki fara að skila honum“ Makamál Keppast um titilinn Ungfrú Ísland í beinni útsendingu í kvöld Lífið „Var fljót að henda kjólnum aftur niður og labba inn á sviðið“ Lífið Drógu úr almennri neyslu um 1,1 milljón á mánuði Lífið Öskraði úr sársauka í næstum klukkutíma Lífið Átján ára í bullandi bisness og anna vart eftirspurn Lífið Halla Hrund og Kristján selja íbúðina í Fossvogi Lífið Óhefðbundin leið til að halda upp á sextugsafmælið Lífið Mafían, CIA eða Fidel Castro? Ný skjöl um morðið kynda undir samsæriskenningar Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Josh Brolin heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Josh Brolin, einn af aðalleikurunum í myndinni Sicario, heldur ekki vatni yfir tónlist Jóhanns Jóhannsson í myndinni. 24. september 2015 15:00
„Ótrúlegar fréttir að fá Óskarstilnefningu“ Tónlistarmaðurinn og Golden Globe-verðlaunahafinn Jóhann Jóhannsson varð í gær sjötti Íslendingurinn til að hljóta tilnefningu til Óskarsverðlaunanna. 16. janúar 2015 08:00
Stoltir af árangri Jóhanns Jóhannssonar Tónlistarmaðurinn Jóhann Jóhannsson varð á sunnudagskvöld fyrstur Íslendinga til að fá Golden Globe verðlaunin, fyrir tónlist í The Theory of Everything. 13. janúar 2015 09:30
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein