Ferjuáhöfn í fullu starfi að handlanga ælupoka Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. september 2015 08:00 Sæfari sigldi ekki alltaf lygnan sjó í sumar. Mynd/Anna María Sigvaldadóttir „Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira
„Við höfum verið í fullu starfi við að rétta fólkinu ælupoka," segir segir Sigurjón Herbertsson, skipstjóri á ferjunni Sæfara sem býður upp á áætlunarferðir frá Dalvík til Grímseyjar. Flestallir ferðamenn sem komu með ferjunni til Grímseyjar í sumar urðu sjóveikir að sögn Sigurjóns. Ferðin með Sæfara tekur að lágmarki þrjár klukkustundir og varð fólk flest sjóveikt strax í upphafi ferðarinnar. Hann segir vont veður vera ástæðu ástandsins. „Það er búið að vera ömurlegt veður í sumar og hefur ástandið verið svona vegna norðanáttarinnar,“ segir Sigurjón. Sæfari tekur 108 manns og siglir þrjár ferðir í viku. Algengast er að um 80 manns séu um borð á sumrin.Sigurjón Herbertsson skipstjóri SæfariSigurjón hefur farið sömu leiðina í um tuttugu ár og segist ekki muna eftir öðru eins sumri. „Þetta hefur verið mjög leiðinlegt og það hefur verið mikið álag á okkur í áhöfninni við að þjónusta sjóveikt fólk, gefa því vatn að drekka og fara með suma í kojur,“ segir Sigurjón og bætir við að í ágúst hafi ein ferðin verið felld niður sökum veðurs. Það hafi aldrei gerst áður að sumarlagi. Þá segir Sigurjón að sjóveikir ferðamenn hafi oft ekki treyst sér með ferjunni til baka og keypt sér í staðinn flug til meginlandsins. „Fólk var kvíðið að þurfa að fara til baka og ákvað því að gista í eynni eða kaupa sér flug til baka. Það gerðist svo stundum að ekki var flogið vegna þoku og fólkið neyddist til þess að koma með um borð.“ Anna María Sigvaldadóttir, eigandi matvöruverslunarinnar í Grímsey og afgreiðslumaður ferjunnar Sæfara, segist ekki mun eftir eins mörgum sjóveikum ferðamönnum áður. „Fólkið var sjóveikt í marga tíma eftir ferðina. Ég held að það hafi verið svona tvær ferðir í sumar þar sem fólk varð ekki sjóveikt. Þetta er vegna veðursins, enda var meðalhitinn hér í sumar þrjár til fjórar gráður og norðanátt.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Fleiri fréttir Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Sjá meira