Ferðamönnum þykIr Reykjavík frábær Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 11. september 2015 07:00 Einar Bárðason, forstöðumaður Höfuðborgarstofu Reynsla ferðamanna af Reykjavík var afar góð í ár en 97 prósent kváðu hana frábæra eða góða. Enginn hafði slæma reynslu af borginni. Þetta kemur fram í könnun RRF sem gerð var fyrir Höfuðborgarstofu. Þetta er besta niðurstaðan sem mælst hefur frá því RFF hóf kannanir fyrir Höfuðborgarstofu árið 2004. Einnig kemur fram að konur voru nokkru ánægðari með Reykjavík en karlar, fólk yfir 55 ára enn ánægðara en þeir yngri og ferðamenn frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Norður-Ameríku voru ánægðari en fólk frá öðrum svæðum. Spurt var um afþreyingu fólks í borginni. 78% fóru á veitingahús og helmingur ferðamanna versluðu og fóru í dagsferðir frá Reykjavík. Þriðjungur stundaði næturlífið, söfn og sund. Þátttakendur voru beðnir um að meta gæði afþreyingar og fengu dagsferðir og sundlaugarnar hæstu einkunn. Verslun fékk sístu einkunnina af þeim átta liðum sem teknir voru fram, eða 6,9 af 10 mögulegum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust nær allir, eða 98,3%, myndu mæla með Reykjavík við aðra. Einar Bárðarson, fráfarandi forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að niðurstöður könnunarinnar hafi verið ótrúlega jákvæðar á síðasta ári og því hafi hann ekki búist við að þær yrðu enn betri í ár. Hann segir marga eiga þátt í þessari góðu upplifun ferðamanna. „Ferðaþjónustan í hvaða formi sem hún er, verslunin og borgarbúar eiga sinn hlut í þessu. Þetta er frábær viðurkenning fyrir alla þá sem leggja sig fram og bjóða erlendum gestum í borginni okkar góðan dag,“ segir Einar. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira
Reynsla ferðamanna af Reykjavík var afar góð í ár en 97 prósent kváðu hana frábæra eða góða. Enginn hafði slæma reynslu af borginni. Þetta kemur fram í könnun RRF sem gerð var fyrir Höfuðborgarstofu. Þetta er besta niðurstaðan sem mælst hefur frá því RFF hóf kannanir fyrir Höfuðborgarstofu árið 2004. Einnig kemur fram að konur voru nokkru ánægðari með Reykjavík en karlar, fólk yfir 55 ára enn ánægðara en þeir yngri og ferðamenn frá Norðurlöndunum, Bretlandi og Norður-Ameríku voru ánægðari en fólk frá öðrum svæðum. Spurt var um afþreyingu fólks í borginni. 78% fóru á veitingahús og helmingur ferðamanna versluðu og fóru í dagsferðir frá Reykjavík. Þriðjungur stundaði næturlífið, söfn og sund. Þátttakendur voru beðnir um að meta gæði afþreyingar og fengu dagsferðir og sundlaugarnar hæstu einkunn. Verslun fékk sístu einkunnina af þeim átta liðum sem teknir voru fram, eða 6,9 af 10 mögulegum. Af þeim sem tóku afstöðu sögðust nær allir, eða 98,3%, myndu mæla með Reykjavík við aðra. Einar Bárðarson, fráfarandi forstöðumaður Höfuðborgarstofu, segir að niðurstöður könnunarinnar hafi verið ótrúlega jákvæðar á síðasta ári og því hafi hann ekki búist við að þær yrðu enn betri í ár. Hann segir marga eiga þátt í þessari góðu upplifun ferðamanna. „Ferðaþjónustan í hvaða formi sem hún er, verslunin og borgarbúar eiga sinn hlut í þessu. Þetta er frábær viðurkenning fyrir alla þá sem leggja sig fram og bjóða erlendum gestum í borginni okkar góðan dag,“ segir Einar.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Komu hesti til bjargar úr gjótu Innlent Reyndu að ræna hraðbanka Innlent Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Innlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Erlent Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Fleiri fréttir Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Sjá meira