Elín ósátt með Ólaf og Davíð: „Það eru nýir tímar sem þeir skynja ekki nógu vel“ Bjarki Ármannsson skrifar 13. september 2015 11:03 Þingkona Sjálfstæðisflokksins hnýtir í forsetann og forsætisráðherrann fyrrverandi á Facebook. Vísir/GVA/Valli „Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015 Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira
„Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tíma eins og hann og fleiri að láta okkar góðu leiðtoga í friði. Það eru nýir tímar og ný viðhorf sem þeir skynja því miður ekki nógu vel.“ Þetta skrifar Elín Hirst, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, í færslu á Facebook-síðu sinni. Með færslunni birtir hún myndir af Ólafi Ragnari Grímssyni forseta og Davíð Oddssyni, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins. Elín tilgreinir ekki nánar í færslunni hversvegna hún beinir þessum orðum að mönnunum tveimur. Hún hefur þó undanfarið lýst því yfir að hún sé ósammála þeim orðum forsetans úr þingsetningarræðu hans að það væri andstætt lýðræðislegu eðli að tengja breytingar á stjórnarskránni við forsetakosningar. Þá gerði Elín einnig umfjöllun Morgunblaðsins um flóttafólk á Íslandi að umtalsefni á Facebook fyrir stuttu en skopmynd blaðsins og ýmsar skoðanagreinar, þar sem meðal annars var hnýtt í Eygló Harðardóttur velferðarráðherra, vöktu mikið umtal og gagnrýni. Davíð Oddsson er sem kunnugt er ritstjóri Morgunblaðsins. Þess má geta að myndin sem Elín birtir af Davíð er tölvugerð og sýnir hann í hlutverki glæpamanns á lögreglustöð. Myndin er úr umfjöllun bandaríska tímaritsins Time þar sem Davíð var útnefndur einn 25 einstaklinga sem bæru ábyrgð á alþjóðlega bankahruninu árið 2008. Myndin er sú fyrsta sem kemur upp þegar maður flettir upp nafni Davíðs á netinu, þannig ef til vill er um tilviljun að ræða í myndavali Elínar.Uppfært klukkan 12.15: Frá því að þessi frétt var birt hefur Elín eytt færslunni og sett hana inn a Facebook á ný, en með annarri mynd af Davíð Oddssyni. Nýju færsluna má sjá hér fyrir neðan.Mér finnst skorta á að forsetinn okkar ágæti og duglegi sýni aðeins meiri auðmýkt. Einnig bið ég stjórnmálamenn fyrri tí...Posted by Elin Hirst on 13. september 2015
Flóttamenn Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Sjá meira